
Við erum um þessar mundir að ganga frá öllu dótinu okkar og koma því í geymslu til tengdó. Við takmörkum dótið sem við tökum með okkur til Noregs við það sem kemst í bílinn. Annað fer í geymslu og er því mikið verið að spá hvað eigi að koma með og hvað eigi að vera á klakanum.
Þegar dótið fer að tínast úr Hlíðarhjallanum áttar maður sig betur á því að maður er eiginlega að flytja að heiman í fyrsta skipti. Veit ekki alveg hvort að það telst að hafa flutt að heiman að fara í kjallarann hjá foreldrunum. En þetta er bæði mjög spennandi og pínu leiðinlegt en spurning hvort þetta eigi nú ekki bara að vera þannig.

Svona er lífið í Hlíðarhjallanum í augnablikinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli