Alveg magnað hvað þeir þarna á Norðurljósum eru alltaf að starta nýjum útvarpsstöðvum.
Nú er verið að fara setja af stað stöð undir Zombie! Það er ekkert annað Sigúrjón Kjartanson fær bara heila stöð undir rassgatið á sér aftur! Því fyrst þegar þeir fóru af X-inu þá var Radíó stofnað sem Sigurjón stjórnaði.
Annars er ég nokkuð sáttur við þetta. Hlustaði ekkert voða mikið á þá. Samt 1000.000 skrárri þáttur eftir að Dr. Gunni kom inní þáttinn. Allavegana þýðir þetta eitt það eru komnar 3 rokk stöðvar. Zombie stöðin, X-ið og Radíó Reykjvík. Ég hlusta samt mest á X-ið í vinnunni því það er eina stöðin sem næst í gegnum netið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli