
Tveir helstu þættir sem við höfum horft á í sumar/haust eru Heroes og Studio 60. Var búinn að heyra góða hluti um þessa þætti en geymdi þá þar sem við áttum nóg með að horfa á alla hina þættina sem á dagskrá voru seinasta vetur.
Vorum að klára Heroes í vikunni og var ég mjög ángæður með fyrstu seríuna af þessum þáttum. Þetta eru svona ofurhetju þættir, kannski svipuð pæling og X-men án þess að það sé komið útí þær öfgar. Það góða við þetta er að nú þurfum við ekkert að bíða eftir næstu seríu, því hún byrjaði í seinustu viku í USA.
Við erum svo ennþá að horfa á fyrstu seríu af Studio 60 eru grín/dramaþættir með Matthew Perry í einu af aðalhlutverkunum. Góðir þættir sem fjalla um lífið í tv bransanum. Það er reyndar búið að "cancel-a" þeim og við það urð þeir aðeins óáhugaverðari hjá manni. En skemmtilegir þættir engu að síður.
Þá hafa fleiri þættir verið á dagskrá hjá okkur. Kláruðum meðal annars 3 seríu af Lost í gærkvöldi og eru þeir þættir eitthvað að skána aftur, allavega betri sería en nr. 2. Verst er að þeir byrja ekki aftur fyrr en í febrúar á næsta ári.
En þetta er gott í bili af hvað er á dagskrá hjá okkur í Moholti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli