4.5.07

Busy week!

Búið að vera nóg að gera í vikunni.

Fyrsta verkefnið var að "klára" að skrifa ritgerð í Bestandighet, vedlikehold og reparasjon av betongkonstruksjoner. Var að skrifa um rannsóknir á alkalivirkni í steypu, veit æði, ég skal senda ykkur þessa ritgerð ef þið viljið :). Var alla helgina + mánudag að því og ekki get ég sagt að mér hafa fundist það gaman. Á samt eftir að laga hana aðeins áður en ég skila henni inn.

Hópurinn að taka sporvagn heim frá Eivind (02.05.2007)
Næst var það kynning á verkefninu okkar í Experts in Team. Þetta er próflaus áfangi þar sem maður þarf að skila bæði verkefni og svo einskonar vinnumöppu. Gengur aðalega útá að kenna fólki að vinna í hópum. Fínt að læra það en verkefnið sem við fengum var mökk leiðinlegt. Þannig að það er ágætt að við séum að klára þetta.
Um kvöldið bauð prófessorinn öllum heim og var grillað og spjallað. Þó svo að áfanginn er búinn að vera leiðinlegur þá er ég búinn að kynnast fullt af fólki allsstaðar að úr heiminum, sem er mjög skemmtilegt.
Myndir frá EiT eru hér.

Ég og Anna úti að borða á Jonathan (03.05.2007)
Í gær var það svo hittingur hjá Íslendingafélaginu Kjartani hérna í Þrándheimi. Félagið bauð í mat á Jonathan veitingastaðnum og boðið uppá þriggja rétta máltið. Held þetta sé það flottast sem ég og Anna höfum fengið okkur hérna í Þrándheimi. Einhverskonar lax í forrétt, steinasteik í aðalrétt og ostakaka í eftirrétt. Mjög gaman að hitta alla, svona áður en allir fara að loka sig inni fyrir próflærdóminn.

Engin ummæli: