Jæja það var tekið gott átak í að setja myndir á netið um helgina. Nú eru nýjustu myndirnar frá gærdeginum, uss hvað maður er duglegur.
Það er nefnilega þannig að þegar maður er duglegur að blogga og setja myndir á netið þá er ég jafn lélgur að læra.
Þá er von á Kareni (vinkona Önnu) og Víði Frey (syni hennar) á morgun (mánudag). Það verður mjög gaman að fá þau í heimsókn og sjá Víði Frey sem hefur örugglega stækkað heil mikið síðan við sáum hann seinast.
Erum að græja okkur upp til að fara á Rosenborg-Viking. Aðeins meira prógram þegar maður er með lítinn pjakk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli