Þá eru m&p komin og farin. Helgin var mjög góð og við náðum að túristast alveg helling með gamla settinu.

Þau komu sem sagt á föstudaginn og var nú lítið gert þann dag en á laugardeginum var farið í langa gönguferð niður í bæ. Þar löbbuðum við meðfram Nidelva, um gamla bæinn og fengum okkur svo að borða í Solsiden sem er gamall slippur, mjög flott svæði.
Eftir það héldum við áfram um miðbæinn og skoðuðum einnig Nidarosdomen. Ágætis afrek þetta og Kári svaf allan tíman. Um kvöldið var svo eldað lambalæri sem m&p komu með frá Íslandi.
Sunnudagurinn var nú ekki síðri í gönguferðum. Fyrst förum við gangandi Kristiansten festning og skoðuðum okkur um þetta gamla virki og náðum góðu útsýni yfir miðbæinn. Fínt að fara eitthvað sem maður hefði ekki komið áður.
Seinna um daginn var svo farið í aðra gönguferð upp að Estanstadhyttu og skoða skógin og vötnin þar í kring. Ekki var þá allur kraftur úr liðinu heldur fórum við einnig í Tyholts turninn sem er 120m hár sjónvarpsturn með veitingarstað í ca. 75m. Ætluðum að fá okkur kaffi um 5 leitið en þá var Norðmaðurinn mættur í kvöldmat þannig að við slepptum því.
Góð helgi sem var alltof fljót að líða. Fínt að fá smá frí frá skólalífinu og þetta var eins og að skreppa aðeins til útlanda, eða svona næstum því. Frábært að fá svona heimsókn.
Myndir fara svo bráðlega að koma á netið, lofa samt engu, nóg að gera í skólanum þessa dagana.