30. Reykjavíkur maraþonið var haldið á Laugardaginn og eins og undanfarin 2 ár var ég skráður í hálft maraþon. Finnst alltaf gaman að taka þátt í Reykjavíkur maraþoni og var snemma í sumar búinn að ákveða að fara í hálft maraþon. Fór því strax eftir Laugaveginn aðeins að reyna að vinna í hraðanum sem ég vissi að kæmi sér einnig vel fyrir Jökulsárhlaupið. Eftir ágætis æfingavikur var maður því mættur niður á Lækjargötu vongóður um að nú kæmist maður loksins undir 1:20 klst í hálfu maraþoni. Seinustu 4 hálf maraþon sem ég hef tekið þátt í hafa endað á 1:20:xx.
Það var aðeins kalda en ég hélt svona fyrst þegar maður fór út um morguninn en maður fann lítið fyrir því þegar maður hitaði sig upp. Tók hefðbundna upphitun og kom mér svo fyrir á marklínunni. Fór af stað með fremsta hóp. Kári Steinn var fyrstur, einn smá á eftir honum og svo kom okkar hópur sem var bæði maraþon og hálsmaraþon hlauparar. Friðleifur og einn annar slitu sig fljótt frá hópnum en annars var þessi ca. 10 manna hópur saman alveg í gegnum 10km hliðið. Það var mjög þægilegt að hlaupa í þessum hóp, var fínt skjól þegar mestu vindurinn kom á mann á leið útá nes og hraðinn var jafn og góður. Það sleit einn hlaupari sig aðeins frá hópnum útá Eiðsgranda. Vorum aðeins undir 3:40 hraða fyrstu 3km og svo fór þetta að vera meira í kringum 3:41-3:43. Þetta er hraðinn skv. úrinu og gera má ráð fyrir að bæta 2-3 sek við þennan hraða útaf brautinni.
Þá var lítið mál að hlaupa á þessum hraða sem kom aðeins á óvart. Þegar við hlupum svo allir í gegnum 10km hliðið á 37:27 þá tók einn maraþon hlauparinn af stað og datt allt í einu niður á 3:30 pace og þá fórum við hálfmaraþon hlaupararnir 5 í þessum hóp að elta hann, sáum fljótt að við áttum ekkert í þennan hraða og hægðum aftur á okkur. Sá það svo eftirá að þetta var sá sem vann maraþonið á 2:33:45. Eftir að hann fór vorum við eiginlega 5 hálfmaraþon hlauparar sem vorum saman í hóp. Maður fór að finna fyrir þreytu hjá Kirkjusandi og þeirri hækkun sem er þar. Svo var ágætt rúll Klettagarðana og Vatnagarðana, þar fór einn þjóðverji aðeins frá okkur. Ég og Guðni héldum svo áfram að leiða upp Sæbrautina og þegar hæsta punkti var náð þar þá fór svo hraðinn aftur að aukast. Fórum 18 km á 3:34 pace-i en svo kom meiri mótvindur eftir það og hægðist aðeins aftur á okkur km 19 og 20. Seinustu km fór maður að finna mikinn mun á því að leiða hópinn (ég, Guðni og Geir + einn Englendingur) en reyndum að skipta þessu aðeins á milli okkar. Áfram var pakkinn þéttur en þegar um 1 km var í mark þá tók Guðni af skarið og skipti um gír. Sá það fljótt að ég myndi ekki ná að hanga í honum en var ákveðinn að reyna að ná í Þjóðverjanum sem var búinn að vera aðeins fyrir framan okkur. Bilið hélst svo að aukastt í Guðna en ég náði Þjóðverjanum í beygjunni inná Lækjargötuna. Gaf þar í og fór framúr honum, þá tók við hressandi endasprettur og hafði ég hann á endanum. Ekkert smá sáttur við að koma í mark í 6. sæti og á tímanum 1:18:41 sem er bæting um 1:20 mín. Endaði í 4. sæti af Íslendingum en Kári Steinn var fyrstur, Friðleifur í 2. sæti og svo Guðni í 3. sæti.
Vel heppnað hlaup þó svo maður hafi aðeins misst sig eftir 10km að reyna að elta upp 3:30 pace. Alltaf gaman að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og sérstaklega gaman að ná sínum besta tíma í hálfu maraþoni.
Time Distance Sp. time Sp. dis. Sp. pace Avg.HR
0:03:38 1 03:38 1.00 03:38 165
0:07:13 2 03:35 1.00 03:35 171
0:10:52 3 03:39 1.00 03:40 170
0:14:36 4 03:43 1.00 03:44 170
0:18:20 5 03:43 1.00 03:43 169
0:21:59 6 03:39 1.00 03:40 169
0:25:41 7 03:41 1.00 03:42 168
0:29:23 8 03:42 1.00 03:43 167
0:33:04 9 03:40 1.00 03:40 167
0:36:52 10 03:48 1.00 03:49 167
0:40:25 11 03:32 1.00 03:32 168
0:44:04 12 03:39 1.00 03:39 169
0:47:46 13 03:42 1.00 03:42 167
0:51:29 14 03:42 1.00 03:43 167
0:55:13 15 03:44 1.00 03:45 167
0:59:05 16 03:51 1.00 03:52 168
1:02:56 17 03:51 1.00 03:51 168
1:06:31 18 03:34 1.00 03:35 168
1:10:13 19 03:41 1.00 03:42 168
1:13:58 20 03:45 1.00 03:45 169
1:17:30 21 03:32 1.00 03:32 172
1:18:42 21.36 01:11 0.36 03:17 175
Engin ummæli:
Skrifa ummæli