5.10.07

Meistaradeildin

Það var stemmning á meistaradeildar leiknum þó svo að úrslitin hafi ekki verið sérlega góð, en Rosenborg tapaði 0-2 fyrir Schalke. Rosenborg komst mjög nálægt því að skora snemma leiks, þegar einn leikmaður Schalke skallaði boltann til baka til markmannsins sem missti hann yfir sig en náði að moka boltanum í stöng og út. Leikurinn hefði nú verið skemmtilegra ef þessi bolti hefði endað í netinu. Annars er ég á því að Schalke hafði skorað ólöglegt markt, það sem sóknarmaður Schalke hafi verið rangstæður þegar hann fékk boltann í fyrsta markinu.

En fúlt að horfa á tapleik og sjá ekki einu sinni mark hjá Rosenborg en gaman engu að síður, og við vorum rosalega góðir í seeeen-inu í Roooooo...seeeeeen...boooooorg.

Ekki hjálpaði til að vita til þess að Liverpool tapaði fyrir Marseille 0-1, um leið og þeir geta eitthvað smá í deildinni þá hverfur öll geta í meistaradeildinni.

En nóg um fótbolta

Engin ummæli: