V15 fjölskyldan hélt golfmót í gær á Þórisstöðum í Svínadal sem er í Hvalfirðinum. Það var mikið rok þannig að það var nú alveg kjör veður í golfspilamennsku! Mér gekk nú ekki vel en markmiðið hjá mér var að vinna pabba en það tókst ekki og það sem verra er að ég tapaði líka fyrir Önnu! En Anna var stolt H23 fjölskyldunar og vann kvennaflokkinn! En Guðmundur Sverrisson vann kallaflokkinn! En svona er þetta bara!
TLC er með mót næstu helgi og ég tek það bara! En Kiddi skáti vann það mót í fyrra þannig að partýbræður eru nú ekki amalegir í golfinu! Nú þarf frændinn bara að taka sig á!
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli