Þá hefur síðan loksins fengið upplyftingu. Síðan er núna rauð í tilefni þess að við erum í Noregi.
Það var kominn tími á að uppfæra alla linka og ákvað ég þá í leiðinni að setja upp nýtt "look" á síðuna. Tók mig smá tíma að finna eitthvað sem mér fannst bæta síðuna og er ég nokkuð ánægður með þetta. Á reyndar eftir að gera smá lagfæringar en ekkert voðalega.
Nú er kominn linkur á Kára og einnig helstu bloggin sem ég skoða og einnig búin að uppfæra stubba linkana.
Er að setja inn comment kerfið og teljara og þá ætti þetta að vera að mestu komið. Hvað finnst ykkur um þetta?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli