30.4.08

Fótbolti

Já það verður horft á fótbolta þetta miðvikudagskvöldið, alveg eins og seinustu tvö þriðjudags og miðvikudagskvöld. Í kvöld mætast nefnilega Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er þetta seinni leikurinn í undan úrslitum meistaradeildarinnar, fyrri leikurinn fór 1-1.

Spá kvöldsins:
Chelsea 1 - Liverpool 1, Drogba og Torres með mörkin. Liverpool tekur þetta svo í vító. Þrátt fyrir þessa spá er ég ekkert sérlega bjartsýnn fyrir leik kvöldsins (ekki frekar en vanalega þegar kemur að Liverpool).

Jæja maturinn eldar sig ekki sjálfur.

25.4.08

Gleðilegt sumar

Þá er víst komið sumar heima á Fróni. Í tilefni sumardagsins fyrsta voru grillaðar pylsur og bananar með súkkulaði úti í góða veðrinu. Veðrið er búið að vera frábært hérna í Þrándheimi alla vikuna og gaman að geta sótt Kára á leikskólann og leikið úti í góða veðrinu. Það er erfitt að draga börnin inn í svona góðu veðri og vilja flest öll börnin stoppa á rólóinum hérna fyrir utan og er því mikið líf hérna í Moholti þessa dagana.

En eins og ég sagði þá var ákveðið að nýta góða veðrið og borða "kvöldmatinn" úti. Grillaðar voru gómsætar SS pylsur og ekki var slæmt að fá grillaða banana í eftirrétt. Vonandi heldur vorið áfram að vera svona gott (þó svo að það sé spáð rigningu um helgina).

Til að nýta góða veðrið ennþá meira þá ákvað ég að fara út að hjóla í gærkvöldi. Stefnan var tekin á Bymarka og ætlaði ég að hjóla langleiðina uppá topp á Gråkallen (552 m.y.s.) sem er fjallið hérna á móti okkur í dalnum. Þessi hjóla túr var aðeins lengri en ég hélt en útsýnið var alveg frábært þegar maður var loksins kominn upp (með smá labbi). Gaman að fara út að hjóla og er þetta eitthvað sem ég ætla að reyna gera meira af þegar maður kemur heim.

En ástandið í dag er bara nokkuð gott eftir 1 klst og 56 mín. hjólatúr (með smá stoppi uppi). En djöfulli var kalt að bruna niður þessa ca. 500 metra á hjólinu án hanska. Þegar ég hélt að puttarnir væru að detta af þá tók ég uppá því að klæða mig úr sokkunum og notaði þá sem hanska, já maður getur verið sniðugur.

24.4.08

if setning

Þetta er án efa lengsta if setningin sem ég hef gert í excel:

=IF(N4="Kamstål B500C";IF(O5=200;(LOOKUP($O$6;$B$8:$B$12;$D$8:$D$12));IF(O5=265
;(LOOKUP($O$6;$B$8:$B$12;$E$8:$E$12));IF(O5=320;(LOOKUP($O$6;
$B$8:$B$12;$F$8:$F$12));IF(O5=400;(LOOKUP($O$6;$B$8:$B$12;
$G$8:$G$12))))));IF(N4="Gjengestang_K4.6";IF(O5=200;(LOOKUP(O6;
$B$13:$B$16;$D$13:$D$16));IF(O5=265;(LOOKUP(O6;$B$13:$B$16;
$E$13:$E$16));IF(O5=320;(LOOKUP(O6;$B$13:$B$16;$F$13:$F$16));
IF(O5=400;(LOOKUP(O6;$B$13:$B$16;$G$13:$G$16))))));IF(N4=
"Gjengestang_K5.6";IF(O5=200;(LOOKUP(O6;B17:B18;D17:D18));
IF(O5=265;(LOOKUP(O6;B17:B18;E17:E18));IF(O5=320;(LOOKUP(O6;
B17:B18;F17:F18));IF(O5=400;(LOOKUP(O6;B17:B18;G17:G18))))));
IF(N4="Gjengestang K8.8";IF(O5=200;(LOOKUP(O6;$B$19:$B$20;
$D$19:$D$20));IF(O5=265;(LOOKUP(O6;$B$19:$B$20;$E$19:$E$20));
IF(O5=320;(LOOKUP(O6;$B$19:$B$20;$F$19:$F$20));IF(O5=400;
(LOOKUP(O6;$B$19:$B$20;$G$19:$G$20))))))))))

Já excel getur verið hressandi

22.4.08

Spennó

Það verður háspenna lífshætta í kvöld þegar Liverpool mætir Chelsea á Anfield. Það er kominn nettur spenningur í mann fyrir þessa viðureign, þriðju undanúrslitin á móti Chelsea á 4 árum er náttúrulega bara rugl.

Spá kvöldsins er 1-1, Gerrard og Cole með mörkin.

Er samt mjög hræddur um að nú sé kannski kominn tími á að heppnin falli með Cheslea í þessari keppni.

Ég hafði þetta að segja um leikinn í fyrra.

Annars er maður bara á fullu í verkefninu, búin að vera heima undanfarið að læra, ágætis tilbreyting.

19.4.08

Heimsókn nr. 5/6

Held það sé kominn tími á að láta heyra aðeins frá sér.

Mikið stuð að segja muuu í heimsókn á Voll gård (13.04.2008)

Tengdó voru í heimsókn í seinustu viku og fóru heim til Íslands á mánudaginn. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn en aftur á móti var í þetta skiptið aðeins erfiðara að finna eitthvað nýtt að gera. Við fundum þó margt áhugavert sem bæði við vorum ekki búin að gera og einnig eitthvað sem átti eftir að sýna þeim.

Farið var í Vísindasafnið hérna í Þrándheimi (sem ég hafði mjög gaman af), öndunum var gefið brauð við Nidelva, Korsvika var skoðuð og svo var farið í ferð á bóndabæinn Voll gården ásamt fullt af öðru skemmtilegu.

Kári hafði mjög gaman af hafa afa sinn og ömmu í heimsókn og notaði þau óspart í að láta stjana við sig.

Anna ásamt Kára lagðist svo í veikindi og var Anna alveg off frá sunnudegi til miðvikudags á meðan Kári fékk augnsýkingu og kvef. Hressandi veikinda vetur að baki og vonandi fer þetta nú að minnka.

En góð heimsókn og næst á dagskrá eru það Kiddi, Laufey og Hrefna Rán sem koma í maí.

Ég, Anna og Kári fyrir utan bygginguna sem ég er með les aðstöðu í (miðjuglugginn vinstra megin á myndinni).

Annars er maður bara búinn að vera vinna í verkefninu og gengur það ágætlega þó svo að stressið varðandi það sé að fara stigmagnast.

11.4.08

Tónlist í kvikmyndum

Mér finnst alltaf stór plús við kvikmyndir þegar þær eru með góða tónlist, annað hvort eitthvað ferskt og nýtt eða þá gamalt og gott. Væri reyndar hægt að bæta við öðrum flokki með lögum sem maður myndi aldei heyra ef það væri ekki fyrir tilstuðlan myndarinnar.

Hérna eru nokkur frábær lög að mínu mati, vær så god!

Kvikmynd: Things We Lost in the Fire (2007)
Lag: The Velvet Underground - Sweet Jane (1970)



Kvikmynd: The Darjeeling Limited (2007)
Lag: Peter Sarstedt - Where Do You Go To (My Lovely) (1969)



Kvikmynd: Into the Wild (2007)
Lag: Eddie Vedder - Guaranteed (2007)



Kvikmynd: Juno (2007)
Lag: The Moldy Peaches - Anyone Else But You (2001)

9.4.08

Fótbolti er skemmtileg íþrótt

Langt síðan ég var svona spenntur yfir fótbolta leik, úff hvað er stundum gaman að styðja Liverpool.

Auðvitað getur fótbolti verið ósanngjörn íþrótt en stundum dettur þetta bara með öðru liðinu. Ef þetta var víti í gær þá átti Arsenal að fá víti í fyrr leik liðina. En þó svo að þeir hefðu fengið víti þá þýðir það ekki að þeir hefðu farið áfram.

Magnað hjá Liverpool að koma tvisvar til baka eftir að hafa lent undir. Ég hafði engar áhyggjur eftir fyrsta markið, var nokkuð viss um að Liverpool myndu skora í þessum leik, sem og þeir auðvitað gerðu. Torres er alveg yndislegur og Babel með frábæra innkomu.

Hérna eru mörkin úr leiknum:


Á lið sem er með Senderos í liðinu skilið að komast í undanúrslit?

Annars er það Chelsea í undanúrslitum í þriðja skiptið á fjórum árum.

8.4.08

Sandkassinn

Það gerðist frekar lítið markvert um helgina. Anna var að vinna og ég og Kári því að dunda okkur saman. Fórum í hjólatúr og svo var aðalstemningin úti á róló í sandkassanum. Loksins er maður farinn að geta leikið sér í sandkassanum aftur eftir veturinn. Verst hvað það er leiðinlegt þegar Kári skemmir fyrir manni, getur verið mjög erfitt að byggja flottan sandkastala þegar maður er með einn 20 mánaða sem hjálparhellu. Nú er Jói fluttur úr Moholtinu þannig að þá þarf ég að finna mér einhvern annan til að byggja sandkassa með, ekki nema að maður fari einn út til að geta verið í friði. Segi svona.

Annars fáum við heimsókn í kvöld. Tengdó að koma í heimsókn og mikil tilhlökkun í hópnum fyrir því. Ekki skemmir að fá flotta matarsendingu með frá Íslandinu.

Spá fyrir kvöldið: Liverpool 1 - Arsenal 0, mikið spenna komin í mann fyrir þennan leik.

Þá er það ekki lengra í bili.

5.4.08

Áhorf nr. 1

Into the Wild (2007)
Þessi bíómynd er gerð eftir bók sem fjallar um ævintýramanninn Christopher McCandless. Hún fjallar um ungann mann sem ákveður eftir að klára menntaskóla að fara og búa í náttúrunni. Gefur allar sínar eigur og húkkar sér far út í óbyggðirnar. Á leiðinni lendir hann í skemmtilegum ævintýrum og hittir skemmtilegar persónur.

Frábær mynd í alla staði. Góð leikstjórn, frábær leikur og sagan sögð á mjög skemmtilegan hátt þar sem sagan ferðast fram og aftur í tíma.
Hérna er bíóbrot úr myndinni.

Einkunn: Into the Wild fær 9.

Dan in Real Life (2007)
Fjallar um ekkil sem á þrjár dætur og fer að hitta alla fjölskyldu sína í fjölskylduboð. Þar hittir hann mjög áhugaverða konu sem hann virðist fella fyrir bara til að komast að því að þetta er kærasta bróður hans. Góð skilgreining er Drama, rómantík og grín.

Veit ekki alveg hvað maður á að segja um þessa mynd. Hún daðrar við framhjáhald og það lætur manni alltaf líða hálf ansaleg í bíómyndum en aftur á móti eru á ferð greinilegir sálufélagar og það gerir þetta hálf vandræðalegt allt saman. Svo eru þetta fjölskylduboð (sem nær yfir nokkra daga) full mikið "happy happy joy joy" á tímum. En Steve Carell leikurinn ekkilinn mjög vel og lætur manni finna til með honum. Eftir að maður varð foreldri þá er einhvernveginn öðruvísi að horfa á svona myndir, maður finnur meira til með persónunum (kannski er maður bara að verða svona gamall).

Fín mynd sem gengur lítið út á grín, bara svo fólk haldi ekki að það sé að fara sjá Steve Carell í sínu vanalega hlutverki. Hérna er bíóbrot úr myndinni.

Einkunn: Dan in Real Life fær 7.




In the Valley of Elah (2007)
Þetta mynd fjallar um föður sem leitar af týndum syni sínum sem er nýkomin heim úr stríðinu í Írak. Hann fær svo hjálp frá staðarlöggunni sem aftur á móti fær litlar þakkir fyrir frá bæði starfsfélögum og svo einnig herlöggunni. Þessi mynd er nokkurskonar stríðsádeila á stríðið í Írak.

Ágætis drama / ráðgátu bíómynd en ég bjóst við henni betri.

Einkunn: In the Valley of Elah fær 6.

Snakes on a Plane (2006)
Skemmtilegri mynd en ég bjóst við, eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndum um snáka í flugvél. Samuel L. Jackson er að flytja vitni í máli gegn einhverjum glæpon sem fyllir flugvélina af snákum.

Heilalaus spennumynd sem þjónar alveg sínu hlutverki.

Einkunn: Snakes on a Plane fær 6.

Michael Clayton (2007)
Lögfræði tryllir/drama um Michael Clayton sem er svona "reddari" fyrir stórt lögfræði fyrirtæki, vinur hans missir svo alveg vitið í einhverju risastóru máli og er hann fenginn til að sjá um vin sinn og kemst að ýmsu sem best er að fara ekkert nánar útí.

Nokkuð langt síðan að ég sá hana en þetta er mjög góð mynd.

Einkunn: Michael Clayton fær 8.

En stóra spurning er hvað finnst þér? Hefur þú séð eða langar þig til að sjá eitthvað af þessum bíómyndum?

4.4.08

Áhorf nr. 2

The Darjeeling Limited (2007)
Þessi mynd fjallar um þrjá bræður hafa ekki talað saman í heilt ár og hittast í Indlandi til að "finna sig aftur og ná að tengjast". Wes Anderson leikstýrir og skrifar þessa mynd þannig að maður veit nokkurn vegin við hverju er að búast. Hann hefur meðal annars gert myndir eins og Rushmore, The Royal Tenenbaums og The Life Aquatic with Steve Zissou, allt frekar sérstakar myndir sem sumir fíla og aðrir hata. Þessi mynd er ekkert ósvipuð í stíl og aðrar myndir frá Anderson og því má búast við að þeim sem líkar ekki fyrri verk hans eiga að halda sig frá þessari mynd. Hérna er bíóbrot úr myndinni.

Persónulega finnst mér nokkuð gaman af þessum myndum þó svo ég sé nú ekkert að missa mig yfir þessu. Það er sérstök stemmning yfir þessum myndum og eins sem heldur henni gangandi er skemmtilegur frásagnar stíll. Owen Wilson, Adrien Brody og Jason Schwartzman eru góðir í sínum hlutverkum.
Einkunn: The Darjeeling Limited fær 6.

Varg Veum - Bitre blomster (2007)
Myndin fjallar um einkaspæjarann Varg Veum sem leitar af ungri stelpu sem týnist og inni söguna flækjast starfsmenn efnaverksmiðja. Þetta er myndaröð með nokkrum myndum sem gerð er eftir skáldsögum og svipar til Erlends á Íslandi og svo Kurt Wallander í Svíþjóð. Kvikmyndatakan og allir litir eru svipaðir og íslenskum bíómyndum.
En fín spennumynd en ekkert meira en það, hef alltaf lúmskt gaman af því að horfa á norskar bíómyndir.
Einkunn: Varg Veum - Bitre blomster fær 6.

American Gangster (2007)
Frábært glæpamynd (löggu/bófa mynd) í alla staði. Góður leikur og skemmtilegt handrit. Fjallar um upprisi fíkniefnakóng (Denzel Washington) í New York og svo löggu (Russell Crowe) sem er að vinna í sérstakri sérsveit sem vinnur gegn fíkiefnum. Flott mynd ekkert flóknara en það. Hérna er bíóbrot úr myndinni.
Einkunn: American Gangster fær 8.

The Heartbreak Kid (2007)
Er ekki kominn tími á að Ben Stiller fari að finna sér nýtt hlutverk? Ætlaði að horfa á eitthvað léttmeti eftir frábæran og langan páskadag en þá gerði maður þau mistök að velja þessa mynd.

Þessi mynd fjallar um mann sem ákveður eftir nokkur misheppnuð sambönd að demba sér útí djúpulaugin og giftast eftir stutt samband. Svo kemst hann náttúrulega að því að gellan er klikkuð og þau ná engan vegin saman. Hittir svo sína sönnu ást í brúðkaupsferðinni og þannig gengur þetta út myndina. Þessi mynd byrjar ágætlega en svo missir hún marks og maður verður hálf pirraður á að horfa á þessa vitleysu, og yfirleitt þykir mér þannig myndir leiðinlegar. Hérna er bíóbrot úr myndinni.
Einkunn: The Heartbreak Kid fær 4.

Aðrar myndir:
The Brothers Solomon (2007) fær 3.
Balls of Fury (2007) fær 5.
Big (1988) fær 5.

En stóra spurning er hvað finnst þér? Hefur þú séð eða langar þig til að sjá eitthvað af þessum bíómyndum?

Skattman

Kláraði skattinn í vikunni og eins gott að maður fái ekki enn eina rukkunina í ágúst. Með flóknara móti í ár. Búin að kaupa lóð, taka lán og svo biðja um skattalega heimilisfestu, vonandi var þetta nú allt gert rétt þetta árið.

Það var svo miðvikudaginn að það var bankað uppá hjá okkur, maður er alltaf nokkuð hissa þegar maður fær óvænta heimsókn og fer maður spenntur til dyra. En í þetta skiptið var það ekki sérlega skemmtileg heimsókn því í hurðgættinni stóð rukkari NRK (Norska ríkissjónvarpsins). Þannig að það lítur út fyrir að við þurfum að borga 800 kr norskar fyrir að hafa sjónvarp þessa fái mánuði sem eftir eru af dvöl okkar hérna í Norge.

Búinn að vera latur í blogginu en hérna er smá frá NRK1 sem er alveg helvíti fyndið:
Danish language


More danish language



Magnað hvað norskan er fallegt tungumál miðað bið þetta baunamál, þakka guði fyrir að maður sé ekki að læra með kartöflu í munninum.

1.4.08

100.000

MT 377 eða bara Megatuss 377 eins og við þekkjum hann lauk merkum áfanga í dag. Í dag datt nefnilega kílómetra mælirinn í 100.000 km en það var Anna sem átti heiðurinn af því að rúlla kerrunni yfir þennan merka áfanga.

Þegar ég fór að taka myndir af honum í kvöld þá var km mælirinn í 100.016 km, eins og sést á myndinni. Megatussan fékk svo þvott um helgina í tilefni dagsins.

En ég er ótrúlega ánægður með þennan bíl, er að vera 10 ára gamall á næsta ári og hefur aldrei bilað. Dýrasta viðgerðin á honum var eitthvað um 15 þús kr. en það var til að laga svissinn (þar sem lyklarnir eru) því það var eitthvað erfitt að kveikja á honum. Vona samt að ég sé ekki að setja jinx á bílinn með að segja þetta.

En ég vil bara segja, til hamingju með áfangann við kaggann minn.