6.5.07

På DVD #II

Kurt Wallander: Brannvegg (2006)
Búinn að lesa nokkrar bækur með Kurt og yfirleitt fundist þær góðar. Þetta er framhaldsmynd í tveimur hlutum sem er bara nokkuð góð. Er hægt að segja að "Kurt klikkar ekki"?
Einkunn: Brandvägg fær 6

The Devil Wears Prada (2006)
Það þekkja allir þessa formúlu, ljóta stelpan verður sæt og gleymir hver hún er í raunveruleikanum. Skil ekki afhverju Meryl Streep var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari mynd, geta ekki allir leikið "tæfu"?
Einkunn: The Devil Wears Prada fær 5

The Holiday (2006)
Fínn hlutinn með Jack Black og Kate Winslet en Cameron Diaz fer eitthvað í mig eftir að hún lék í The Sweetest Thing. Annars alveg ágætis rómantísk gamanmynd ef menn eru fyrir þannig tebolla.
Einkunn: The Holiday fær 6

Casino Royale (2006)
Besta James Bond myndin í langan tíma. Hefði samt verið fróðlegt ef Quentin Tarantino hefði fengið að leikstýra henni. Mjög ánægður með Daniel Craig sem Bond.
Einkunn: Casino Royale fær 8

Blood Diamond (2006)
Góður leikur og góð mynd, lítið um hana að segja.
Einkunn: Blood Diamond fær 8

Hollywoodland (2006)
Ekki vissi ég mikið um fyrsta Superman-inn en þetta er svona lala mynd. Ekki svo góð en ekki heldur slæm.
Einkunn: Hollywoodland fær 5

Little Miss Sunshine ( 2006)
Átti einhvern vegin ekki von á miklu og kom því þessi mynd mér nokkuð á óvart. Flottir leikarar og góður söguþráður.
Einkunn: Little Miss Sunshine fær 9

Children of Men (2006)
Nokkuð furðuleg mynd, áhugaverð pæling en náði mér ekki alveg, bjóst við meiru.
Einkunn: Children of Men fær 6

Music and Lyrics (2007)
Hugh Grant hefur verið að koma sterkur inn, Anna er alltaf fljót að biðja mig um að ná í rómantískar gamanmyndir og er þetta alveg fín þannig mynd.
Einkunn: Music and Lyrics fær 7

The Pursuit of Happyness (2006)
Mjög góð mynd, átti von á einhverju þunglindi yfir þessari mynd en Will Smith er mjög góður og bara heilt yfir mjög góð mynd, kom mér á óvart.
Einkunn: The Pursuit of Happyness fær 8

Night at the Museum (2006)
Átti heldur ekki von á miklu. Hélt að þetta væri svona mynd sem ekkert myndi gana upp og færi því í taugarnar á mér. En alveg fín grín mynd en ekkert meira en það. Held það sé samt kominn tími á að Ben Stiller fari að finna sér eitthver önnur hlutverk, þó svo að hann og Owen Wilson séu alltaf góðir saman.
Einkunn: Night at the Museum fær 7

Babel (2006)
Úff, leiðindi. Hélt ég væri að fara horfa á "Drama/Thriller" en jesús hvað þetta var ekki þannig mynd. Nokkrar sögur fléttar saman svipað og í Crash nema hvað að þetta var bara of artí fyrir mig.
Einkunn: Babel fær 3

Er þetta ekki komið ágætt í bili!

Engin ummæli: