
Annar dagur í sumarfrí var ekki beint slæmur frekar en sá fyrsti. Vaknaði reyndar um kl. 7:30 þegar Gríma sagði að það væri kominn dagur. Ég er nefnilega að passa hana Grímu í tvær vikur meðan að foreldrarnir eru í Frakklandi. Hún lætur ekkert segjast, þegar klukkan er orðin 7:30 þá er matartími hjá mér, og hver getur neitað þessum augum.
Annars er maður í sjálfu sér ekki að gera mikið í að undurbúa allt það sem er að fara gerast þegar svona veður er úti þannig að maður er bara í sumarfríi sem er bara mjög fínt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli