Lítið að gera í skólanum = nóg að gera í sjónvaprinu. Hérna er það sem maður er búinn að vera að horfa á undanfarna daga.
Zodiac (2007)Mynd byggð á sannsögulegum atburðum um raðmorðingja í San Francisco. Góð mynd með góðum leikurum, heldur löng en heldur manni alveg við efnið.
Einkunn:
Zodiac fær 8
Sometimes in April (2005)Vinafólk okkar hérna í Þrándheimi sem kemur frá Rúanda lánaði okkur þessa mynd. Þau sögðu að hún lýsir betur
þjóðarmorðunum í Rúanda heldur en
Hotel Rwanda. Alveg ótrúleg mynd í alla staði, maður trúir þessu varla að svona geti átt sér stað án þess að nokkur maður geri neitt. Erfitt að horfa á svona myndir en eitthvað sem allir hafa gott af.
Árið 1994 var ég 15 ára unglingur og horfa á Pulp Fiction á meðan tæpum treföldum fjölda íslendinga var slátrað á 100 dögum og vesturlöndin gerðu ekki neitt. Þarf eiginlega skrifa þessa mynd til að leyfa öðrum að sjá hana.
Einkunn:
Sometimes in April fær 8
Evan Almighty (2007)Dýrasta grínmynd í heimi var bara allt í lagi, ekkert meira en það. Bjóst ekkert við miklu og því alveg hægt að hafa gaman af henni en þetta er nú samt ekkert meistaraverk.
Einkunn:
Evan Almighty fær 7
The Prestige (2006)Svipar aðeins til myndarinnar
The Illusionist en samt ekki eins góð. Ég er náttúrulega svo mikill séní að ég fattaði plottið löngu áður en telst eðlilegt. En góð mynd engu að síður.
Einkunn:
The Prestige fær 7
Stranger Than Fiction (2006)Bara helvíti fín mynd, nokkuð skrítin en góð. Vissi að ég væri ekki að fara horfa á grínmynd þannig að hún olli mér ekki vonbrigðum. Will Ferrell er einn besti gamanleikarinn í dag, ekki spurning og hann stendur sig mjög vel í þessari mynd.
Einkunn:
Stranger Than Fiction fær 7
Alpha Dog (2006)Justin bara nokkuð góður en var ekki að fíla þessa mynd. "Allt í lagi mynd" en mæli ekkert sérstaklega með henni. Margar betri krimma myndir til í dag.
Einkunn:
Alpha Dog fær 5
1408 (2007)Mér hefur alltaf þótt
John Cusack góður leikari en þessi mynd flokkast seint með hans bestu myndum. Ekki nógu góð hryllingsmynd, ég myndi ekki mæla með að horfa á hana.
Einkunn:
1408 fær 4
Held að þetta sé allt í bili :)