28.9.07

Afmælisbarn dagsins

Stóri bróðir minn hann Styrmir er afmælisbarn dagsins, enda enginn smá dagur hjá honum í dag. Það er nefnilega þannig að hann er að detta í fertugsaldurinn og er 30 ára í dag. Til hamingju með það.

Nú er ég eini í fjölskyldunni sem er "ungur" ennþá :)

Annars væri ég mjög svo til að mæta í afmælisveisluna og fá mér bita af þessum (sjá mynd). Þetta er það versta við að búa í útlöndum að missa af svona atburðum.

Enn og aftur til hamingju með daginn.
Kveðja frá fjölskyldunni í Moholti

Skólalíf

Eftir frekar rólegar fyrstu vikur í skólanum er núna allt komið á fullt. Búið að vera mikið að gera seinustu tvær vikur og því hafa færslum fækkað hér, ég lofa samt bót í því.

Eitt fagið er eitt stórt verkefni þar sem ég reikna einn hluta af Realfagbygget, svona þetta helsta. Alveg magnað að maður sé búinn að læra í 5 ár og yfirleitt bara verið að skoða einn bita eða súlu en aldrei heila byggingu, hvernig eigi að gera þetta "in the real world". En þetta virðist vera skemmtilegt.

Annað fag heitir Brukonstruksjoner, en flestir ættu að geta áttað sig á um hvað það er. Þar er líka allt komið á fullt og er ég búinn að skila fyrsta verkefninu sem var að reikna krafta á "Smestua" brú.

Þá er ég búinn að fara í tvo verklega tíma í Betongteknologi 3 eða Steyputækni 3, þar er maður búinn að skoða ýmislegt sem kannski er ekkert mikilvægt að segja frá hér. En áhugavert engu að síður.

En án efa er merkilegasta fagið Formgiving. Ég ætla að vitna í Jóa sem lýsti því nokkuð vel á blogginu hjá sér:
Í því eigum við að klippa og líma ásamt því að teikna og lita, og það besta er að þetta er próflaus áfangi. Ég var að fá fyrsta verkefnið og það felst í því að lita gráskala frá 100% svart yfir í 12,5% svart. Fyrirlestrarnir eru líka ágætir og lærir maður þar mikið nýtt og nýtilegt. T.d. að pappír gengur ekki á fjórum fótum og segir beeee og hvernig trefjarnar snúa í klósettpappír til að forðast vandræði. Já prófið að rífa skeinipappír í ræmur bæði langsum og þversum og sjáið hvað ég á við.
Já skólalífið er ekkert grín!

21.9.07

Miðbæjarvandinn

Þetta finnst mér fyndið.

Úti að hlaupa

Loksins kominn sól í Þrándheimi, alveg kominn tími til eftir góðan rigningarmánuð, en við skulum ekki tala meira um veðrið.

Er að reyna að vera duglegur með að fara út að hlaupa þrisvar í viku. Búinn að halda út í ca. mánuð mínus tveir dagar þar sem ég var eitthvað slappur (var ekkert að mér skv. hjúkkunni). En eitt sem er alveg nauðsynlegt það er góður playlisti. Það er alveg furðulegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist við það eitt að fara út að hlaupa og pumpa stáli. Tökum dæmi:

Fyrst var ég að hlusta á þetta lag:


og svo skiptir maður yfir í þetta lag og finnst akkúrat ekkert athyglisvert við það!


Þegar ég var að leita af ofangreindu lagi þá fann ég þetta, verðið að tékka á meistara DJ Bobo.

Annars er alveg að koma helgi...

20.9.07

The Special One

Ég efast um að ég sé fyrstur með fréttirnar en Jose Mourinho er hættur með Chelsea. Verð nú bara að segja fyrir mitt leiti að þetta eru mjög góðar fréttir. Ekki nóg með að hann er óþolandi leiðinlegur þá er hann nefnilega helvíti góður stjóri. Þannig að það verður erfitt fyrir Chelsea að fá jafn góðan mann til að sjá um allar stórstjörnunar. Nú er bara að vona að þeir fari í svipað ástand og Real Madrid fyrir nokkrum árum og að Mourinho finni sér annað starf utan Englands.

Kannski á maður Rosenborg að þakka fyrir þetta, maður veit aldrei!

Hér er frétt um málið.

19.9.07

Ég horfði á fótbolta í gær...

Ég horfði á fótbolta í gær, sem betur fer horfði ég á Chelsea vs. Rosenborg í staðinn fyrir Porto vs. Liverpool. Þessi Liverpool leikur var víst einn sá leiðinlegasti í langan tíma og var það aðalega vegna slakrar frammistöðu Liverpool. En djöfull voru Rosenborg flottir að ná jafntefli á Stamford Bridge. Verst að Sheva náði að jafna, hefði nú verið skemmtilegra að taka öll 3 stigin af Chelsea.

16.9.07

Vonbrigði

Engin smá vonbrigði á fimmtudaginn þegar við Stebbi ætluðum að kaupa miða á meistaradeildarleiki Rosenborg.

Miðarnir áttu að fara í sölu kl. 12 og vorum við mættir við tölvurnar á refresh takkanum á slaginu. Það hafa greinilega margir verið tilbúnir líkt og við og var því ómögulegt að komast inn til að kaupa miða. Þannig að eftir nokkra klukkutíma og mörg hundruð refresh þá komumst við af því að allir miðar voru uppseldir.

Mikil vonbrigði því það var eitt sem var alveg bókað að ég ætlaði að gera ef ég byggi í Þrándheimi og það var að fara á meistaradeildarleik.

Næsta í stöðunni er að reyna að fara fyrir utan og kaupa miða "svart" en er í sjálfu sér ekki bjartsýnn að það takist.

En eitthvað er Rosenborg farið að hugsa um leikinn á móti Chelsea á þriðjudaginn því þeir töpuðu á móti Start um helgina. En manni er svona minna sama um gengi liðsins núna því ekki kemst ég á meistaradeildarleik að ári :(

11.9.07

Rigning

Það er í sjálfu sér ekki mikið að frétta héðan úr Þrándheimi.

Það er búið að rigna núna í einhverjar 2 til 3 vikur en það virðist samt vera komið gott veður núna. Er samt bara bíða eftir því að rigningin byrji. Það sem verra er við þetta haust er að hitinn hefur nú ekki verið mjög svo hár. Í fyrra var algeng sjón að sjá ca. 12°C til 18°C stiga hita en núna hefur þetta verið meira 8°C til 12°C, sem er bara skít kalt og þá sérstaklega þegar sólin skín ekki. Þannig að þetta haust er búið að vera drasl, öfugt á við í fyrra.

Skólinn kominn á fullt og ég er kominn með fasta lesaðstöðu niðri í skóla, nema hvað að lykill að lesaðstöðunni er ekki tilbúinn. Það þýðir að maður getur ekki skilið neitt eftir þar því maður veit aldrei hvenær maður kemst inn næst. En vonandi reddast það sem fyrst.

jæja hef þetta nóg í bili.

7.9.07

Oppdal 2007

Jón Haukur, Margrét og Guðrún komu í heimsókn hingað til Noregs í mars á þessu ári og við skelltum okkur öll á skíði í Oppdal. Hérna er smá myndband sem ég gerði um ferðina. Flott fyrir þá sem eru áhugasamir að kíkja til Noregs á skíði :)

6.9.07

Myndir frá ágúst

Ágúst 2007

Nú er ég búinn að setja myndir frá ágúst inná Picasa. Þetta eru myndir frá því að við komum út til Noregs og út ágúst.

Þið getið nálgast þær hér:
http://picasaweb.google.com/orvars
Eða með því að smella á myndina af Kára.

5.9.07

Júdas

Veit nú ekki hvort að þessi auglýsing hefur verið lengi í gangi heim en ég verð nú að vera ósammála Biskup Íslands með hana. Hann sagði að hún væri ósmekkleg en mér finnst hún bara alveg mjög svo smekkleg og fyndin.

4.9.07

Nóg að gera í sjónvarpinu...

Lítið að gera í skólanum = nóg að gera í sjónvaprinu. Hérna er það sem maður er búinn að vera að horfa á undanfarna daga.

Zodiac (2007)
Mynd byggð á sannsögulegum atburðum um raðmorðingja í San Francisco. Góð mynd með góðum leikurum, heldur löng en heldur manni alveg við efnið.
Einkunn: Zodiac fær 8

Sometimes in April (2005)
Vinafólk okkar hérna í Þrándheimi sem kemur frá Rúanda lánaði okkur þessa mynd. Þau sögðu að hún lýsir betur þjóðarmorðunum í Rúanda heldur en Hotel Rwanda. Alveg ótrúleg mynd í alla staði, maður trúir þessu varla að svona geti átt sér stað án þess að nokkur maður geri neitt. Erfitt að horfa á svona myndir en eitthvað sem allir hafa gott af.
Árið 1994 var ég 15 ára unglingur og horfa á Pulp Fiction á meðan tæpum treföldum fjölda íslendinga var slátrað á 100 dögum og vesturlöndin gerðu ekki neitt. Þarf eiginlega skrifa þessa mynd til að leyfa öðrum að sjá hana.
Einkunn: Sometimes in April fær 8

Evan Almighty (2007)
Dýrasta grínmynd í heimi var bara allt í lagi, ekkert meira en það. Bjóst ekkert við miklu og því alveg hægt að hafa gaman af henni en þetta er nú samt ekkert meistaraverk.
Einkunn: Evan Almighty fær 7

The Prestige (2006)
Svipar aðeins til myndarinnar The Illusionist en samt ekki eins góð. Ég er náttúrulega svo mikill séní að ég fattaði plottið löngu áður en telst eðlilegt. En góð mynd engu að síður.
Einkunn: The Prestige fær 7

Stranger Than Fiction (2006)
Bara helvíti fín mynd, nokkuð skrítin en góð. Vissi að ég væri ekki að fara horfa á grínmynd þannig að hún olli mér ekki vonbrigðum. Will Ferrell er einn besti gamanleikarinn í dag, ekki spurning og hann stendur sig mjög vel í þessari mynd.
Einkunn: Stranger Than Fiction fær 7

Alpha Dog (2006)
Justin bara nokkuð góður en var ekki að fíla þessa mynd. "Allt í lagi mynd" en mæli ekkert sérstaklega með henni. Margar betri krimma myndir til í dag.
Einkunn: Alpha Dog fær 5

1408 (2007)
Mér hefur alltaf þótt John Cusack góður leikari en þessi mynd flokkast seint með hans bestu myndum. Ekki nógu góð hryllingsmynd, ég myndi ekki mæla með að horfa á hana.
Einkunn: 1408 fær 4

Held að þetta sé allt í bili :)