Ekki mikið að frétta héðan um þessar mundir. Er vanalega kominn niður í skóla rétt yfir kl. 8 og svo er lagt af stað heim um kl. 6. Þá hefst eldamennska og snæðingur en eldamennskan fellst aðalega í því að setja pizzu inní ofn eða kannski pulsur í pott. Svo fer það eftir orku hvað maður nennir að læra lengi á kvöldin. Þetta myndi ég segja að væri svona "typical day" hjá mér seinustu tvær vikur ca, interesting!
Horfði á Rocky Balboa í gær. Engin Adrian (lesis með Stallone hreim) núna og boxið alveg í lágmarki. Myndin hefur nú fengið ágæta dóma en aftur á móti hefur það verið í umræðunni að hún hafi fengið fína dóma því seinustu Rocky myndir hafa verið svo lélegar, segi nú ekkert um það. En alveg ágætis mynd. Veit samt ekki alveg hvort hún stendur undir 7, 6 á imdb.
Eikunn: Rocky Balboa fær 6.
Það er greinilegt að Stallone hefur ekki nennt að koma sér oft í form því nýja Rocky myndin og svo Rambo myndin koma nú með ansi stuttu milli bili, ágætt að gera þetta bara í einu!
En nokkuð fyndið með nöfnin á þessum tveimur myndum, Rocky Balboa og John Rambo, ekkert að vera hafa þetta alltof flókið.
Hérna er svo smá forsmekkur af Rambo.
Það er alveg á hreinu að maður þarf nú eitthvað að rifja upp gömlu perlurnar áður en maður horfir á þessa!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli