
Þá er fyrsti snjórinn kominn hérna í Þrándheimi. Snjóaði svona 10 cm í nótt og var allt skjanna hvítt í morgun þegar ég tók þessa mynd.
Það var nú ekkert sérstaklega auðvelt að hjóla í skólan þó svo að það felist nú aðallega í því að láta sig renna. En ekki var mikið frost þannig að fljótlega byrjaði að rigna, þó svo að veður guðirnir eiga eitthvað erfitt með að ákveða sig hvort það eigi að snjóa eða rigna.

Við létum það ekki á okkur fá og fórum í göngutúr í rigningunni og slabbinu þegar ég var loksins búin með öll verkefnin sem ég átti að skila í vikunni. Hérna er Anna og Kári fyrir ofan íbúðina okkar eftir göngutúrinn. (Íbúðin okkar er hægra megin á myndinni).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli