Þá er hjólað í vinnuna átakið byrjað og að sjálfsögðu tekur ég þátt í því. Hjólað í vinnuna átakið er frá 3. maí til 16. maí. Þetta finnst mér mjög sniðugt til að kvetja fólk til að hjóla í staðinn fyrir að keyra. Sérstaklega núna þegar besnín verðið stefnir óðfluga á 150 kr.
Ég tók vikuna snemma og mætti á hjóli á þriðjudaginn og ætli svo að reyna að hjóla alla dagana. Strax á öðrum degi braut ég það því ég var að fara bora í Kópavoginum þannig að lítill tilgangur að hjóla í vinnuna til að láta sæki sig þar.
En tók hjólið með í dag og stefnan tekið á langa leið heim. Verst hvað margir göngustígar á höfuðborgarsvæðinu eru hryllilega skipulagðir og sumir hverjir illa farnir. Maður lætur það samt ekkert á sig fá og hjólar samt.
Kveðja
Hjóla garpurinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli