1.8.06

"Sumarfrí"

Seinasti vinnudaginn hjá Línuhönnun var í gær og ekki laust við að það hafi verið nokkuð skrýtið að labba út með allt draslið sitt eftir að hafa verið þarna með annan fótinn síðan 2001. En nú tekur skemmtilegur tími við og það er alveg ljóst að það verður nóg að gera.

Á næstu dögum hefst svo á fullu undirbúningur fyrir komu bumbubúans í heiminn og einnig að flytja til Noregs og að byrja í skólanum. Það er í mörg horn að líta en sem betur fer erum við búin með margt af því.

Ég byrjaði svo "sumarfríið" mitt á því að vera upp á Landspítala þar sem bumbi var með einhverja stæla og þurfti að láta snúa sér. Hann var sem sagt sitjandi eða akkúrat öfugur við það sem hann (bumbubúinn) á að vera. En það reddaðist allt og nú er barnið vonandi komið í rétta stöðu.

Annars er eiginlega of heitt úti til að vera í sólbaði en ég er að reyna mitt besta í þeim málum.

Jæja bið að heilsa í bili, aftur út í sólina.

Engin ummæli: