18.3.07

Snjór

Stundum er tímanum manns betur varið í eitthvað annað en að horfa á fótbolta. Má ég fá þessa tvo tíma sem þetta tók aftur?

Kári úti á róló (18. mars 2007)
Helgin er búin að vera mjög fín, ekki gert neitt of mikið sem er bara flott inná milli. Búið að fara í nokkra göngutúra og svo var okkur boðið í mat í gær til Stebba og Hildar. Borðaður góður matur, drukkið rauðvín og spilað Trivial.

Moholt á kafi í snjó (18. mars 2007)
Í dag er svo ekki búið að hætta að snjó og er því allt komið á kaf. Í tilefni þess var farið í fjölskyldu ferð út á róló og fundum við snjóþotu niðri í geymslu sem við fengum lánaða. Kári var nú ekkert að kippa sér mikið upp við snjóþotu ferðalagið og skemmtu foreldrararnir sér mun betur (held ég).

Aldrei að vita nema að maður skelli sér svo á skíði í vikunni. Læt einnig fylgja eina mynd frá gærdeginum (svona til að sjá mun á milli daga).

Anna í göngutúr um Moholt hverfið (17. mars 2007)

Engin ummæli: