16.5.06

Mættir aftur

Þá er Breiðablik loksins mættir aftur í úrvalsdeildina og stimpluðu sig inn með stæl í gærkvöldi. Við strákarnir vorum mættir á völlinn til að styðja okkar menn í nokkuð erfiðum fyrsta leik (eða það hélt maður að minnsta kosti).
Ætla nú ekkert að skrifa um leikin nema að ég missti eignlega af báðum mörkunum. Var samt að fylgjast með í öðru markinu en í því fyrr var ég að horfa aftur og tala við Stebba eins og sést vel á þessari mynd. Myndin var fengin að láni frá Blikar.is (sem er glæsileg ný heimasíða meistaraflokks Breiðabliks).

Mjög fyndið að sjá sjálfan sig á mynd vera að missa af markinu sem var skorað á myndinni. Ég sést í hægra horninu vera að horfa undan. Merktur með rauðum hring.
Myndin er í betri upplausn hérna.

Allavega frábær byrjun á vonandi skemmtilegu Íslandsmóti. Ætla samt ekkert að missa mig í bjartsýni. Vonandi haldast Blikarnir í deildinni.

Engin ummæli: