Ég og Guðni fórum úr vinnunni í hádeginu. Planið var 15 mín upphitun - 50 mín tempó og 10 mín niðurskokk. Hlaupum niður í Elliðaárdal og byrjuðum svo tempóið við stokkinn eftir ca. 2,5 km.
Hlupum út Fossvoginn, svo lykkjuna í kringum HR og aftur að Nauthólsvík eins og í vor/haust maraþoninu og svo aftur tilbaka inn Fossvoginn. Ákveðið að láta þetta duga þegar við komum aftur yfir stokkinn í staðinn fyrir að halda áfram í 5 mín í viðbót. Enduðum í 45 mín og fórum ca. 12 km á 3:45 tempói. Var nokkuð erfitt að halda þessum hraða en það gekk alveg. Vorum báðir nokkuð þreyttir þegar við vorum búnir með þessar 45 mín. Smá mótvindur hér og þar en aðalega hliðarvindur. Svo var skokkað rólega tilbaka. Góð æfing sem hefði verið mun erfiðari ef maður hefði verið einn.
Distance Time Split dis. Split time Pace Text
2.56 00:11:21 2.56 00:11:21 00:04:26 Upphitun
14.7 00:56:56 12.15 00:45:35 00:03:45 Tempó
17.35 01:09:51 2.64 00:12:55 00:04:54 Niðurskokk
Samtals 17.35 km á 1:10 klst
Engin ummæli:
Skrifa ummæli