
Þá er loksins komið að því að enska deildin byrji. Sumarin eru alltaf nokkuð skrítin tími varðandi það að eyða ómældum tíma í að skoða slúður og annað ómerkilegt varðandi ensku liðin og af þeim sökum hlakkar manni til þegar deildin loksins byrjar.
Mikil umræða er búin að vera á Liverpool blogginu um Sýn2 og 365 yfir höfuð og ekkert nema gott um það að segja því ekki myndi ég borga 4390 á mánuði eða
52680 á ári fyrir að horfa á enska boltan. Ansi margt hægt að gera fyrir þann pening.
Bendi mönnum á tvær fínar síður:
www.myp2p.euwww.live-footy.orgEkki að ég muni nota þetta, neineinei, það er örugglega ólöglegt. Svo er TV3 alltaf með meistaradeildina og ég er með hana heima í Moholti.
Ég er ekkert að tapa mér í bjartsýni fyrir komandi tímabil en vona auðvitað að mínir menn í Liverpool byrji vel og geti því verið með í kapphlaupinu um titilinn. Á, því miður, reyndar von á því að skítaliðið Man utd vinni deildinina og Chelsea nái öðru sætinu og Liverpool í þriðja og eins og margir gæti ég alveg trúað að Tottenham nái loksins að "vinna" Arsenal og ná 4 sætinu.
Torres er auðvitað kominn í Liverpool en aftur á móti er Tevez kominn í Man utd og þar er leikmaður sem ég hefði viljað sjá í Liverpool. Ég vona bara að Torres komist í gang og eigi eftir að raða þeim inn fyrir Liverpool og Tevez þjáist af slæmri gyllinæð sem mun gera það að verkum að hann eigi jafn gott tímabil og Sheva í fyrra. Ekki má gleyma Chelsea því þeir voru að landa Alex frá PSV og svo hlýtur Sheva að detta í gang, trúi ekki öðru.
Þannig að mitt mat er að Man utd og Chelsea eru með betri mannskap en Liverpool en það er ekki að segja það að Liverpool geti verið með betra lið og klárað dæmið. Mitt mat er samt svona:
1. Man utd
2. Chelsea
3. Liverpool
4. Tottenham
5. Arsenal
Svo verða Everton, Blackburn og kannski Newcaslte í næstu sætum.
Spá dagsins er því Aston Villa 1 - Liverpool 1, því miður. Er með of mikla reynslu sem Liverpool maður til að tapa mér í bjartsýni...
Hvað finnst þér?