
Í gærkvöldi horfði ég á kvikmyndina
Suburban Girl í staðinn fyrir að sitja á pöbb, drekka bjór og horfa á Liverpool
rústa lánlausu liði West Ham 4-0. Gerist þetta eitthvað karlmannlegra? En áhuginn á fótbolta er að kvikna hægt og rólega aftur.

Aftur að
Suburban Girl. Held að ég ráðleggi fólki frá þessari mynd. Hún fjallar um unga konu sem nælir sér í eldri mann og hvernig samband þeirra þróast. Ég veit ekki hvað kom fyrir mig þegar ég bauð Önnu að horfa á þessa mynd en ég hélt að þetta væri þessi venjulega klisja (maður verður stundum að vera góður við konuna). Fjallar um voðalega lítið einhvern vegin, ekkert í sjálfu sér illa skrifuð en er bara um ekki neitt. En þess má geta að ótrúlegt en satt fór
Sarah Michelle Gellar ekki mikið í taugarnar á mér.
Einkunn: Suburban Girl fær 4.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli