
Helgin var góð hérna í Þrándheimi, á laugardaginn fórum við í helgargöngutúrinn niður í bæ og löbbuðum þar um og skoðuðum bæinn og á sunnudeginum var labbað um svæðið hérna í kring. Næsta helgi verður mjög skemmtilegt því þá er von á mömmu og pabba í heimsókn. Við ætlum að finna eitthvað skemmtilegt að gera með þeim en þau koma nú aðalega til að sjá meistarann eins og pabbi kallar Kára.
Nóg í bili.
He det bra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli