29.8.03

Freddy vs. Jason

Mér var hent öfugum út í gær af konunni sem var að fara bjóða saumaklúbbnum heim!

Freddy vs. JasonÞannig að ég dreif mig í ræktina, Kiddi sveik mig um að koma með mér í ræktina og pottinn. En Stebbi mætti og fór aðeins í ræktina og Gummi S kom svo með okkur í pottinn og sagði sögur frá Benidorm!
Hvorugur þeirra vildi koma með mér ókeypis á Freddy vs. Jason þannig að ég náði að plata Stymma limm stóra bróðir í bíó á seinustu stundu! Var samt alvarlega farinn að íhuga að fara einn í bíó í fyrsta skipti á ævinni! Özzzzzzzz

Þannig að nú var maður á næst fremsta bekk á Freddy vs. Jason. Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til hrollvekja en þarna var maður kominn til að horfa á blóð og aftur blóð!
Þetta er bara ágætis mynd og kom stráknum bara á óvart! Nóg af blóði, ágætis húmor, smá nekt og svo smá spenna, hvað meira biður maður um?
Freddy vs. Jason fær ** örlish og hananú!



Breiðablik vs. NjarðvíkEr annars að fara á Breiðablik - Njarðvík í kvöld! Stebbi snillingur er með miða því ekki tími ég að borga 1000 kr. til að horfa á mína menn drulla á sig. En vonandi verður sólin í Kópavoginum í kvöld og mínir menn vel skeindir því ég er ekki kominn til að horfa á þá tapa á móti þessum fucking whannabe Kefvíkinga! How low is that!
Breiðableik, Breiðablik, Breiðablik!

Pioneer DEH-P3500R

Er að fara fá Pioneer DEH-P3500R geislaspilara í bílinn, Gummi Árna snillingur ætlar að koma við í frí höfninni og kaupa þessa græju fyrir mig! Hún kostar 35 þús í Bræðurnir Ormsson en 20 þús í Fríhöfninni ! Fáránlegur verðmunur!
Þessi spilari spilar MP3 diska þannig að ég kem svona ca. 150 lögum á einn geisladisk! Til hvers þarf maður þá magasín!


28.8.03

Xid 977

Ég ákvað að setja inn linka á Xið því þeir bara geta ekki hætt að gefa mér eitthvað dót:)
Á föstudaginn vann ég Halldór Laxness diskinn með Mínus og einnig Mínus bol.
Í dag vann ég svo miða á Freddy vs. Jason, sem er einhver hrollvekja þar sem þessir hrollvekju félagar mætast! Veit nú ekki meir, ætli maður skelli sér ekki á hana fyrst maður fær þetta ókeypis!

Nytt Template

Hvernig velur maður nýtt Template á síðuna sína! Alltaf þegar ég ætla að gera nýtt look á síðunni þá koma alltaf upp 5 sömu útlitin! Frekar pirrandi, getur einhver hjálpað mér?

Helviti hardar sperrur!

Djúsís kræst, er gjörsamlega að drepast úr harðsperrum!
Fór í ræktina á mánudaginn og hélt ég myndi sleppa við að fá harðsperrur en ó nei. Þó svo að þær hafi ekki komið á þriðjudaginn þá komu þær bara í gær og svo ennþá verri í dag, fór út að hlaupa í gær til að reyna að losa um þetta helvíti en það gerir ekki neitt :(

27.8.03

Foo Fighters

Dave GrohlFór á Foo Fighters í gærkvöldi og það var ekkert smá gaman........
Vínyl byrjaði og voru góðir, Móheiðar bræður voru ljótir eins og venjulega en kunna að performa á sviði þannig að það er alltaf gaman að sjá þá spila!

Næstir voru hljómsveitin My Morning Jacket og kom hún bara nett á óvart! Fann þetta á netinu!
My Morning Jacket is a four-piece band from Louisville, KY, built solidly around the vocal and songwriting talent of group leader Jim James. Their sound is lonesome, haunting, almost classic country at times, and that voice -- Jim James' voice shares the same section of that old country highway with the familiar sounds of Neil Young, yet sounds right at home here in the world of independent American pop music, alongside contemporary singers like the Flaming Lips' Wayne Coyne and Galaxie 500's Dean Wareham...
Endilega tékkið á þessari hljómsveit, það er hægt að downloada nokkrum lögum á heimsíðunni hjá þeim!

Dave GrohlNæst var komið af Dave Grohl sem kom á sviðið og kynnt hljómsveitina Nilfisk frá Stokkseyri en eins og flestir vita voru þeir að borða á Við fjöruborðið sem er á Stokkseyri og heyrðu í þessu bandi vera æfa og kíktu á æfingu hjá þeim og buðu þeim svo að spila eitt lag. Þetta er 15-16 ára guttar og stóðu sig bara ágætlega! Ég myndi leggja "skónna" á hillinu eftir að hafa spilað fyrir fram troð fulla höll á fyrstu tónleikunum ef ég væri þeir!
Svo var komið af Foo Fighters eða Dave Grohl & Co. því maður er gjörsamlega allt í öllu! Djöfull voru þetta góðir tónleikar og eru þeir þeir bestu sem ég hef farið á!
Þeir tóku alla slagarana og ég hélt að þakið myndi rifna af Höllinni í lokin þegar þeir tóku Everlong!
Hérna eru lögin sem þeir tóku!
All My Life
The One
Times Like These
My Hero
Learn To Fly
Have It All
For All The Cows
Breakout
Generator
Stacked Actors
Low
Hey JP
Monkeywrench
Svo voru þeir klappaðir upp!
Aurora
Weenie Beenie
Tired
Everlong
Sem sagt Dave Grohl & Co. fá **** örslih! Hérna eru myndir frá tónleikunum!

Dave Grohl talaði mikið um að þetta væri besti staður sem hann hefur spilað á! Ha en skrítið að heyra þetta er þetta ekki sagt á öllum stöðum sem hljómsveitir spila á? Annars tala mjög margar hljómsveitir um þetta þannig að það er spurning hvort að þetta sé satt. Chris Martin í Coldplay sagði þetta og hann kom nú aftur! Það er bara spurning hvort að við fáum að sjá Foo Fighters aftur á næsta ári og þá ætla ég að kíkja á þessu mögnuðu hljómsveit aftur!

26.8.03

Dark Blue - *1/2 ?rlish

Kurt og VingKurt Russell fer með hlutverk spillts lögreglumanns í L.A. Myndin á að gerast þegar allt var fucking crazy útaf Rodney King réttarhöldunum. Myndin er nú ekkert voða skemmtileg! Kurt er svona töff ass lögga og er með svona rookie löggu með sér sem gerir allt sem hann segir = algjör formúla!
Þá leikur einnig Ving Rhames í þessari mynd og ekki er hægt að segja að hann hafi verið að gera góða hluti! Einnig var ég búin að fatta hvernig myndin endaði sem er ekki gott en ég er nú bara svo ógeðslega snjall er það ekki. Æ þessi mynd virkaði bara ekki á mig og fær svona *1/2 örlish!

L?kami og s?l

Byrjaður í ræktinniÞað er komið haust og nú er tíminn þegar allir íslendingar drífa sig í ræktina, er það ekki! Allavegana fór ég í gærkvöldi og spjaldið sagði að ég hafi seinast komið 08. júní "sem er ekki gott". Alla ætla ég núna að reyna að byrja af kraftir og mæta 3 í viku, þó svo að kortið mitt sé útrunni einhvertíman um miðjan sept!
Er að spá þá að kaupa mér bara nýtt og núna í Sporthúsinu, ef það er ekki of dýrt! Heimsækja Önnu mína þar!
Er með svona nettar harðsperrur í dag en ekkert of mikið, var að passa mig því ég hef áður byrjað af of miklum krafti og varla geta gengið uppréttur í nokkra daga, vil ekki lenda í því aftur!

Svo eru Foo Fighters í kvöld! Jibbíkajei!

25.8.03

Foo Fighters

Vá ég var næstum því búinn að gleyma að Foo Fighters eru á morgun! Hlakkar ekkert smá til!


TLC í 4 sæti

Jæja þá er sumarið búið hjá TLC. Við lentum í 4 sæti í b-riðli eða dauðariðlinum eins og hann hefur verið kallaður. Elliði vann Reisn þannig að þá er sá draumur úti. Annars fínt sumar í boltanum! Ekki samt sáttur við að skora ekki 1 mark :(. En svona er þetta þar sem maður var fastur í vörninni allt tímabilið! Einhver verður að taka ábyrgð er það ekki!

Kolls?rfer?

Jebb, Inga bauð partý í Kollsá í Hrúafirði. Ég og Halli fórum á laugardeginum, vorum komnir um 5 á staðinn og voru við með þeim fyrstu. Flest allir voru komnir um 7 og þá var farið að grilla. Maturinn heppnaðist mjög vel enda var ég með 480 gr. kjúklingabringu!
Eftir það var setið inni og spjallað, þangað til að ég dró nokkra út í botsja keppni. Auðvitað tók ég mig til og vann svona flesta leik þó svo að ég hafi tapað nokkrum og er það aðalega vegna lélegra vallarskilyrða. Eftir það var farið í drykkjuleik og svo var dansað fram á nótt. Mjög gaman. Ingimundur er eini sem er búinn að setja myndir á netið og eru þær hér.

Flestir vöknuðu um 10 og var farið strax í að undirbúa brotför, var með smá samviskubit yfir að hjálpa ekki að taka meira til en ég reyndi nú að gera smá með að taka græjurnar til og svona!
Ég og Halli vorum farnir kl.11 því ég ætlaði að horfa á Liverpool spila. Nenni ekki að tala um hvað Liverpool eru lélegir núna! Nóg um það hér!



Hér eru ég, Gaui og Pétur (hennar Ólafar) í botsja!

22.8.03

Lína í hús

jæja þá er lína komin í hús, ég náði henni með sæmd, þeir sem vilja vita eitthvað meir verða bara spyrja mig, vill ekki vera flagga hvað ég fæ í einkunir hérna á netinu! Þannig að reikna fastlega með því að hafa náð báðum prófunum, sem er náttúrulega bara snilld!

TLC 2 - FC ?tti 1

Jebb við eigum ennþá möguleik á að komast í úrslitakeppnina þó svo að þeir séu litlir!. Þannig að við vorum kannski að spila okkar seinasta leik í sumar, vonandi ekki.
Er að drepast úr harðsperrum en ætla samt að fara byrja aftur í ræktinni eftir sumarfrí! Er nefnilega að fara fá bumbuna aftur eftir að maður byrjaði að drekka coke aftur, sem gengur náttúrulega ekki!

Sjáið meir um TLC hér

21.8.03

Fokketi fokk

Til hvers í fjandanum er maður nú að læra alla þessa stærðfræðigreiningu og öll þessi raungreina fög og svo er maður látinn þýða einhver CV í vinnunni. Djö maður! Frekar fúllt!
Eins og ég orða það bara algjört fokketi fokk.

Auf slappen!

Djöfulli fínt að slappa smá af í gær! Horfði á Ísland vs. Föroyer, Law and Order og fór svo í CM4! Er að reyna að gera Parma að stórveldi!

Annars var Ísland - Föroyer alveg merkilega leiðinlegur leikur! Mér finnst Þóður Guðjónsson vera bestur af íslenska liðinu, þá voru þeir Brynjar Björn og Rúnar frekar daprir!
Markið hjá Eiði var mjög fínt, skil ekki hvernig hann fór að skora? Annars sá ég markið bara einu sinni þar sem Föreysku sjónvarpsmennirnar voru ekki að gera góða hluti. Þeir föttuðu ekki heldur þegar Eiður fagnaði með Fönky Chicken dansinum! Sást bara smá í dansinn! Væri flott ef hann tæki dansinn þegar hann skorar fyrir Chelski!

Annars hvet ég alla að mæta niður í Laugardal í kvöld kl. 8 þar sem stórliði TLC spilar á móti FC Ótta. Við óttumst það nú ekkert!

20.8.03

Ísland - Föreyjar

Jæja Ísland spilar við Færeyjar á eftir! Áfram Ísland!
Byrjunarliðið er svona:
Árni Gautur Arason verður í markinumar.
Pétur Hafliði Marteinsson, Ólafur Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson verða í vörninni.
Á miðjunni leika þeir Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Rúnar Kristinsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór Viðarsson.
Í fremst víglínu verða þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson.

Mér lýst bara áægtlega á þetta annars væri ég til í að hafa Ívar Ingimars þarna! Ef ekki verið að fylgjast með mikið undanfarið, kannski er hann meiddur!

Annars hlakkar mig (er þetta ekki rétt) til að borða heimatilbúinn mat á eftir, er búinn að borða langlokur, skyr og pizzur í kvöldmat undanfarið!

Síja

Örvar vs. Lík og böl

Já þessi svaka bardagi átti sér stað í morgun. Slagurinn hófst kl. 9 og stóð til 12. Lík og böl fór inn í bardagann með tvo sigra en Örvar ekki neinn. Lík og böl var á heimavelli en það gerði lítið til því Örvar stóð sig frábærlega og sá við öllum höggum líksins og fyrsti/síðasti sigur Örvars á lík og böl var staðreynd. :)
Þannig að það er komið sumar hjá mér!

18.8.03

Ekki mikið í gangi

Það er svo sem ekki mikið að gerast í mínu lífi núna!
Er alltaf upp í skóla að læra frá svona 8:30 til 11:00 á kvöldin. Var að koma af Nonna, djöfulli er hann nú alltaf góður! Síðan er það bara einn dagur í viðbót og þá búinn, eða búinn að læra. Svo fer ég í próf á miðvikudaginn og þá verður vonandi fjör!

Annars er enski byrjaður aftur og það þýðir að Liverpool er byrjað að tapa aftur! Helvítis djöfull! Alveg merkilegt hvað svona hlutir geta farið í mann. Sem betur fer eyddi ég ekki tíma frá lærdómnum í að horfa á þennan horbjóð!

Jæja búinn í mat og aftur að læra, síja!

16.8.03

Spider

Leikstjóri er David Cronenberg en hann hefur meðal annars gert The Fly og Friday the 13th.
Með aðalhlutverk fara:
Ralph Fiennes: Maid in Manhattan (2002), Red Dragon (2002), Strange Days (1995), Quiz Show (1994) og Schindler's List (1993)
Gabriel Byrne: The Usual Suspects (1995), Stigmata (1999), End of Days (1999) og Ghost Ship (2002)
Aðrir eru: Miranda Richardson, Bradley Hall, Lynn Redgrave, John Neville, Gary Reineke, Philip Craig
Ekki þekki ég heldur handritshöfundinn Patrick McGrath!

Ég sá úr þessari mynd einhvertíman þegar það var verið að sýna hana á kvikmyndahátið í Regnboganum. Það var eitthvað sem fékk mig til að vilja setjast niður og prufa svona "kvikmyndahátíðarmyndir". Ég er reyndar búinn að sjá The Good Girl sem var á sömu kvikmyndhátíð og var hún frekar slöpp.

Ralph Fiennes leikur mann sem er nýkominn af geðveikrahæli og flytur í athvarf fyrir geðfatlaða í London. Hún fjallar í megin máli um hann að rifja upp æsku sína. Myndin er mjög hæg og lítið sem ekkert gerist í myndinni. Heilu og hálfu senurnar var hægt að spóla yfir því það var bara svona artí fartí dót að sýna hann setja sykur út í kaffi sitt og svona! Ralp Fiennes og Gabriel Byrne leika vel og aðrir leikarar líka en það er bara ekki nóg! Las grein á Kvikmyndir.is um að þetta væri mynd fyrir vanláta! Djöfulsins kjaftæði, þetta er bara leiðinleg mynd. Mæli eindregið með að halda sér frá þessari mynd. Hún fær 1 örlish hérna á örilsh og er það bara fyrir leikinn!

Ein pæling í lokin.
Hvað eru menn eins og Ralph Fiennes að taka að sér svona myndir og reyna að vera svaka listamannslegir og næsta verkefni sem hann tekur að sér er Maid in Manhattan! Fatta ekki alveg svona gaura en svona er þetta bara!
Kveðja Örvar Steingrímsson, kvikmynda spegúlant.

Farið svo að koma með einhver komment!

15.8.03

Stress

Eins og kemur fram hér fyrir neðan þá fór ég í próf í dag. Ég var að fara í Línulega Algebru og Rúmfræði! Eitt af gömlu syndunum.

Það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að ég hef aldrei á ævi minni séð jafn stressaðann gaur! Tók fyrst eftir honum ca. 5 mín áður en prófið átti að byrja og þá var svitinn byrjaður að leka haf honum, svona þannig að það sást! Ok allt í lagi, erfitt próf og svona í góðu lagi að vera með smá stress. En djísús kræst! Þegar ég er að fara inn í stofuna þá er bara eins og gaurinn hafi verið ný kominn úr sundi hann var svo sveittur í framan!

Og ég hélt að ég væri stundum með smá prófstress!

Lína lögð! Vonandi!

Jæja var að klára línu og vona að þetta hafi hafst! Nokkuð erfitt próf, komu þónokkrar spurningar sem maður bjóst ekki við en svona er nú bara JIM! Þá er það lík og böl á miðvikudaginn og þá er komið sumar aftur hjá mér! Þannig að framundan er önnur frábær helgi hjá mér upp í skóla!

Aldrei að vita nema ég komi með annað ljóð um helgina þar sem 1. ljóðið fékk gríðarlega góðar undirtektir! ;)

Síja!

Utandeildin og Árni Magg

Jæja búinn að setja link á utandeildarsíðuna okkar! Allir að kíkja þangað! Vorum að vinna Dufþak 5-2 á miðvikudaginn. Fínn leikur og við eigum möguleika á að komast í úrslitakeppnina, nokkuð ólíklegt en gæti gerst.

Árni Magg átti afmæli á miðvikudaginn! Kallinn var 24 ára og bauð í smá kaffi heim til sín! Því miður gat ég bara stoppað í svona ca. 5 mín þar sem ég var að fara upp í skóla að læra! En svona er nú bara lífið!

12.8.03

The Pirates of the Caribbean

Anna dró mig í bíó í gær að sjá Johnny Depp og félaga í The Pirates of the Caribbean. Ágætis tilbreyting frá próflestrinum.
The Pirates of the Caribbean er sjóræningja mynd sem er byggð á einhverju tæki í Disney skemmtigarðinum! Johnny Depp, Orlando Bloom, Geoffrey Rush og Keira Knightley fara með aðalhlutverk. Alveg magnað hvað það er gaman að fara í bíó ekki með neinar væntingar og lenda á svona helvíti góðri ræmu!
Johnny Depp er algjör snillingur í hlutverki Captian Jack Sparrow! Það er langt síðan að maður sá svona góðan karakter.
Myndin er mjög fyndin og góðir leikara líka. Ég var ekki alveg sure á því við hverju ég átti að búast þegar ég fór á myndina. Ég var búinn að sjá einhverja beingrindur vera að spóka sig um í góðum fíling og svona! En myndin virkar mjög vel og það er allt í lagi að hafa beinagrindur og svona enda er þetta ævintýra mynd.
Þannig að The Pirates of the Caribbean fær 3og1/2 Örlish hérna á Örlish, af 4 mögulegum!
Jeeeee

10.8.03

Sykur.blogspot.com

Jón Hannes eða bara Jóhannes eins og mér finnst skemmtilegt að kallann er núna alltaf að blogga ekkert nema gott um það að segja nema hvað!
Jón segir meðal annars.:
"Annarz er matarklúbbur framundan. Ég vil kalla matarklúbbinn "Tíu á föstu og Fjórir á lausu". Ég er víst einn af þessum fjórum, þannig að við höldum stuðinu uppi, með fylleríslátum og óhefluðu tali um Kellingar."
Ég verð nú bara að leiðrétta þetta í fyrsta lagi eru þið 5 á lausu! Er Reynir ekki á lausu, ef hann er byrjaður aftur með konunni þá miðst ég velvirðingar á þessu, og svo eru það ekki þið sem haldið upp fylleríslátum!
Just so you know!

Myndirnar komnar ? neti?!

Jæja þá eru Kópur 2003 komnar á netið, þær eru ennþá hálf ónýtar og það vantar víst myndirnar frá sunnudeginum! En hérna eru myndirnar!

hamingju!

Ljóð vikunnar!

Jæja þá kemur fyrsta ljóði vikurnnar hérna á Örlish!
Þetta ljóð segir mikið um hugarástand mitt núna!

Örvar væri alveg til í nokkra öl
En er þess í stað í lík og töl
Enski boltinn er hafinn
En Örvar er önnum kafinn

Ég samdi sem sagt fyrri partinn í gærkvöldi þegar mig langaði rosalega í nokkra öl en var í staðinn að læra undir líkinda og tölfræði eins og ég er líka að gera í dag. En seinni partinn samdi ég nú í morgun því enski boltinn er að fara byrja á eftir og ég sit einn upp í skóla að læra :(

Endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst þetta ljóð! Gefið því stjörnur, plís ;)

Síja

8.8.03

Étur hamborgara í þágu listarinnar!

Guð minn almáttugur!
Allt er nú til! Bibbi "Körver" (held að hann heiti það) er að fara éta hamborgara í þáu listarinnar. Eða eins og hann orðar þetta "ég fer á rúnt um bæinn og borða hamborgara á harmborgarastöðum á fyrir fram auglýstum tímum". Þessi frétt var í fréttablaðinu í dag og ætlar kallinn að borða 14 hamborgara á tveimur vikum. Sem sagt einn á dag.
Djöfull er hann sniðugur. Hann hlýtur að fá þetta styrkt á einhver hátt. Kannski maður fari í svipað.

Örvar Steingrímsson listamaður ætlar að borða 14 pizzur á 14 dögum. Hann borðar þær á mismunandi stöðum á fyrir fram ákveðnum stað og tíma!!!!!
Ef þið eigið pizza stað endilega hafðu samband því ég er svangur!

What a foook

Af hverju koma alltaf stafirnir í fyrirsögninni ekki með íslenska stafi! Getur einhver úber blogger hjálpað mér?

Flöskudagur en nei sumarið búið hjá þér!!!!

Jæja þá er sumarið búið hjá mér! Það er komið að því sem manni er búið að kvíða fyrir í allt sumar!!!!! að fara læra undir próf :(
Jebb kallinn er að fara í sumarpróf og hefst lærdómurinn í dag af alvöru. Er búinn að vera svona stundum á kvöldin og eina helgi í þessu en nú er tek ég frí úr vinnunni og ætla að massa þetta helvíti! Ætla að reyna að vera upp í skóla til kl. 22:00 í kvöld!!
Ég næ kannski smá sumri þegar ég er búinn 20.ágúst! Vonandi!
Annars segi ég bara síja!

7.8.03

K?pur 2003 - Myndir

Djöfull, myndavélin sem ég var með á Kóp 2003 var biluð. Allar myndirnar eru ekki í fókus!!
Allavegana eru linkur hér til að ná í allar myndirnar á zip skrá. Savið þetta niður og og svo hægri smellið þið á skránna og gerið Extract to folder.... eitthvað!
Sé svo til hvort ég setji þetta upp í myndasíðu!
Þurfum bara að fá myndirnar hans Kidda og skanna þær inn! Hver tekur það að sér?
Óver end át

Útvarpsstöðvar!

Alveg magnað hvað þeir þarna á Norðurljósum eru alltaf að starta nýjum útvarpsstöðvum.
Nú er verið að fara setja af stað stöð undir Zombie! Það er ekkert annað Sigúrjón Kjartanson fær bara heila stöð undir rassgatið á sér aftur! Því fyrst þegar þeir fóru af X-inu þá var Radíó stofnað sem Sigurjón stjórnaði.
Annars er ég nokkuð sáttur við þetta. Hlustaði ekkert voða mikið á þá. Samt 1000.000 skrárri þáttur eftir að Dr. Gunni kom inní þáttinn. Allavegana þýðir þetta eitt það eru komnar 3 rokk stöðvar. Zombie stöðin, X-ið og Radíó Reykjvík. Ég hlusta samt mest á X-ið í vinnunni því það er eina stöðin sem næst í gegnum netið!

Solaris

Solaris! Hver djöfullinn, vá, bjóst alveg við skrýtnni mynd en ekki svona! Sálfræði geimdrama mynd, kannski formúla sem gengur ekki alveg upp.
Allavegana er Goggi sálfræðingur sem fer upp í geim að hjálpa vinu sínum...úúúúúúú svaka spenna!!!
Sem sagt frekar slöpp mynd sem gerir ekkert annað en að láta mann aðeins pæla í hlutunum. Fær 1,5* hér á örlish!! Annars lék Goggi bara vel en ég bjóst við meiru frá Soderbergh!

6.8.03

Me First and the Gimme Gimmies

Ég mæli með að þið tékkið á þessari hljómsveit. Þeir taka bara cover lög og eru nú með eitt laga á Xinu, Fly eitthvað með Seal held ég.

Önnur lög með þeim eru t.d. Barbie Girl, I Would Walk 500 Miles, Uptown Girl, Brown Eyed Girl , Time After Time.

5.8.03

Kópur 2003

Kópur 2003 heppnaðist mjög vel. Ég bjó til bloggsíðu fyrir þetta en það var svona fullt seint og svo var blogger eitthvað bilaður líka! En hún er hér.

Föstudagur
Dorgkeppni við Kópavogshöfn. Ívar vann 3. árið í röð, helvítis djöfull. Ég náði 4 og Anna 2, Árni og Ada voru með einhver 10 stykki hvor og Íbbó vann svo með 13 eða eitthvað álíka. Svo var partý hjá Gumma Árna og Hildi. Þar gerðist ýmislegt skemmtilegt......
Vinur hans Gísla kveikti í sér og þá kveiknaði einnig í borðinu hjá þeim G+H. Sem sagt hörku partý. Eftir það fórum við á 22 og dönsuðum fram til morguns. Ég, Anna, Ívar, Árni, Ada, Kiddi vorum nokkuð lengi í góðum fíling.

Laugardagur
Sólin skein og maður var að dröslast á fætur kl. ca. 1 og þar sem ég var í laugardags nefndinni þurfti ég að mæta kl. 13:45 upp í Heiðmörk þar sem Sörvævör átti að vera. Ö&A förum fyrst á McPlastborgara og svo brunað upp í Heiðmörk.
Mætingin var góð og við gleymdum ekki neinu.
Jeff "Ingó" stjórnaði Sörvævör kepnninni mjög vel og á heiður skilið fyri sitt framtak við Kóp! Skipuð voru 3 lið og Ég, Gummi S og I drógum í lið. Ég lenti í liði með, Ívari, Auði, Hildi, Gunna "Hinna bróðir" og Jóni Hannesi eða bara Jóhannesi ;)

1. Þraut: var að búa til nafn á liðið og þurfti að nota fyrstu 2 stafi í nöfnum allra, það mátti sleppa tveimur. Allavegana varð útkoman Haugur í vör.
Við lentum í 2 sæti í þessari þraut.

2. Þraut: Pokahlaup þar sem græna liðið (við) unnum.

3. Þraut: var að láta appelsínu ganga í hring án þess að nota hendur, við í 2 sæti.

4. Þraut: var fræga kókosbollu át keppni - bjór/malt drykkju og snúa í hringi og hlaupa til baka keppni. Við lentum í seinasta sæti í þeirri þraut sem er alls ekki viðunnandi en þar sem Kiddi "kelling" hætti við að fara sína ferð og Gummi Ingvars fór í staðinn fengu þau mínus stig og við lentum því í 2 sæti í þessari þraut.

5. Þraut: var að koma blýanti niður í flösku. Við lentum í 2 sæti.

6. Þraut: var jafnvægisslagur við unnum þessa þraut.

Eftir þetta voru við og liðið hans Gumma S jöfn af stigum og því var það úrslita slagur á milli Hildar og Hönnu um sigur og því miður vann Hanna og við sem sagt í 2 sæti.

Eftir þetta allt saman var svo grillaðar pulsur í góða veðrinu upp í Heiðmörk.

Ö&A fórum svo í smá ferðalag til Flúða að hitta vinkonu Önnu og vini hennar. Mjög fínt kvöld og var gott veður en soldið kalt um kvöldið. Við vöknuðum svo kl. 8:00 við 50 ára fyllibyttu sem skildi bara ekkert í því að af hverju tjaldvörðurinn var að segja henni að vinsamlegast að hafa hljótt. Fokking gamlar fyllibyttur.

Við drulluðum okkur heim að leggja okkur um 10 í þvílíkt góðu veðri en við þurfum okkar svefn. Annars sluppum við við að borga tjaldgjaldið, 1200 kall, ánægður með það.

Sunnudagurinn kemur svo næst.

Kaupa diska

Jæja ég var í þessu að kaupa 4 diska á netinu. Ég kaupi þá á amazon.co.uk og læt senda þá á Gumma Árna og svo kemur hann með þá til landsins og engir tollar, snilld.

Allavegana keypti ég:
Pinkerton - Weezer á 7.99 pund
De-Loused in the Comatorium - Mars Volta á 9.99 pund
Youth and Young Manhood - Kings of Leon á 8.49 pund
Strays - Jane's Addiction á 8.49 pund

Algjör snilld, þessir diskar kosta sem sagt 4400 þar sem pundið er ca. 125 kr.

Annars set ég svona commenta kerfi inn seinna í dag.

Bloggið

Er að spá í að byrja blogga aftur. Kannski ég byrja bara á morgun.