30.8.06

Nýjar myndir.

Jæja var að setja fullt af nýjum myndum inná heimasíðuna mína. Er reyndar ekki það nýjasta en fullt fullt af myndum af litla manninum ásamt fyrsta göngutúrinum og kveðjumatarboðum.

Þetta er allt hérna:
http://www.flickr.com/photos/orvars/

Er svo að vinna í því smá saman að skrifa við myndirnar. Endilega skráði ykkur inn og kommentið.

Þrándheimur

Þá er maður búinn að koma sér nokkuð vel fyrir og er íbúðin öll að koma til. Munar strax um það að ganga frá öllu og koma sínu dóti fyrir, verður strax heimilislegra. Svo fer maður eina, tvær ferðir í IKEA og þá verður þetta algjör höll. Gangurinn er ekki eins slæmur og ég gaf til kynna fyrst því hann var greinilega þrifinn daginn eftir að ég kom.

Ég get því miður ekki birt neinar myndir fyrr en á laugardaginn því myndavélin er batteríslaus og hleðslutækið kemur ekki fyrr en á föstudaginn þegar Anna kemur.

Það er búið að vera ótrúlega erfitt að vera frá Önnu og litla snáðanum svona marga daga en sem betur fer er biðin brátt á enda en Anna, Snáði og tengdó Rut koma á föstudagskvöldið.

Þegar ég mætti á mánudaginn í skólann var allt komið á fullt og fór mánudagurinn aðalega í eitthvað skriffinnsku dót ásamt því að fara í einn tíma. Þetta er allt að koma en ég ætla að blogga meira um skólann á morgun eða bráðlega.

Ørvar i Trondheim

29.8.06

Ferðasaga

Miðvikudagur:
Lagði af stað frá Kópavoginum fagra um kl. 20:30. Veðrið var fínt til að byrja með en þegar ég var kominn til Víkur þá var farið að dimma og einnig byrjaði að rigna en sem betur fer var það ekki langur kafli. Leiðinlegasti kaflinn var svo á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavíkur. Þá var þoka, rigning og niðamyrkur, ekki bætti úr skák þessar helvítis rollur sem voru alltaf á veginum, var næstum því búinn að strauja á þær tvisvar sinnum. Tók svo Öxi yfir til Egilsstaða þar sem ég var kominn um kl. 4:30 og þar gisti ég nóttina.

Fimmtudagur:
Eftir 3 tíma svefn vaknaði ég og lagði af stað til Seyðisfjarðar. Það var gott veður á Egilsstöðum en mikil þoka á Seyðisfirði. Ég var kominn í röðina til að fara um borð í Norrænu um kl. 9:30. Skipið lagði svo af stað um kl. 12:30 var mjög flott veður þegar skipið sigldi á brott. Var uppi á dekki þegar skipið sigldi frá Íslandi en svo fór maður að skoða skipið. Svo var lagt sig, fengið sér að borða og horft á bíómynd og farið snemma í háttinn.

Föstudagur:
Um kl. 3 var maður vakinn og sagt að maður kæmi til Færeyja eftir klst og það reyndist svo rétt. Fór því snemma framúr og var kominn á stjá í Færeyjum um kl. 5:00 á íslenskum tíma (6:00 í Færeyjum). Skoðaði mig svo um gamla bæinn og var kominn um borð í skipið áður en það lagði af stað um 8:30 á Færeyskum. Þá var ég búinn að missa klefann minn og ég átti ekki að fá svefnpokaplássið fyrr en um 22:00 um kvöldið. Dagur fór því mestur í að hanga og las ég og horfði á þrjár bíómyndir áður en við komum til Hjaltlandseyja um kl. 21:00. Mikið stuð en það sem bjargaði deginum var hlaðborðið sem ég fékk með farmiðanum, algjör klassi.
Fékk svo svefnplássið mitt sem var vægast sagt fyndið. 9 mann klefi og ég var svona án gríns innan við 50 cm frá loftinu. ipodinn kom að góðum notum við að sofna.

Laugadagur:
Nú eru örugglega allir hættir að lesa en ég ætla nú að klára þetta svona fyrir mig til að geyma þettta.
Náði að sofa í um 11 klst í sardínudósinni og var það bara nokkuð gott. Svo var farið í sturtu, lesið, borðað og horft á enn aðra bíómynd áður en við komum til Hanstholm í Danmörku um kl. 17:00 af Dönskum tíma. Þurfti að bíða frekar lengi í bílnum áður en maður komst svo loksins út og þá var ekið beint til Hirtshals um 140 km. Þar var maður svo kominn um kl. 20:30 eftir u.þ.b. 2 tíma akstur. Þá var stoppað og fengið sér einn bjór og frekar daprann hamborgara. Var svo kominn í skipið um kl. 22:30 og skipið lagið af stað um 23:00 til Noregs.

Sunnudagur:
Var kominn til Larvik í Noregi um kl. 8:30 og þá var stefnan tekin beint á Oslo. Stoppaði þar og reyndi að finna hleðslutæki fyrir myndavélina en allt var lokað þar. Því hélt ég áfram og næsta stopp var svo í Lillehammer og þar ætlaði ég að fá mér að borða. Fann samt engan stað og hélt því áfram förinni, endaði svo að fá mér norska pulsu á einhverri bensín stöð í Gudbrandsdalen. Var svo loksins kominn til Þrándheims um kl. 19:00 með mikið rassæri eftir keyrslu dagsins. Frábært veður var í Þrándheimi þegar maður mætti á svæðið, sól og ca 25°C. Þá fór maður beint í að fá lykla af íbúðinni, flytja allt draslið upp og fara út í búð. Bjórinn var svo góður þegar maður loksins slappaði af og komst að því að maður kæmist á netið.

Eftir næstum því akkúrat 1500 km þá fór maður svo að sofa í íbúð 41 á Herman Krags vei 30.

Þetta var ferðasagan mikla "Örvar fer til Noregs".

27.8.06

Norge

Örvar bloggar frá Þrándheimi.

Ég er sem sagt kominn til Þrándheims og ferðin gekk vel. Íbúðin er alveg ágæt en stigagangurinn er smá Harlem.

Jæja búinn að vera á fullu síðan ég kom að koma mér fyrir og nú er kominn tími á að hvíla sig því það er skóli á morgun.

Nánari fréttir koma vonandi á morgun.

Venlig hilsen
Ørvar

23.8.06

Bless í bili

Legg af stað í ferðina miklu í dag. Næsta blogg verður því frá Noregi.

Ég mun verða á msn (orvarstein@hotmail.com) og einnig á skype (orvarstein) þegar ég kem til Noregs. Þannig að þið ættuð að geta spjallað við mig ef þið sækið ykkur þessi forrit.

Bless í bili.

20.8.06

Flutningur

Þessa daga er allt á fullu.

Við erum um þessar mundir að ganga frá öllu dótinu okkar og koma því í geymslu til tengdó. Við takmörkum dótið sem við tökum með okkur til Noregs við það sem kemst í bílinn. Annað fer í geymslu og er því mikið verið að spá hvað eigi að koma með og hvað eigi að vera á klakanum.

Þegar dótið fer að tínast úr Hlíðarhjallanum áttar maður sig betur á því að maður er eiginlega að flytja að heiman í fyrsta skipti. Veit ekki alveg hvort að það telst að hafa flutt að heiman að fara í kjallarann hjá foreldrunum. En þetta er bæði mjög spennandi og pínu leiðinlegt en spurning hvort þetta eigi nú ekki bara að vera þannig.

Þess á milli erum við svo að taka á móti gestum í öllu draslinu og eru kvöldin vel plönuð með matarboðum í báðum ættum.

Svona er lífið í Hlíðarhjallanum í augnablikinu.

15.8.06

Brottför nálgast

Það er komið á hreint að ég mun sigla út til Noregs fimmtudaginn 24. ágúst.

Ég mun taka Norrænu (Smyril-Line) frá Seyðisfirði 24. ágúst. Stutt stopp í Færeyja og ennþá styttra í Hjaltlandi og svo koma til Hanstholm í Danmörku kl. 17:00 á laugardeginum 26. ágúst.
Þá er ekki ferðinni lokið því þá tek ég aðra ferju um nóttina frá Hirtshals í Danmörku yfir til Larvik í Noregi. Eftir það er þá "aðeins" 673 km til Þrándheims. Þannig að ég ætti vonandi að vera kominn í íbúðina okkar sunnudaginn 27. ágúst.

9.8.06

Fyrstu dagarnir

Þá erum við fjölskyldan komin heim og maður er aðeins byrjaður að átta sig á þessu nýja lífi. Fyrir utan fyrsta daginn og nóttina heima hefur strákurinn verið ótrúlega góður og gerir lítið annað en að sofa og drekka þessa dagana.

Það eru margir búnir að koma í heimsókn og Örvarsson er búinn að fá nokkrar gjafir. Mamma og pabbi komu svo heim í nótt og fengu strax að koma í heimsókn að sjá litla barnabarnið sitt.

Þá er komin barnalandssíða og hérna er linkurinn inná hana:
http://www.barnaland.is/barn/50244

Þeir sem vilja komast inná hana sendið póst á mig (orvars@gmail.com) eða á Önnu (annahardar@gmail.com) og þið fáið aðgangsorð.

Þá er ég einnig búinn að uppfæra myndasíðuna mína og er komnar myndir frá fæðingunni og fyrstu dögunum. Hérna er linkur inná hana:
http://www.flickr.com/photos/orvars

Ef þið viljið skoða sérstaka daga þá smellið þið á Tags en annars er sniðugt að velja slideshow. Endilega skráið ykkur þarna inn og setjið komment við myndirnar.

7.8.06

Ég er orðinn pabbi.

Ég er orðinn pabbi. Hérna má sjá strákinn minn nýfæddan.

Drengurinn okkar Önnu fæddist í dag (06.08.06) kl. 14:57 á Landspítalanum. Ótrúlega flottur strákur með sítt dökkt hár (ca. 2-3 cm), 3325 gr. og 51 cm.

Ég er ekkert smá stoltur ef stráknum mínum (eins og sést vel á myndinni) og einnig Önnu (mömmu), þau stóðu sig ótrúlega vel bæði tvö. Móðir og barni heilsast einnig vel.

Án efa lang besti, skemmtilegasti, viðburðaríkasti osfrv dagur í mínu lífi, orð geta ekki lýst þessu. Það komu ekki nokkur tár þegar sonurinn minn fæddist heldur fór ég að hágráta, og er stoltur af því. Hérna er svo ein af fyrstu fjölskyldumyndunum okkar.


Fleiri myndir koma á næstu dögum.

3.8.06

Frídagur #3

Lífið er mjög fínt í fríinu og nóg að gera. Þó svo maður eigi nú ekki að segja það en þá var alveg ágætt að fá frí frá sólinni, til að geta farið að gera eitthvað annað en að liggja í sólinni.

Búinn að vera föndra í tölvunni en hún ákvað að gefa upp öndina í seinustu viku. Fór í Tölvulistann og keypti nýtt móðurborð og nýjan örgjörva og var/er svo að púsla þessu saman. Vona að hún verði "up and running" á morgun en það er nú alveg gefið að eitthvað óvænt komi uppá eins og venjulega þegar maður er í þessu tölvustússi.

Þá þurfti bílinn smá aðhlynningu. Nýtt loftnet, nýr spegill og skipta um peru. Þessi reddaði maður bara með einni.

usss, djöfull er maður duglegur...

2.8.06

Pössun

Annar dagur í sumarfrí var ekki beint slæmur frekar en sá fyrsti. Vaknaði reyndar um kl. 7:30 þegar Gríma sagði að það væri kominn dagur. Ég er nefnilega að passa hana Grímu í tvær vikur meðan að foreldrarnir eru í Frakklandi. Hún lætur ekkert segjast, þegar klukkan er orðin 7:30 þá er matartími hjá mér, og hver getur neitað þessum augum.

Annars er maður í sjálfu sér ekki að gera mikið í að undurbúa allt það sem er að fara gerast þegar svona veður er úti þannig að maður er bara í sumarfríi sem er bara mjög fínt. Posted by Picasa

Syriana

Horfði á Syriana í gærkvöldi eða réttara sagt byrjaði að horfa á Syriana í gær. Þessi mynd er aðeins of flókin fyrir mig og er eins og langur 60 minutes þáttur um Bandaríkin og samband þeirra við Mið-austurlönd. Hætti að horfa þegar lítið eða ekkert var búið að gerast eftir meira en 60 mínútur. Kannski er þetta ágæt mynd en ekki alveg mitt tel.
Syriana fær 4 Ö.

1.8.06

"Sumarfrí"

Seinasti vinnudaginn hjá Línuhönnun var í gær og ekki laust við að það hafi verið nokkuð skrýtið að labba út með allt draslið sitt eftir að hafa verið þarna með annan fótinn síðan 2001. En nú tekur skemmtilegur tími við og það er alveg ljóst að það verður nóg að gera.

Á næstu dögum hefst svo á fullu undirbúningur fyrir komu bumbubúans í heiminn og einnig að flytja til Noregs og að byrja í skólanum. Það er í mörg horn að líta en sem betur fer erum við búin með margt af því.

Ég byrjaði svo "sumarfríið" mitt á því að vera upp á Landspítala þar sem bumbi var með einhverja stæla og þurfti að láta snúa sér. Hann var sem sagt sitjandi eða akkúrat öfugur við það sem hann (bumbubúinn) á að vera. En það reddaðist allt og nú er barnið vonandi komið í rétta stöðu.

Annars er eiginlega of heitt úti til að vera í sólbaði en ég er að reyna mitt besta í þeim málum.

Jæja bið að heilsa í bili, aftur út í sólina.

Sumó og Sigur Rós

Helgin var ekkert smá góð. Ég og frúin fórum upp í bústað í afslöppun og var það mjög notalegt. Svo skrapp ég í golf með strákunum snemma á laugardaginn. Það gekk ekkert alltof vel þannig að það hafði örlítil áhrif á þessa afslöppunar helgi en maður má ekki taka það of nærri sér, sérstaklega þegar þetta var annað skiptið í golf í sumar.

Það var mjög gott veður á laugardaginn og tengdó lét sjá sig upp í bústað í kaffi og einn besta mat sem ég hef smakkað. Það er fátt betra en humar með nóg af hvítlauk, verst að við vorum ekki með hvítvín og því lét ég bjórinn nægja. (hérna vantar eiginlega mynd af humrinum en hún kemur seinna).

Á sunnudaginn spilaði svo TLC og vann auðveldlega 6-0. Eftir leikinn var svo farið á magnaða tónleika með Sigur Rós á Klambratúni aka Miklatúni. Popplagið í lokin er eitt það magnaðasta sem maður hefur heyrt, þetta lag er náttúrulega ekki hægt. Þá var mjög flott stemmning þarna og Óli Grís (forseti) lét meira að segja sjá sig. (hérna á að koma mynd af Óla og Dorit sem ég tók af þeim, kemur seinna). Góðir tónleikar og fá þeir fullt hús hjá mér.

28.7.06

Belle & Sebastian

Fór á Belle & Sebastian tónleikana í gær á Nasa. Við mættum þegar Emilíana var á sínu fyrsta lagi og var þá húsið orðið eins og sardínudós. Allt, alltof margir þarna inni og það var ekkert smá heitt þarna enda var Jim Bob eins og hann hefði hlaupið maraþon.
Emiliana var fín, var stutt og mikil læti inni og allir að reyna að koma sér fyrir. Var búinn að sjá hana á sama stað og heyra sömu lögin áður.
Það var talsverð bið eftir Belle & Sebastian enda mikið að skipuleggja til að koma öllum fyrir. Belle & Sebastian voru alveg frábær og ekki sakaði að maður var á topp stað. Tóku fullt af lögum, bæði nýjum og einnig fullt af gömlum lögum.
Ég var mjög ánægður að "finna" nýtt lag með þeim á þessum tónleikum og heitir það Electronic Renaissance og er á Tigermilk plötunni.
Annnars var ég ótrúlega ánægður að sjá þessa hljómsveit loksins á tónleikum. Stebbi á svo heiðurinn á því að kynna mig fyrir þessari hljómsveit 1998. Takk fyrir það.

Svo vil ég biðja Árna um að sleppa því að taka Örvar Geir vin sinn með sér næst þegar við förum saman eitthvað, það bara gengur ekki að hafa tvo Örvara á sama fermeter, það veldur bara misskilningi.Kallinn sáttur í lok dags.