
Við fórum fyrst í pizzuboð til Jóhanns og Kittýar og svo héltum við öll á leikinn. Lerkandal Stadium er mjög flottur völlur og var alveg troð fullur á sunnudaginn í snjókomunni. Kári var mjög góður allan tíman, svaf í fyrri hálfleik og svo horfði hann áhugasamur á seinni hálfleik.

Viking voru aðeins betri í fyrri hálfleik en Rosenborg voru svo betri í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik. Sungið og trallað og þetta var mjög gaman.
Mun flottari völlur en Craven Cottage sem við fórum á í fyrra.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli