9.8.06

Fyrstu dagarnir

Þá erum við fjölskyldan komin heim og maður er aðeins byrjaður að átta sig á þessu nýja lífi. Fyrir utan fyrsta daginn og nóttina heima hefur strákurinn verið ótrúlega góður og gerir lítið annað en að sofa og drekka þessa dagana.

Það eru margir búnir að koma í heimsókn og Örvarsson er búinn að fá nokkrar gjafir. Mamma og pabbi komu svo heim í nótt og fengu strax að koma í heimsókn að sjá litla barnabarnið sitt.

Þá er komin barnalandssíða og hérna er linkurinn inná hana:
http://www.barnaland.is/barn/50244

Þeir sem vilja komast inná hana sendið póst á mig (orvars@gmail.com) eða á Önnu (annahardar@gmail.com) og þið fáið aðgangsorð.

Þá er ég einnig búinn að uppfæra myndasíðuna mína og er komnar myndir frá fæðingunni og fyrstu dögunum. Hérna er linkur inná hana:
http://www.flickr.com/photos/orvars

Ef þið viljið skoða sérstaka daga þá smellið þið á Tags en annars er sniðugt að velja slideshow. Endilega skráið ykkur þarna inn og setjið komment við myndirnar.

Engin ummæli: