29.4.07

Skriðdrekinn

Eins og ég sagði frá í seinustu færslu þá er Kári farinn að skríða. Nú er hann alveg óstöðvandi og flakkar enda á milli í íbúðinni.

Hérna er skriðdrekinn á flakki í gær.

27.4.07

Fréttir frá Norge...

Held það sé alveg tímabært að fara láta heyra í sér, þó svo að Snopp sómi sér vel á forsíðunni.

Nú erum við búinn að "planleggja" sumarið. A&K koma "heim" 20. maí og svo kem ég sjálfur í eigin persónu 31. maí, á þeim merkisdagi! Sumarið verður ekki langt í ár því við förum aftur "heim" til Noregs 3. ágúst.

Við verðum bæði að vinna í sumar þannig að ef einhver bíður uppá pössun í einn dag má sá hin sami hafa samband. Fólk verður nú að fá að upplifa að vera með skriðdrekann í einn dag! Talandi um Kára þá gerðist það í beinni útsendingu til H23 í dag að Kári byrjaði að skríða. Þetta er reyndar ekki 100% löglegt skrið, hann er eiginlega á einni löpp og einu hné og fer þannig áfram. Þannig nú verður allt gert fokhelt upp í ca. 1 m.

Af skólnum er það að frétta að það er allt að klárast um þessar mundir. Mikið um verkefna skil á þessum árstíma þannig að það er alveg nóg að gera. Svo er um vika í upplestrar frí og svo byrjar alvaran 21. maí.

Er þetta ekki nóg í bili?

23.4.07

14 ár...

Á maður að trúa því að það séu 14 ár síðan þessi snilld kom út?

21.4.07

Sumar / Snjór

Já þá er sumarið svo sannarlega komið hérna í Þrándheimi, vaknaði við þetta í gær. Veðrinu til varnar, þá er nú komin sól núna en það er samt snjór 21. apríl!!!
Ég sem hélt að vorið væri komið á þessum tíma, silly me.
Annars er bara mikið að gera um þessra mundir í skólanum...

16.4.07

Myndir segja meira en mörg orð

Helgin var mjög góð!

Örvar og Kári úti að leika sér í 15°C og sól (15. apríl 2007)

Svo kemur ein mynd af okkur feðgunum sem ég varð bara að setja inn. Anna keypti þennan bol á Kára fyrir stuttu með það í huga að ég ætti alveg eins bol. Tvíburar?
Feðgar í alveg eins bol (15.04.2007)

Fullt af nýjum myndum inná barnalandi. Anna mun duglegri en ég að setja myndir inn.

11.4.07

Fótbolti

Ég sé fyrir mér úrslitaleikinn...Liverpool - Man utd og auðvitað vinnur Liverpool.

Annars finnst mér alveg djöfullegt að vera mæta Chelsea í enn eitt skiptið, hefði verið gaman að sjá Liverpool mæta Valencia, en svona er boltinn eins og þeir segja.

Martröðin er svo að sjá Chelsea og Man utd í úrslitaleiknum, með hverjum ætti maður að halda með í því einvígi?

10.4.07

Picasa web album

Mamma og pabbi í heimsókn
Var að setja inn myndir frá heimsókn mömmu og pabba. Er að prófa nýja heimasíðu til að geyma myndirnar mínar, klikkið á myndina hérna fyrir ofan til að komast inn.

Þessa myndir eru á Picasa sem er ókeypis forrit frá Google. Maður er með eitthvað í kringum 1 GB svo það ætti að duga mér í nokkuð góðan tíma. Hérna er linkur á síðuna:
http://picasaweb.google.com/orvars

Ég er að spá í að nota þessa síðu undir myndirnar frá heimsóknum og daglegu lífi en flickr verður meira svona ljósmyndatengt...eitthvað þannig, er samt ennþá að skoða þetta allt saman.

Páskafríið var mjög gott og hvíldin var vel þegin. Fórum í matarboð um helgina til Jóa og Kittýar þar sem boðið var upp ljúffenga steinasteik, mjög gott. Svo á páskadag fengum við okkur hreindýr sem var alveg frábært.

En nú tekur hversdagsleikinn aftur við, farinn að læra á fullu enda nálgast skiladagur á nokkrum verkefnum.

8.4.07

Gleðilega Páska

Í dag er Páskadagur og ég fór í Kaþólska messu og svo í skírn frá Rúanda, nei það er ekki fyrsti apríl...

Gleðilega Páska

7.4.07

Photoshop


Myndirnar hérna fyrir ofan eru af föður mínum honum Steingrími þegar hann var ungur. Þessi mynd hangir á ísskápnum í H23 og er ég búinn að laga hana aðeins í Photoshop, vonandi er þetta ásættanlegt.

Svei mér þá að maður sjái nú ekki bara smá af Kára í pabba!

5.4.07

Páskar í Þrándheimi

Nú er Páskafríið formlega byrjað hérna í Þrándheimi. Bærinn er frekar daufur um að litast enda virðist megin þorri íbúa Þrándheims hafa farið eitthvað burt um Páskana. Hvort sem maður er að labba hérna í Moholti eða niður í bæ, það virðist enginn vera á ferð. Flest allar búðir eru lokaðar yfir Páskana. Þetta er annað en heima, mætti samt vera smá millivegur frá því hvernig þetta er hér og heima.

Það var mjög gaman að hafa m&p í heimsókn en þau flugu heim í dag eftir að hafa verið hér í ca. 6 daga. Ég var búinn að lofa þeim að vorið væri komið í Þrándheimi en gat ekki alveg staðið við það. Þó svo að veðrið hafi nú alveg sloppið þá var það nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, kalt og oft rok og rigning. Dagurinn í dag toppaði svo allt því þegar við vöknuðum í morgun var allt hvítt úti, það er svo búið að snjóa í allan dag og einnig nokkuð rok. Var í fréttunum að þetta sé versta Páska veðrið hérna í Norge í mörg ár.

3.4.07

Laugardagurinn góði...

Laugardagurinn síðastliðinn var mjög góður. Anna og Kári komu heim, Mamma og pabbi komu í heimsókn og Liverpool vann Arsenal 4-1. Hvað getur maður beðið um meir?

Það er annars búið að vera mjög gaman hjá okkur í Páskafríinu en ég byrjaði sem sagt í Páskafríinu á föstudaginn. Búið að gera margt: fara í bæinn, nokkra gönguferðir, skoðað útsýnið yfir Þrándheim, næsa nágrenni Þrándheims skoðað og svo í gær var farið til Røros sem er námubær sem er á heimsminjaskrá. Allt þetta var nú mjög gaman en dagurinn í dag fer ekki á topp 10 daga hér í Þrándheimi, 6 tíma búðarráp er ekki minn tebolli.

Liverpool í meistaradeildinni í kvöld en spurning hvor ég þurfi að leyfa liðinu að horfa á Kurt Wallender framhaldsmyndina... maður fær víst ekki að ráða öllu þó svo ég hafi nú náð að láta Jón Hauk og Margréti horfa á meistaradeildina þegar þau voru í heimsókn.