27.8.03

Foo Fighters

Dave GrohlFór á Foo Fighters í gærkvöldi og það var ekkert smá gaman........
Vínyl byrjaði og voru góðir, Móheiðar bræður voru ljótir eins og venjulega en kunna að performa á sviði þannig að það er alltaf gaman að sjá þá spila!

Næstir voru hljómsveitin My Morning Jacket og kom hún bara nett á óvart! Fann þetta á netinu!
My Morning Jacket is a four-piece band from Louisville, KY, built solidly around the vocal and songwriting talent of group leader Jim James. Their sound is lonesome, haunting, almost classic country at times, and that voice -- Jim James' voice shares the same section of that old country highway with the familiar sounds of Neil Young, yet sounds right at home here in the world of independent American pop music, alongside contemporary singers like the Flaming Lips' Wayne Coyne and Galaxie 500's Dean Wareham...
Endilega tékkið á þessari hljómsveit, það er hægt að downloada nokkrum lögum á heimsíðunni hjá þeim!

Dave GrohlNæst var komið af Dave Grohl sem kom á sviðið og kynnt hljómsveitina Nilfisk frá Stokkseyri en eins og flestir vita voru þeir að borða á Við fjöruborðið sem er á Stokkseyri og heyrðu í þessu bandi vera æfa og kíktu á æfingu hjá þeim og buðu þeim svo að spila eitt lag. Þetta er 15-16 ára guttar og stóðu sig bara ágætlega! Ég myndi leggja "skónna" á hillinu eftir að hafa spilað fyrir fram troð fulla höll á fyrstu tónleikunum ef ég væri þeir!
Svo var komið af Foo Fighters eða Dave Grohl & Co. því maður er gjörsamlega allt í öllu! Djöfull voru þetta góðir tónleikar og eru þeir þeir bestu sem ég hef farið á!
Þeir tóku alla slagarana og ég hélt að þakið myndi rifna af Höllinni í lokin þegar þeir tóku Everlong!
Hérna eru lögin sem þeir tóku!
All My Life
The One
Times Like These
My Hero
Learn To Fly
Have It All
For All The Cows
Breakout
Generator
Stacked Actors
Low
Hey JP
Monkeywrench
Svo voru þeir klappaðir upp!
Aurora
Weenie Beenie
Tired
Everlong
Sem sagt Dave Grohl & Co. fá **** örslih! Hérna eru myndir frá tónleikunum!

Dave Grohl talaði mikið um að þetta væri besti staður sem hann hefur spilað á! Ha en skrítið að heyra þetta er þetta ekki sagt á öllum stöðum sem hljómsveitir spila á? Annars tala mjög margar hljómsveitir um þetta þannig að það er spurning hvort að þetta sé satt. Chris Martin í Coldplay sagði þetta og hann kom nú aftur! Það er bara spurning hvort að við fáum að sjá Foo Fighters aftur á næsta ári og þá ætla ég að kíkja á þessu mögnuðu hljómsveit aftur!

Engin ummæli: