21.3.07

Styrkur?

Það hefur borið á því að ýmis fólk sé ósátt við að hafa misst tölvuviðgerðamanninn sinn út úr landi. Mamma hefur t.d. verið að fá mann vinkonu sinnar og Gumma frænda til að reyna að hjálpa henni með eitthvað af þessum ótal tölvuvandræðum sem hún nær að koma sér í, og þau eru sko ekki fá skal ég segja ykkur. Held reyndar að mamma gæti ráðið mann í ca 50% vinnu við að hjálpa henni en það er annar handleggur. Þá virðist sem tölvurnar upp í Kambó sé andsettar því þær ná alltaf að hraka með ótrúlegum hraða. Þetta er bara það helsta!

Ég er að reyna að finna lausn á þessu máli og held ég sé kominn með ágæta hugmynd. Nú gefst fólki tækifæri á að leggja inná mig pening fyrir flugfari heim til íslands og þá skal ég leggja vinnu í það að laga tölvurnar þeirra! Er þetta ekki bara fín hugmynd!

Svo er líka spurning hvort að ég myndi svo fjármagna heimsókn Gísli til Noregs því það er hann sem ég leita til þegar allt er í volli hjá mér, spurning hver hann leitar til :)

Engin ummæli: