
Það var nefnilega þannig að Rosenborg vann Brann 1-3 í gær og eru því komnir með 9 fingur á titilinn. Það eru tveir leikir eftir og Rosenborg er með 6 stiga mun á Brann og mun betri markatölu.
Þannig ef allt fer eftir áætlun þá tekur Rosenborg á móti titlinum sunnudaginn 29. okt.
En það má geta þess að við fjölskyldan ætlum að skella okkur á leikinn, já öll fjölskyldan, Kári og allt.
Við erum nokkrir íslendingar sem ætlum saman. Það verður örugglega ótrúleg stemmning á vellinum og ekki væri það leiðinlegt ef það tækist að landa titlinum.
Það má geta þess að eftir sumarfríið í norska boltanum hefur Rosenborg halað inn 36 af 38 stigum. Held líka að þá hafi nýr þjálfari tekið við en það er Knut Tørum, takk fyrir það.
Áfram Rosenborg, svo er það bara meistaradeildin á næsta ári :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli