5.10.06

Guðrún 1 árs

Til hamingju með afmælið í gær litla frænka. Guðrún Jónsdóttir er sem sagt orðin eins árs og við missum því miður af fyrsta afmælinu hennar. Hún fær þó pakka sendann til landsins.

Hérna eru frændsystkinin saman í H23 áður en Kári fór til Noregs.
Það er svo langt síðan að maður sá hana seinast og verður gaman að sjá hana um jólin hlaupandi um eins og skæruliði :)

Þá óska ég eftir því að foreldrar hennar sendi myndir af henni til okkar ekki seinna en strax. Einnig væri gaman að fá fleiri myndir af þeim tveimur saman (á sama tíma og þessi mynd var tekin). Senda þær á steingri@stud.ntnu.no :)

Segjum það í bili.

Engin ummæli: