26.3.08

Útsýnið frá Lundaþigni

Útsýnið frá Lundaþingi, Akrafjallið og Esjan sjást mjög vel.

Esjan flott frá lóðinni okkar (þó svo að við verðum ekki með beint útsýni úr húsinu yfir alla Esjuna.

Frábært að vera loksins kominn með myndir af lóðinni okkar í Lundaþingi, Jón Haukur á heiðurinn af þessum myndum og fær hann miklar þakkir frá okkur fjölskyldunni.

Ég er alveg búinn að iða í skinninu að fá að sjá bæði landið og einnig útsýnið frá lóðinni. Eins og sést á þessum myndum er útsýnið ekki amalegt. Ættum að ná að sjá Snæfellsjökul, Akrafjallið og Esjuna. Við verðum reyndar ekki með beint útsýni yfir Esjuna þar sem við erum innra húsið, við fáum garð í suður í staðinn. Svo veit maður reyndar aldrei hvernig næstu hús koma til með að skyggja á útsýnið, en það kemur allt í ljós.
En ég hef nú alltaf haft "sof spott" fyrir sólarlagi, ég er því vongóður um að ná sumar sólarlaginu úr stofuglugganum.

Nú verður kvöldinu eytt í að æfa mig í Revit teikniforritinu þannig að maður geti sett þetta allt húsið upp í 3D.
Ég er komin svona langt í Tutorial-inu í Revit

Engin ummæli: