Jæja þá var byrjað að horfa á Lost í gærkvöldi. Það var með ráðum gert að byrja svona seint að horfa á þessa seríu þar sem þetta eru svona óþolandi en samt áhugaverðir þættir, sérstaklega þar sem maður er búinn að eyða slatta af klukkutímum í fyrri seríur þá fer maður ekki að hætta núna!
Ágætt samt að þurfa ekkert að bíða neitt alltof mikið eftir þessu. Þættirnir fara rólega af stað og virðist þetta vera svipað og með hinar seríurnar með að teygja lopann endalaust.
Prison Break er á dagskrá í Moholti í kvöld, spennó...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli