Það hefur komið út alveg ótrúlega mikið af góðri tónlist á þessu ári. Í sjálfu sér ekki mikið um ný bönd sem ég er að hlusta á heldur eru sveitir sem ég byrjaði að hlusta á frá árinu 2004-2006 að koma með nýjar plötur.
Þá góða við að fylgjast vel með hvað er að gerast í tónlistinni er að þá getur maður hlustað á miklu meira af nýrri góðri tónlist en maður myndi heyra í útvarpinu.
Hérna eru svo nokkrir diskar sem eru búnir að renna ansi mikið í gegnum itunes/ipod undanfarnar vikur. Þetta er svo mikið að ég ákvað að skipa þessu í A-plötur og B-plötur, þeas A eru mjög góðar og B eru aðeins lakari.
A-plötur:
The Arcade Fire - Neon Bible
Væntingarnar voru mjög miklar og kannski ekki alveg jafn góð og fyrirrennari hennar en ansi góð og verður betri með hverri hlustun.
The Arcade Fire - Ocean Of Noise
Modest Mouse
Ég uppgötvaði Modest Mouse 2004 þegar ég vann plötu með þeim á X-inu. Hef svo eftir það hlustað mikið á efni frá þeim, bæði nýtt og gamalt, þeir eru í 8 sæti á last.fm listanum mínum. Finnst reyndar að þeir mættu sleppa svona 4 lögum á hverri plötu og þá myndu þær verða algjört gull, en frábær tónlist engu að síður.
Modest Mouse - Missed the Boat
Bright Eyes - Four Winds [EP]
Bright Eyes er í toppsætinu hjá mér yfir mesta spilun á Last.fm listanum. Hann gaf út tvær plötur í byrjun árs 2005 og þá byrjað ég sem sagt að hlusta á hann. Hann hefur reyndar gefið út fáránlega mikið efni miðað við aldur. En þetta er sem sagt stutt skífa frá honum og svo er breiðskífa væntanlega seinna á árinu. Góður forsmekkur af því.
Bright Eyes - Reinvent The Wheel
Kings of Leon - Because of the Times
Svipað og með Modest Mouse þá hef ég aldrei hlustað mikið á alveg heilan disk með þeim. En mörg mjög góð lög frá þeim og með nútíma tækni sleppir maður því bara lélegri lögunum.
Kings of Leon - Knocked Up
Klaxons - Myths of the Near Future
Ný sveit sem hefur BBC spáði að myndi slá í gegn á árinu. Svipar nokkuð til Bloc Party og er bara helvíti góð. Svipað og með Bloc Party eru mörg "mix" af lögunum frá þeim á netinu og er það góð viðbót við plötuna. Það er reyndar þannig að ég er byrjaður að fá leið á sumum lögunum. Veit ekki hvað það segir eitthvað um gæðin þó.
Klaxons - Atlantis To Interzone (Metronomy Remix)
Hérna koma svo mjög góðar plötur sem ég nenni bara ekki að skrifa um, Kári er líka orðinn pirraður á pabba sínum.
B-plötur:
Bloc Party - A Weekend in the City
Of Montreal - Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
The Shins - Wincing the Night Away
Clap Your Hands Say Yeah - Some Loud Thunder
Kaiser Chiefs - Yours Truly, Angry Mob
Mika - Life In Cartoon Motion
Þó svo að ég viti að fólk er ekki brjálæðislega áhugasamt um að skrifa eitthvað í comment kerfinu væri gaman að heyra skoðanir fólks á þessum sveitum (þeas ef þær eru einhverjar).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli