30.8.06

Þrándheimur

Þá er maður búinn að koma sér nokkuð vel fyrir og er íbúðin öll að koma til. Munar strax um það að ganga frá öllu og koma sínu dóti fyrir, verður strax heimilislegra. Svo fer maður eina, tvær ferðir í IKEA og þá verður þetta algjör höll. Gangurinn er ekki eins slæmur og ég gaf til kynna fyrst því hann var greinilega þrifinn daginn eftir að ég kom.

Ég get því miður ekki birt neinar myndir fyrr en á laugardaginn því myndavélin er batteríslaus og hleðslutækið kemur ekki fyrr en á föstudaginn þegar Anna kemur.

Það er búið að vera ótrúlega erfitt að vera frá Önnu og litla snáðanum svona marga daga en sem betur fer er biðin brátt á enda en Anna, Snáði og tengdó Rut koma á föstudagskvöldið.

Þegar ég mætti á mánudaginn í skólann var allt komið á fullt og fór mánudagurinn aðalega í eitthvað skriffinnsku dót ásamt því að fara í einn tíma. Þetta er allt að koma en ég ætla að blogga meira um skólann á morgun eða bráðlega.

Ørvar i Trondheim

Engin ummæli: