
Eins og imdb segir "A CIA analyst questions his assignment after witnessing an unorthodox interrogation at a secret detention facility outside the US". Mynd sem fjallar um njósnir og pyntingar Bandaríkjanna á erlendri grundu. Jake Gyllenhaal og Reese Witherspoon fara með tvö af þremur aðalhlutverkum og eru þau bæði mjög góð í þessari mynd. Yfirleitt er ég ekki mikið fyrir svona pólitík myndir en þessi var bara nokkuð góð. Flott hvernig tvær sögur eru sagðar og koma svo saman í lokin.
Einkunn: Rendition (2007) fær 7.
3:10 to Yuma (2007)

Einkunn: 3:10 to Yuma (2007) fær 8.

Mynd fjallar um björgunarsundmenn í bandarísku strandgæslunni þar sem Kevin Costner og Ashton Kutcher fara með hlutverk eldri björgunarmanns og svo yngri nemanda. Svona hetju formúlu mynd, svona drama/spennumynd með ágætisleik.
Einkunn: The Guardian (2006) fær 6.

Þetta er grínmynd sem fjallar um feðgin með æði sérstakt samband, sem leita af fjársjóði í Claifornia. Pabbinn sem leikinn er af Michael Douglas er ný sloppin af geðsjúkrahúsi og svo er það dótturinn sem hefur þurft að sjá fyrir sér sjálf síðan hún var 15 ára, leikin af Evan Rachel Wood.
Góð grínmynd í léttari kantinum, er í anda Little Miss Sunshine en ekki nærri því jafn góð. Vel leikin og skemmtilegir karakterar. Mæli með henni sem vilja horfa á eitthvað sniðugt en kannski ekki sprenghlægilegt.
Einkunn: King of California (2007) fær 7.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli