
Ég vildi óska Önnu til hamingju með glæsilega kynningu á
B.S. verkefninu sínu "Hreyfing og næring 11-15 ára íslenskra skólabarna". Anna og Berglind (sem var með henni í verkefninu) voru með kynningu í Eirbergi og voru ca. 25 manns mættir til að horfa á þær. Þær stöðu sig frábærlega og er ég mjög stoltur af Önnu minni.
Nú er næstum því allt búið hjá henni, búin að fá úr öllum prófum en þær eiga eftir að leiðrétta ritgerðina eftir athugasemdir frá kennaranum og þá er þetta komið.
Þannig að bráðum getur Anna farið að kalla sig Hjúkrunarfræðing.
Aðeins af Júróvision...Nú getur allt "I told you so" fólkið verið ánægt, Silvía Nótt komst ekki áfram eftir vægast sagt slæmar mótökur í Grikklandi.
Þessi keppni gæti allt eins heitið Balkanvision eins og
Reynir talar um. Nú þurfum við bara bíða eftir að öll austan-evrópu löndin séu komin upp í aðalkeppnina og öll vestur-evrópu löndin í undankeppnina þá gætum við slysast til að komast í keppnina.
Ég var allavega ánægður með að við reyndum þessa leið, hún virkaði ekki og nú vitum við það.
Mæli svo með að fólk kíki á
þennan þráð. Alveg meiri háttar umræða, fólk sem virkilega heldur að Ágústa Eva sé svona hrokafull og að þetta hafi verið raunverulegur fréttamaður sem var hent út af fréttamannafundinum.
Hérna er smá comment sem hún Haga skrifaði á þessu spjalli:
"Annaðhvort ertu svona óörugg lítið vesin, sérstaklega þar sem kærasti þinn svara fyrir þig þegar fréttamenn vilja tala við þig. Að láta kærasta þinn mæta fyrst á fréttamannafund og krefjast að engin horfi þig í augun! Ég meina pía góð, ertu ekki rétt".