
Ég er orðinn pabbi. Hérna má sjá strákinn minn nýfæddan.
Drengurinn okkar Önnu fæddist í dag (06.08.06) kl. 14:57 á Landspítalanum. Ótrúlega flottur strákur með sítt dökkt hár (ca. 2-3 cm), 3325 gr. og 51 cm.

Ég er ekkert smá stoltur ef stráknum mínum (eins og sést vel á myndinni) og einnig Önnu (mömmu), þau stóðu sig ótrúlega vel bæði tvö. Móðir og barni heilsast einnig vel.

Án efa lang besti, skemmtilegasti, viðburðaríkasti osfrv dagur í mínu lífi, orð geta ekki lýst þessu. Það komu ekki nokkur tár þegar sonurinn minn fæddist heldur fór ég að hágráta, og er stoltur af því. Hérna er svo ein af fyrstu fjölskyldumyndunum okkar.

Fleiri myndir koma á næstu dögum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli