10.3.08

Sól, skíði og ut på tur

Kári, Kristin, Ola, Haakon og Anna í mat (07.03.2008)

Á föstudaginn buðum við vini Kára frá leikskólanum og fjölskyldunni hans í mat. Kári var búinn að vera heima sökum þess að hann tók upp á því að æla í rúmið sitt um nóttina og fór hann því ekki á leikskólann á föstudeginum, þó svo að heilsan hafi svo verið fín. Því var ákveðið að hætta ekki við matarboðið. Kári var búinn að vera tala um Ola vin sinn allan daginn var mjög glaður að sjá hver dinglaði á bjöllinni um kl. 17:30. Þeir léku sér mikið saman, hoppuðu í rúminu og borðuðu snakk og súkkúlaði köku, mikið fjör hjá þeim félögum og gaman að sjá hvað þeir eru góðir vinir. Þegar svona mikið stuð er á mannskapinu þá voru það ansi þreyttir vinir sem kváðu hvorn annan um 8.

Mikið stuð hjá Kára í lyftunni (08.03.2008)

Á laugardaginn var svo farið á skíði í ekkert smá flottu veðri, sól og um 5°C hiti. Kári fékk að prufa nýju skíðin sín og gekk það alveg ágætlega. Fórum ca. 4 ferðir í barnalyftunni og stóð minn maður ágætlega í lappirnar, honum fannst reyndar skemmtilegast að vera í lyftunni en það er annað mál. Svo fórum við eina ferð alveg uppá topp í barnalyftunni og eftir ca. hálfa ferð niður gafst Kári upp enda búinn að vera mjög duglegur að vera á skíðunum sínum.

Anna, Heiða og Krummi í góðu stuði upp í Vassfjellet (08.03.2008)

Krummi og Heiða komu með okkur uppeftir og það sem eftir var af deginum var notaðir í að skíða, stökkva, detta og hlæja mikið. Dagurinn var nýttur vel enda vorum við upp í fjalli frá ca. 10 til 16:30. Lofa myndum bráðlega þar sem kemur sérlega góð sería af Krumma reyna heljarstökk. Svo er hægt að finna myndir á fésbókinni hennar Heiðu af okkur Krumma reyna að "renna" á "rail-i", gekk ekkert sérlega vel og var mikið hlegið við þessar tilraunir.
Hérna ætti að vera linkur á myndirnar hennar Heiðu (veit ekki hvort að fólk þarf að vera skráð á facebook til að sjá þetta).
http://www.facebook.com/album.php?aid=41687&page=1&id=714490148

Haakon, Kritin, Ola, Anna og Kári ut på tur (09.03.2008)

Á sunnudaginn var svo farið í alvöru norskan "ut på tur" með Haakon, Kristin og Ola (sömu og voru í mat á föstudaginn). Við gegnum upp að einu af vötnunum í Estenstadmarka og þar var svo gerður varðeldur að norskum sið, svo var tekið uppá því að grilla innbakaðar pylsur og banana með súkkulaði. Algjör snilld að prufa að fara í alvöru norskan "ut på tur" og hvað þá að láta norsarana kenna sér fræðin. Aftur var mikið fjör hjá vinunum Ola og Kára og gaman að láta draga sig á snjóþotu og líka að fá að vera í burðarpokum á bakinu á foreldrum sínum, og auðvitað þurftu þeir alltaf að gera eins.
Anna yfirgrillari að grilla innbakaða pylsu í Estenstadmarka (09.03.2008)

Jæja þá er maður mættur í skólann og ætli það sé ekki best að koma sér í lærdóminn. Myndir komnar inná barnaland frá helginni og ég set myndir inn fljótlega, vonandi í kvöld.

Engin ummæli: