17.5.06

Hjólað og Liverpool eru Evrópumeistarar

Þá er hjólað í vinnuna átakið búið. Ég náði að fara 224 km og tók þátt í 9 daga (af 10 mögulegum). Þetta gerir meðaltalið 25 km á dag sem er nú bara nokkuð gott miðað við að það eru bara 10 km fram og til baka heiman frá í vinnuna.

Ekki er alveg á hreinu hvernig hæða mótið (hérna í vinnunni) fór en við vorum allavega með flesta km eða 1.227 km talsins og eins og glöggir lesendur sjá er það um 20% af hjólaðri vegalengd á minni hæð. Línuhönnun endaði svo í 12 sæti í sínum flokki sem hlýtur að vera svindl, því við vorum lang best.

Þá er ég HIT meistari vorið 2006 og jarðaði þá keppni og varð "back to back" meistari (þeas tvö skipti í röð) því ég vann einnig haustið 2005. Ég fór auðveldlega í gegnum tímabilið og hélt efsta sætinu frá 5 umferð til loka.
En fyrir þá sem ekki vita er HIT, Hið Íslenska Tippfélag og samanstendur af 7 strákum sem voru saman í verkfræðinni.

Svo er það auðvitað meistaradeildin sem er í kvöld. Barcelona og Arsenal mætast og spái ég að Barca vinni en það verður tæpt. Eigum við ekki bara að segja 2-1, Henry skorar og svo setur Ronaldinho eitt og Messi kemur inná og skorar sigur markið.
Annars er ekki fræðilegur að þetta verið eins gaman og að horfa á Liverpool úrslitaleik því vanalega enda þeir 3-3 og svo framlenging og vító.
En ég vonast eftir góðu leik og drepst nú ekkert þó svo að Arsenal vinni enda ekki mikill Arsenal hatari (meira svona Manutd og Chelsea).

Liverpool eru Evrópumeistarar í smá stund í viðbót og á maður að njóta þess.

Engin ummæli: