15.8.06

Brottför nálgast

Það er komið á hreint að ég mun sigla út til Noregs fimmtudaginn 24. ágúst.

Ég mun taka Norrænu (Smyril-Line) frá Seyðisfirði 24. ágúst. Stutt stopp í Færeyja og ennþá styttra í Hjaltlandi og svo koma til Hanstholm í Danmörku kl. 17:00 á laugardeginum 26. ágúst.
Þá er ekki ferðinni lokið því þá tek ég aðra ferju um nóttina frá Hirtshals í Danmörku yfir til Larvik í Noregi. Eftir það er þá "aðeins" 673 km til Þrándheims. Þannig að ég ætti vonandi að vera kominn í íbúðina okkar sunnudaginn 27. ágúst.

Engin ummæli: