Það fyrsta sem Guðrún gerði var að vilja faðm frá frænda sínum og kúrði sig hjá manni, ekki leiðinlegt að fá svona mótökur hjá litlu frænku. Þá var mjög gaman að fylgjast með Kára og Guðrúnu "leika" sér saman. Kári lét stóru frænku ekki vaða yfir sig og barðist fyrir sínu, þó svo að stóra frænka hans hafi nú haft yfirhöndina í flestum tilfellum.
Kynni mín við gönguskíði voru endurnýjuð á föstudeginum og eftir brösótta byrjun gekk ferðin vel. Á laugar- og sunnudeginum var svo skíðað og voru skiptst á að vera á barnavaktinni, þannig að allir komust á skíði. Á mánudeginum var svo tekinn stuttur skíðadagur þar sem við vorum búin að skila húsinu og því ekki með góða aðstöðu til að sinna tveimur börnum.
Oppdal er alveg frábært skíðasvæðið og ekkert smá gaman að komast loksins í almennilega aðstöðu til að stunda skíði. Veðrið um helgina var líka mjög gott en svo á mánudeginum var komið íslenskt rok og ekkert sérstakt skíðaveður.
Mjög skemmilegt heimsókn og ekkert smá gaman að komast aðeins í burtu á skíði. Nú tekur svo alvaran við og maður þarf að leggjast í bækurnar. En annars búið að vera gott frí hjá okkur einnig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli