30.5.06

4 ára afmæli

Smá mont póstur...

Þá eru 4 ár liðin síðan ég hætti að borða nammi og drekka gosdrykki. Sumarið 2004 var reyndar smá undantekning á gosinu en það gerir ekkert til. Get nú alveg sagt að þetta er bara ekkert mál og mig langar mjög mjög sjaldan í nammi og gos.
Anna segir reyndar að ég drekki bara þeim um meiri bjór og borði meira snakk! Það getur svo sem vel verið en ég borða samt ekki nammi og drekk ekki gos :)

Ég sé ekki fram á að fara borða nammi í bráð enda tímir maður ekki að eyðileggja svona langt bindindi.

Til hamingju með það Örvar, takk takk

29.5.06

Helgin var:

Laugardagur:
Vinna í kostningunum, var í kjörstjórn í 6. kjördæmi í Kópavogsskóla. Alltaf gaman að merkja í kladdann.
Útskriftar/innflutningspartý hjá Stebba og Sillu. Mjög gaman en bæjarferðin mjög misheppnuð.

Sunnudagur:
Þynnka + að horfa á Lost, hvert eru þessir þættir að fara???

Úff hvað er gott að mánudagurinn sé að verða búinn, bæði spila og horfa á bolta í kvöld.

26.5.06

Bolti og Da Vinci Code

Það fór svo þannig að TLC vann sinn fyrsta leik í ár 3-1. Meira um það hér.

Þá fór ég í Fossvoginn í gær að sjá Víking taka Breiðablik í nefið, hrein hörmung að sjá mína menn spila svona illa. Gátu bara ekki neitt og ég er næstum því viss um að TLC hefði gert mun betri hluti í þessum leik. Dekkingar, sendingar, mótökur var eins og að horfa á 6 flokk. Úff þarna gerði maður sér grein fyrir því að þetta á eftir að vera erfitt sumar hjá Blikunum.

Skellti mér svo í bíó að sjá Da Vinci Code. Ég er búinn að lesa bókina en var samt mjög spenntur að sjá myndina. Var svona hæfilega langt síðan ég las bókin þannig að maður mundi hana ekkert 100% en nóg til að vita hvað gerðist næst.
Ég var búinn að heyra ekkert alltof jákvæða dóma um myndina og var því ekkert að gera mér of miklar vonir. Var samt ánægður með myndina, fylgdi söguþráðinum vel og kom öllu því helsta til skila. Leikararnir voru góðir, það eina var að Tom Hanks var kannski aðeins of töffaralegur fyrir Robert Langdon þeas ef Tom Hanks getur verið töffaralegur, hann hefði mátt vera í meiri svona nörda prófessor galla.
Da Vinci Code fær 8 Ö

23.5.06

Fótbolti og veður

Hvaða rugl er þetta með veðrið í dag! Það var 1°C á leiðinni í vinnuna í morgun og ekki nóg með það heldur rok líka, sem betur fer var ég búinn að ákveða að fara á bílnum í dag. Á svona "sumar"dögum er gott að vinna inni.

Þá er Utandeildin að fara af stað og fyrsti leikur stórliðsins TLC í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21:00 á Tungubökkum í Mosó, allir að mæta á völlinn og styðja ykkar lið.
Verð nú að viðurkenna að ég hefði nú alveg verið til í betra veður svona þegar maður er að fara hlaupa um á stuttbuxum um 10 leitið á kvöldin. Enda búið að fresta mörgum leikjum í dag.

*****Smá Survivor spoiler hérna*****

Já ég horfi á Suvivor, það er eini raunveruleikaþátturinn sem ég horfi á, maður má hafa einn þannig til að horfa á.
Allavega var loka þátturinn í gærkvöldi var mér eiginlega alveg sama hvor keppandinn, sem komstu í úrslit, myndi vinna. Enda ættbálkurinn sem náði yfirhöndinni hver öðrum leiðinlegri. Það var bara Terry Captain America úr betri ættbálknum sem komst langt en náði aðeins í þriðja sætið.
Fyrir þá sem ekki vita var það Jóga gúrinn Aras sem vann.

21.5.06

Júróvision og nýjar myndir

Þá fór svo að þannig Finnarnir unnu Júróvision, ég var bara mjög sáttur við það enda hélt maður með þeim, fannst lítið varið í önnur lög.
Ívar hélt Júróvision partýið að þessi sinni og var það bara mjög vel heppnað. Hópurinn mætti og grillaði saman og svo var horft á keppnina og stigagjöfin, sumir fóru í bæinn og aðrir beint heim. Eins og sést á myndinni var mikið fjör á tímabili.

Þá eru nýjar myndir komnar inn á netið og hér má finna þær:
Júróvision
B.S. kynning hjá Önnu og Beggu

Svo er hægt að finna allar myndirnar á http://www.flickr.com/photos/orvars

Þá vann Breiðablik lélegt lið ÍBV 4-1. Blikarnir að gera góða hluti í deildinni og eru efstir með 6 stig 4 mörk í plús. Frábært.

19.5.06

Hjúkrunarfræðingurinn, næstum

Ég vildi óska Önnu til hamingju með glæsilega kynningu á B.S. verkefninu sínu "Hreyfing og næring 11-15 ára íslenskra skólabarna". Anna og Berglind (sem var með henni í verkefninu) voru með kynningu í Eirbergi og voru ca. 25 manns mættir til að horfa á þær. Þær stöðu sig frábærlega og er ég mjög stoltur af Önnu minni.

Nú er næstum því allt búið hjá henni, búin að fá úr öllum prófum en þær eiga eftir að leiðrétta ritgerðina eftir athugasemdir frá kennaranum og þá er þetta komið.

Þannig að bráðum getur Anna farið að kalla sig Hjúkrunarfræðing.

Aðeins af Júróvision...
Nú getur allt "I told you so" fólkið verið ánægt, Silvía Nótt komst ekki áfram eftir vægast sagt slæmar mótökur í Grikklandi.
Þessi keppni gæti allt eins heitið Balkanvision eins og Reynir talar um. Nú þurfum við bara bíða eftir að öll austan-evrópu löndin séu komin upp í aðalkeppnina og öll vestur-evrópu löndin í undankeppnina þá gætum við slysast til að komast í keppnina.

Ég var allavega ánægður með að við reyndum þessa leið, hún virkaði ekki og nú vitum við það.

Mæli svo með að fólk kíki á þennan þráð. Alveg meiri háttar umræða, fólk sem virkilega heldur að Ágústa Eva sé svona hrokafull og að þetta hafi verið raunverulegur fréttamaður sem var hent út af fréttamannafundinum.

Hérna er smá comment sem hún Haga skrifaði á þessu spjalli:
"Annaðhvort ertu svona óörugg lítið vesin, sérstaklega þar sem kærasti þinn svara fyrir þig þegar fréttamenn vilja tala við þig. Að láta kærasta þinn mæta fyrst á fréttamannafund og krefjast að engin horfi þig í augun! Ég meina pía góð, ertu ekki rétt".

18.5.06

Barca og Júró

Þá er Barcelona orðið Evrópumeistarar. Frábært að það var Barcelona sem tók við titlinum af Liverpool enda held ég með Barcelona í spænsku deildinni og það er svona "hitt" liðið mitt.

Dómarinn var reyndar að skíta á sig að leyfa ekki markinu að standa og gefa Lehmann bara gult. Arsenal menn geta nú samt varla mótmælt þessari ákvörðun, ætti frekar að vera Barcelona sem tapaði á henni, enda snýst fótboltu um að skora mörk.
Henry að rífa kjaft yfir dómaranum og að Barca hafi verið að dýfa sér, sá hann ekki Eboue dýfa sér til að fá aukaspyrnuna sem Arsenal skoraði úr, nei segi bara svona.

Var reyndar ekki sammála Hödda Magg um að Barca hafi ekki átt sigurinn skilin, þeir lenda bara í því að spila á móti 10 manna varnar múr og það getur verið ansi erfitt.

Svo er það Júróvison í kvöld, ætli Silvía komist áfram, ég held og vona það nú.
Það eru voða margir farnir að láta alla þá umfjöllun um hana fara í taugarnar á sér. Ég segi bara ekki lesa fréttirnar um hana á mbl og ekki horfa á kastljós, þá sleppir þú nokkurn vegin við þetta.

And my vote goes to...

17.5.06

Hjólað og Liverpool eru Evrópumeistarar

Þá er hjólað í vinnuna átakið búið. Ég náði að fara 224 km og tók þátt í 9 daga (af 10 mögulegum). Þetta gerir meðaltalið 25 km á dag sem er nú bara nokkuð gott miðað við að það eru bara 10 km fram og til baka heiman frá í vinnuna.

Ekki er alveg á hreinu hvernig hæða mótið (hérna í vinnunni) fór en við vorum allavega með flesta km eða 1.227 km talsins og eins og glöggir lesendur sjá er það um 20% af hjólaðri vegalengd á minni hæð. Línuhönnun endaði svo í 12 sæti í sínum flokki sem hlýtur að vera svindl, því við vorum lang best.

Þá er ég HIT meistari vorið 2006 og jarðaði þá keppni og varð "back to back" meistari (þeas tvö skipti í röð) því ég vann einnig haustið 2005. Ég fór auðveldlega í gegnum tímabilið og hélt efsta sætinu frá 5 umferð til loka.
En fyrir þá sem ekki vita er HIT, Hið Íslenska Tippfélag og samanstendur af 7 strákum sem voru saman í verkfræðinni.

Svo er það auðvitað meistaradeildin sem er í kvöld. Barcelona og Arsenal mætast og spái ég að Barca vinni en það verður tæpt. Eigum við ekki bara að segja 2-1, Henry skorar og svo setur Ronaldinho eitt og Messi kemur inná og skorar sigur markið.
Annars er ekki fræðilegur að þetta verið eins gaman og að horfa á Liverpool úrslitaleik því vanalega enda þeir 3-3 og svo framlenging og vító.
En ég vonast eftir góðu leik og drepst nú ekkert þó svo að Arsenal vinni enda ekki mikill Arsenal hatari (meira svona Manutd og Chelsea).

Liverpool eru Evrópumeistarar í smá stund í viðbót og á maður að njóta þess.

16.5.06

Getraun

Í örvæntingafullri tilraun ætla ég að reyna að fá einhvern til að commenta á síðuna. Ætla að byrja aftur með getraunir nema að ekki verða það línur úr kvikmyndum heldur hinar ýmsu myndir, hvort sem það eru "frægar" persónur eða landslag.

1. Getraun
Hvað heitir þessi leikari og í hvaða þáttum lék hann? Þið getið klikkað á myndina til að fá stærri útgáfu.

Í verðlaun er einn bjór sem viðkomandi getur sótt og drukkið á heimili mínu. Þeir sem ekki geta sótt verðlaunin sín geta bara étið blautan...

Koma svo...þið getið einnig skotið á þætti.

Mættir aftur

Þá er Breiðablik loksins mættir aftur í úrvalsdeildina og stimpluðu sig inn með stæl í gærkvöldi. Við strákarnir vorum mættir á völlinn til að styðja okkar menn í nokkuð erfiðum fyrsta leik (eða það hélt maður að minnsta kosti).
Ætla nú ekkert að skrifa um leikin nema að ég missti eignlega af báðum mörkunum. Var samt að fylgjast með í öðru markinu en í því fyrr var ég að horfa aftur og tala við Stebba eins og sést vel á þessari mynd. Myndin var fengin að láni frá Blikar.is (sem er glæsileg ný heimasíða meistaraflokks Breiðabliks).

Mjög fyndið að sjá sjálfan sig á mynd vera að missa af markinu sem var skorað á myndinni. Ég sést í hægra horninu vera að horfa undan. Merktur með rauðum hring.
Myndin er í betri upplausn hérna.

Allavega frábær byrjun á vonandi skemmtilegu Íslandsmóti. Ætla samt ekkert að missa mig í bjartsýni. Vonandi haldast Blikarnir í deildinni.

15.5.06

Nóg að gerast

Það er nóg búið að vera gerast en bara einhvern veginn ekki komið því að segja frá því, skrifaði reyndar langan póst seinustu helgi sem datt út og nennti því engan vegin að skrifa það aftur.

Síðustu tvær helgar búnir að vera mjög góðar. Smá ágrip um hvað var gert síðustu helgi.

Paintball með vinnunni, algjör snilld í góðu veðri. Mitt lið rústað þessu.
Manchester "stór"tónleikarnir. Mikil vonbrigði, bæði með skipulag tónleikana og tónlistina.
Kayak um höfuðborgarsvæðið. Jón Haukur bróðir dróg mig og Pabba með sér á Kayak. Algjör snilld en ekki laust við að maður hafi verið þreyttur í lokin.

Þá er komið að þessari helgi.
Liverpool varð bikarmeistari á laugardaginn í algjörum snilldar leik. Var reyndar löngu búinn að afskrifa mína menn í þessum leik en markið frá besta miðjumanni í heimi á 90 mín var ekkert smá flott. Úff og Reina í vítaspyrnukeppninni ekki fræðilegur að Liverpool hefði tapað í henni.

Annars var svo vorhátíð í vinnunni þar sem Milljónamæringarnir spiluðu ásamt Páli Óskari og Bogamil. Rosa fjör þar og ekki síst gott að vita að einn vinnufélagi minn viðurkenndi að hafa sett inn spurninguna til Ásthildar. Nú er bara að hefna sín.

Svo er það bara Breiðblik í kvöld. Breiðablik og Valur eigast við í fagra dalnum kl. 8. Malli verður með þrennu í kvöld og sýnir allt sem ég kenndi honum í gamla daga.

5.5.06

Hjólavika

Þá er hjólað í vinnuna átakið byrjað og að sjálfsögðu tekur ég þátt í því. Hjólað í vinnuna átakið er frá 3. maí til 16. maí. Þetta finnst mér mjög sniðugt til að kvetja fólk til að hjóla í staðinn fyrir að keyra. Sérstaklega núna þegar besnín verðið stefnir óðfluga á 150 kr.

Ég tók vikuna snemma og mætti á hjóli á þriðjudaginn og ætli svo að reyna að hjóla alla dagana. Strax á öðrum degi braut ég það því ég var að fara bora í Kópavoginum þannig að lítill tilgangur að hjóla í vinnuna til að láta sæki sig þar.
En tók hjólið með í dag og stefnan tekið á langa leið heim. Verst hvað margir göngustígar á höfuðborgarsvæðinu eru hryllilega skipulagðir og sumir hverjir illa farnir. Maður lætur það samt ekkert á sig fá og hjólar samt.

Kveðja
Hjóla garpurinn

3.5.06

Sumó

Um helgina var gert margt. Á föstudaginn fór ég í 24 ára afmæli hjá Kareni (vinkonu Önnu).
Á laugardeginum var svo farið í Helludal (við hliðina á Haukadal aka Geysi). Tengdó leigðu bústað á mjög fínum stað og farið var að skoða Geysi, Gullfoss og Haukadal, mjög fín ferð.

Maður er kominn með vott að ljósmynda dellu eftir að nýja vélin kom í hús. Núna er vandamálið að vinna úr öllum myndunum sem maður tekur. Held ég hafi tekið 250+ myndir um helgina. Náði nú að fækk þeim verulega þegar heim var komið. Mikið af þessu var svona æfinga myndir. Prufa hluti sem maður þarf að æfa sig á. Þannig að vonandi í bráð fara koma nýjar myndir inná heimsíðurnar.

Talandi um ljósmyndir þá er Gúndi Uncle G kominn með ljósmyndasíðu. Hann fór eftir flickr ráðum mínum og stofnaði síðu. Hér er hann.

24 var svo tekið með trompi í gær, 3 þættir og svaka spenna. Jack er bestur.