12.3.08

Liverpool í Evrópu

Það er eitt sem maður verður að viðurkenna er að Liverpool veldur manni sjaldan vonbrigðum í Evrópu.

Þetta var kannski ekki heimsins besti fótboltaleikur en spennandi var hann (þeas fyrri hálfleikur). Rauða spjaldið sem Burdisso var fullkomlega verðskuldað, held að fáir geta þrætt fyrir það að þetta voru tvö gul spjöld og bæði nokkuð klaufaleg. Með að Babel hafi átt að fá rautt er nú bara vitleysa að mínu mati, fólk fær ekki oft gult spjald fyrir öxl í öxl, en vinir okkar hjá andfótbolta vilja meina það.

En eigum við eitthvað að ræða hvað Torres er góður, maður vill bara ekki hugsa út í það ef hann hefði ekki komið til Liverpool. Ekkert smá flott afgreiðsla og það er enginn framherji í heiminum sem ég vildi heldur hafa í Liverpool.

Fyrir næsta tímabil verður bara að kaupa einhver í staðinn fyrir Kuyt í þessu nýja kerfi og einnig góðan vinstri bakvörð, þá er ég nokkuð sáttur.

En þótt að tímabilið í deildinni sé ónýtt þá getur maður alltaf treyst á Liverpool í Evrópu.

Engin ummæli: