17.12.04

Vel sveitt rokk á köflum...

Það endaði með því að ég fór á Jólatónleika Xins í gær og var það Herra Nesó sem kom með mér eftir að hafa náð flugi í bæinn.
Maður fékk það á tilfinningunni að maður væri vel yfir meðalaldri þegar maður var staddur í anddyri Austurbæjar í gær en það gerði nú ekkert til því ég var allaveganna yngir en nokkrir þarna þar á meðal Styrmir bróðir sem ég hitti.
Þetta gengur þannig fyrir sig að hver hljómsveit tekur þrjú lög og eitt þeirra er jólalag í þeirra útfærslu. Þá komu svona “dúet” hljómsveitir inná milli á meðan “stóru” hljómsveitirnar voru að hafa sig til og gekk þetta bara nokkuð vel fyrir sig og ekki mikil bið á milli sveita.

Annars eru jú allar hljómsveitir mismunandi og það var einnig í gærkvöldi. Þær sem stóðu sig vel voru:
Brain Police, Mugison, Hoffamn, Manhattan og Dáðadrengir. Þá voru flest “dúet” atriðin fín en bestir voru þeir í Hot Damn en bæði Meistarar Alheimsins (Freysi og Gunni Gír) og The Giant Viking Show (Heiðar í Botnleðju) stóðu sig vel. En þær sveitir sem voru ekki góðar eða brugðust vonum mínum voru: Botnleðja, Jan Mayen, Solid I.V. og Friskó.

Alveg magnað hvað hann Mugison er “inn” þessa dagana. En jújú hann er helvíti góður tónlistamaður en vel súr á köflum eins og lag annað lagið sem hann tók á tónleikunum sem minnti frekar á eitt langt rop frekar en söng en þetta var voða “artistic”

Botnleðja voru bara ekki nógu góðir og ég bara fíla þá ekki nógu vel eftir að þeir fóru yfir í ensku. Þá voru Solid I.V. alveg með ágætis lög en jólalagið var alveg hörmung og guð minn góður hvernig þessir gaurar líta út. Söngvarinn er með sítt vel harpix greitt hár sem hann var með í tagli. Gítarleikarinn var í svo grænni skyrtu að hún hefði sést frá mars og í vesti sem ég held að ég hafi fermst í. Þá var trommuleikarinn svona Mötley Crüe týpa sem er ekki alveg að það sé 2004 en ekki 1984. Þá voru Jan Mayen svo sem ágætir er ég bjóst við þeim betri.

En annars ágætir tónleikar þó svo að þetta hafi verið lélegustu Xmas tónleikar sem ég hef farið á. Held að margir hafi verið sammála mér enda var orðið mikið um tóm sæti þegar tónleikarnir voru búnir.

16.12.04

Xmas

Ég ætlaði svo sannarlega að koma mér í jólaskap í dag með því að fara á hinu árlegu Xmas tónleika Xins. En nei, Mitchelin og Jim Bob nenna ekki að fara og Herra Neskaupsstaður sem ætlaði að koma frá Nesó er fastur þar og nær ekki flugi í bæinn, god dem.

Annars gæti maður tékkað á grundarbræðrum og Mumma jájá en ég held einhver vegin að það sé "lost cause" eins og meistari Beck söng hér um árið.

En ef þú er skemmtilegur og þekkir mig endilega hafa samband og þá nenni ég kannski að fara á tónleikana.



14.12.04

Jesús góður...

Liverpool drasl...

annars er það bara vinna vinna vinna

8.12.04

Liverpool, Liverpool, Liverpool

Var á Players áðan að horfa á Liverpool – Olympiakos. Liverpool miklu betri í fyrri hálfleik og Olympiakos skorar úr fyrsta færinu sínu. 0-1 og Liverpool þurfti að skora 3 mörk til að komast áfram. Ég og Kiddi vorum nú ekkert alltof bjartsýnir í hálfleik en vonin lifði nú alltaf í manni um að Liverpool myndi ná að skora 3 mörk í seinni hálfleik.
Það var eins og við manninn mælt, Flo-Po kom inná, skorar, Mellor kom inná, skorar og svo þessi snilld í lokin frá Gerrard. Ég hef aldrei séð annan eins fögnuð við einu marki. Magnað kvöld og þessi kvöldi gleymi ég seint.
Jæja farinn að hlusta á ‘You’ll Never Walk Alone’.

Spennandi kvöld...

Það er mikil spenna fyrir leik kvöldsins í meistaradeildinni. Liverpool fær Olympiakos í heimsókn á Anfield og verður Liverpool að vinna 1-0 eða með meiri mun en tvö mörk ef Olympiakos nær að skora. Þá er Baros orðinn heill sem ætti að hjálpa Liverpool. Ég og Kid Rock ætlum að kíkja á Players og horfa á leikinn þar. Ef menn vilja koma með endilega láta vita.

Annars var Jim Bob að ganga til liðs við veraldarvefinn og er byrjaður að blogga um það sem er “töff”. Veffangið hjá honum er: http://www.blog.central.is/kaseikallinn þannig að tékkið á því sem er töff í dag...

7.12.04

I'm too old for this shit...

Þetta gengur ekki þegar félagar mínir kveikja á Spaugstofunni í “partýi” á laugardagskvöldi. Fyrst voru þeir að gera grín að Uncle G að hann væri örugglega seinn af því að hann væri að horfa á þáttinn en nei það næsta sem þeir taka uppá er að kveikja á sjónvarpinu og horfa á þessa hörmung og voru svona flestir sammála um að það væri nú svona einn til tveir brandarar í þessum þætti. Seinast þegar ég horfði á þennan þátt var svona 98 og þar á undan var það svona 94 en ég fór þá í verkfall gegn þessum ógeðslega leiðinlega þætti, því þá voru þeir hættir að vera fyndnir, en 10 árum seinna eru þeir ennþá á fullu og menn eins og stuðbræður í V15 eru límdir við skjáinn að horfa á sömu ömurlegu karakerana ár eftir ár eftir ár.

Fyrir utan það að hverjum datt eiginlega í hug að senda þessa menn á launum til útlanda að gera tvo Spaugstofu þætti. Eyða skattpeningunum okkar í að gera “gott grín” með fjölskylduna með sér í “vinnunni” því auðvitað þurfa að vera aukaleikarar líka. Af hverju eyðir RÚV ekki peningum í að reyna að búa til einhverja góða íslenska gaman þætti sem aðrir en V15 bræður og ellilífeyris þegar hafa gaman af.

Ekki nóg með það að maður er í “partýi” að horfa á Spaugstofuna þá er mér fyrirmunað að finnast skemmtilegt í bænum lengur. Þannig að næst þegar ég fer að skemmta mér þá vona ég að það verði í sumarbústað eða bara gott partý því ekki ætla ég í bæinn í bráð.

30.11.04

Samkynhneigð?

Var að horfa á Survivor á Skjá Einum í gær, það væri svo sem ekkert frásögu færandi nema hvað í þessum þætti komu fjölskylda/makar/vinir ættingja í heimsókn.

Í gær voru 7 keppendur eftir. 6 kvenmenn og 1 karl. Í þessari heimsókn frá mökum og ættingjum voru þrjár af konunum sem fengu ‘my life partner’ í heimsókn. Það þýðir að 3 af 6 kvenkyns keppendum eru lessur eða 50%. Ég er samt ekki viss um hana Leann en Ami og Scout eru 100%. Leann fannst mér samt segja orðið ‘i love you’ við ‘vinkonu’ sína ansi oft.

Annars hef ég ekkert á móti samkynhneigð. Fólk má gera það sem það vill. Mér fannst þetta bara fyndið af Bandaríkjamönnum sem passa sig yfirleitt að hafa alla minnihluta hópa í svona keppnum. Einn svartur, einn asískur, ein með gleraugu, einn með fötlun, einn feitan, einn homma, eina lessu....and so on.

28.11.04

Afmæli

Hún Anna mín varð 22 ára á fimmtudaginn 25. nóv. og auðvitað verður maður að koma því til skila. Annars var ég að vinna úti á fimmtu- og föstudag þannig að þá komst þetta ekki til skila þá. 25. nóvember var ekki aðeins merkilegur vegna afmælis Önnu heldur voru þau Kiddi (Önnu bróðir) og Laufey að skíra og heitir stúlkan Hrefna Rán sem er einkar glæsilegt nafn þó svo að Örvína sé mun flottara.



Liverpool
Púff hvað maður var stressaður að horfa á Liverpool – Arsenal spila áðan. Mínir menn voru miklu betri allan leikinn og Steven Gerrard snillingur kominn aftur og dreif sína menn áfram. Markið hjá Neil Mellor þegar 20 sek voru eftir var náttúrulega bara tær snilld og langt síðan að ég skemmti mér svona vel yfir Liverpool leik. Loksins er Liverpool að vinna leiki svona á loka mínútunni.
Ég öfunda tengdó fólk mitt mikið en það var í ferð með Liverpool klúbbnum á þessum leik og voru í stúkunni við hliðina á The Kop þegar Mellor skoraði. Á eftir að heyra í þeim. En þetta er sko leikur til að fara út til að sjá Liverpool.
Áfram Liverpool

24.11.04

Nú er ég búinn að vera á lyfinu Lamisil í tæpa þrjá mánuði og á aðeins eina pillu eftir. Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera með sveppasýkingu í tánöglum undan farin tvö til þrjú ár og til að losna við það verður maður að fara í svona pillumeðferð.
Þeir sem eru í áhættuhóp um að fá svona sveppasýkingu eru samkvæmt doctor.is “Ungt fólk, sérstaklega þeir sem ganga mikið í íþrótta- og gúmmískóm”. Þetta er mjög algengt að fólk fá þetta eftir að hafa verið að labba á rassa kuskinu í almennings sturtuklefum. Þannig að nú er ég eins og gamalmennin kominn í inniskó alltaf þegar ég fer í sund og sturtu eftir bolta.

Fyrsta lagi kostar þriggja mánaða skammtur um 45 þúsund hérna heima en ég keypti skammtinn úti á Mallorca í sumar og var hann því meira en helmingi ódýrara.
Í öðru lagi er aukaverkun á lyfinu “Sjaldgæfar: Breyting á bragðskyni”. Ég man eftir því nefnilega að móðir mín fékk nákvæmlega sömu aukaverkun, þannig að maður var ekkert æstur á að fara á þetta lyf. Þó það séu minna en 1% fólks set tekur lyfið sem fær þessa aukaverkun er ég jú með genin hennar móður minnar þannig að það var alveg við þessu að búast.
Þannig að núna hef ég í um 5-6 vikur “misst” bragðskynið eða verið með breytt bragðskyn. Þetta er alveg að gera mann brjálaðan enda bragðast gómsæt Dominos pítsa eins og skósóli og flest allur matur er hálf bragðlaus og með mjög breyttu bragði. Fyrst hélt ég að vatnið í vinnunni væri eitthvað bilað. Byrjaði á að henda vatnsflöskunni, kotasælunni og álíka aðgerðir en þá fatti ég að þetta væri aukaverkun á lyfinu.

En einn dagur eftir og vonandi fæ ég bragðið einhvern tíman í næstu viku og vonandi verða neglurnar á tánum mínum sveppa lausar. Þannig að gómsætur bragðgóður matur fyrir mig alla næsta viku og inniskór á sundstöðunum það sem eftir er.

23.11.04

Super Size Me

Horfði á Super Size Me á sunnudaginn. Var búinn að horfa á For Your Eye Only svo helvíti oft þannig að það var breytt útaf Bond venjunni. Flott mynd og skemmtilega upp sett. Þessi Super Size stærð í Bandaríkjunum er náttúrulega bara algjört rugl. Maður geri sér reyndar ekki alveg grein fyrir stærðunum á þessu þar sem ég horfi á hana ótextaða og þetta var allt í ‘ounce’ og ‘pound’ og örðu drasli. En Super Size er sko algjör Super Size enda ældi hann eftir að hafa reynt að koma fyrsta Super Size’inu niður.

Fín mynd sem fær **1/2 Örlish!

Annars er Liverpool að fara spila við Monaco í kvöld á útivelli með alla aðal framherjana meidda. Ætli maður verði ekki að horfa á þann leik.

22.11.04

Ísklifur

Ég það var svo sannkallaður hetju dagur á laugardaginn. Þá fór ég í mína fyrstu alvöru ísklifursferð. Fór fyrir tveimur árum með Jón Hauki í súrheysturninn í Grafarvogi en nú var komið að alvörunni. Jón Haukur var með okkur Kidda í hálfgerðri nýliðaferð sem var bara mjög fínt. Lagt var af stað um 8 og stefnan tekin á Hvalfjörðinn, nánar tiltekið Múlafjall í Botnsdal í Hvalfirði. Við vorum komnir upp eftir um 10 og þá var það smá labb upp að klettunum. Við förum leið sem heitir Rísandi og er hún í svona 4 þrepum. Ég, Jón Haukur, Kiddi vorum saman og svo Styrmir og félagi hans Freysi voru saman.
Fyrsti hlutinn var eiginlega erfiðastur. Þá var maður ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Ég flækti mig svo við línuna hjá Styrmi og Freysa og fór nokkur mikið af orkunni í að losa þá flækju. Þá hélt Kiddi hann væri að missa puttana af kulda eftir fyrsta hlutann en maður var stundum alveg helvíti kalt á puttunum. Næsta leið var bara lítil og létt og svo næstu tvær kannski álíka erfiðar og fyrsti hlutinn nema að núna kunni maður að beita sér betur og reynslan skein af manni.
En við komumst allir upp í lokin þreyttir og ánægðir og var þetta alveg helvíti gaman.
Þá setti ég myndir inná myndasíðuna mína hérna til hliðar eða bara hér.

Um kvöldið var svo farið í afmæli til Stebba Karls og hélt hann uppá 25 ára afmæli sitt á 11’unni’. Persónulega finnst mér nú alltaf miklu skemmtilegra í heimahúsum en hann kaus að halda þetta á bar. Sjálft afmælið var svo mjög fínt þar sem maður rifjaði upp gamla takta í borðspilinu ‘fúsball’ og annað. Svo fórum ég, Stebbi og Kiddi á Hverfisbarinn þar sem var alveg mökk leiðinlegt. Maður hefði bara átt að fara heim beint eftir afmælið.

15.11.04

Einn bitur

Einn frekar bitur út í fyrrum sambýliskonu sína.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1112163
Alveg ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið barnalegt. 'Ég á parketið...en ég á málinguna á veggjunum, ég keypti sko klósettið fyrir minn pening' :)

12.11.04

Tölvu drasl

Nú lýtur út fyrir að harði diskurinn (120 GB) í tölvunni hjá mér sé ónýtur. Er reyndar með annan 60 GB disk en aðal dótið var inn á hinum disknum eða THE DUDE eins og hann hét nú. Þannig að ég hef tapað öllum ljósmyndunum mínum frá því í ágúst, sem er mesta tjónið, öll tónlistinn sem maður er búinn að vera safna sér í mörg ár er farin og fullt fullt annað sem er mikill missir af.

Djöfull er ég fúll útí þetta tölvudrasl. Af hverju geta þær ekki bara virkað eins og aðrir hlutir. Eftir þetta verð ég duglegri í að eiga ekkert merkilegt bara á tölvunni eða bara draslið eins og þetta ætti nú að heita. Helvítis drasl.

11.11.04

Who the fuck is Steinunn?

Mér finnst þessi nýi borgarstjóri Reykjavíkur eitthvað hálf óspennandi. Steinunn Valdís Óskardóttir, say what? Who the fuck is Steinunn spyr ég bara. Eitthvað voða litlaus og óspennandi kostur, ég held að það hafi sýnt sig að annað hvort þar fólk að vera ‘seriously good looking’ eða vera alvöru karakter. Ekki svo sem að það séu einhverjir betri kostir þarna á ferð en ég held að það sé alveg útilokar að R-listinn hafa hana sem sitt borgarstjóra efni í næstum kosningum. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki borginni í næstu kosningum og Samfylkingin taki landið og þá verður Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra.

Föðursystir

Þá er Anna orðinn föðursystir. Kiddi bróðir hennar og Laufey voru að eignast sitt fyrsta barn 2. nóvember. Þau eignuðust stelpu sem var 52 cm og 16,5 merkur. Myndarleg dama þar á ferð. Til hamingju með þetta, aftur.
Ég mæli með nýmóðins nafninu Örvína Kristinsdóttir :)