30.5.07

Íslandsför

Þá er maður búinn í prófum og á leiðinni til Íslands. Kláraði seinasta prófið á þriðjudag og gekk það bara ágætlega. Alltaf jafn furðuleg tilfining að vera búinn í prófum, það breytist ekki neitt.

Veðrið er búið að vera frábært seinustu daga og lítur út fyrir að vera það áfram út vikuna. Þannig að sumar er komið hérna í Þrándheimi, ekki seinna vænna. Búið að vera 20°C stiga hiti, sól og auðvitað logn eins og er nú yfirleitt hérna í Þrándheimi (þó svo að þeir sem koma frá öðrum stöðum í Noregi halda því fram að Þrándheimur sé rokrassgat, en það er önnur ella).

Frábært að vera búinn í prófum og fá svona gott veður þessa tvo daga sem maður er ekki fastur inni allan sólarhringinn. Frábært í dag að vera niður í bæ og skoða mannlífið og geta spókað sig um áhyggjulaus.

Er búinn að vera á fullu í kvöld að pakka og held að því verki sé að ljúka, á svo flug í fyrramálið frá Þrándheimi til Osló og svo flug frá Osló til Íslands um 14:30 á norskum tíma. Þannig að maður verður mættur í Hlíðarhjallan um 17-18 á morgun.

Sjáumst þá!

28.5.07

Niðurtalning hafinn

Þá er niðurtalning hafinn, 23 klst og 56 mín þangað til ég er búinn í prófum.

26.5.07

Rocky & co.

Ekki mikið að frétta héðan um þessar mundir. Er vanalega kominn niður í skóla rétt yfir kl. 8 og svo er lagt af stað heim um kl. 6. Þá hefst eldamennska og snæðingur en eldamennskan fellst aðalega í því að setja pizzu inní ofn eða kannski pulsur í pott. Svo fer það eftir orku hvað maður nennir að læra lengi á kvöldin. Þetta myndi ég segja að væri svona "typical day" hjá mér seinustu tvær vikur ca, interesting!

Horfði á Rocky Balboa í gær. Engin Adrian (lesis með Stallone hreim) núna og boxið alveg í lágmarki. Myndin hefur nú fengið ágæta dóma en aftur á móti hefur það verið í umræðunni að hún hafi fengið fína dóma því seinustu Rocky myndir hafa verið svo lélegar, segi nú ekkert um það. En alveg ágætis mynd. Veit samt ekki alveg hvort hún stendur undir 7, 6 á imdb.
Eikunn: Rocky Balboa fær 6.

Það er greinilegt að Stallone hefur ekki nennt að koma sér oft í form því nýja Rocky myndin og svo Rambo myndin koma nú með ansi stuttu milli bili, ágætt að gera þetta bara í einu!
En nokkuð fyndið með nöfnin á þessum tveimur myndum, Rocky Balboa og John Rambo, ekkert að vera hafa þetta alltof flókið.
Hérna er svo smá forsmekkur af Rambo.


Það er alveg á hreinu að maður þarf nú eitthvað að rifja upp gömlu perlurnar áður en maður horfir á þessa!

25.5.07

Dexter

Ég mæli með Dexter.
Dexter is a forensic blood spatter expert for the Miami Dade Police Department. He is the main support for his sister. He has a steady girlfriend, with two kids who adore him. He also has an active "night life". Based on a code instilled in him by his foster father,...

Var að klára fyrstu seríuna í gærkvöldi og er hún mjög góð. Þetta er 12 þættir og svo er búið að ákveða að halda áfram með þá næsta haust, að ég held!

Svo verður byrjað að horfa á Heroes í sumar, þeas ef maður hefur tíma :)

24.5.07

Gærdagurinn

Gærdagurinn var vonbrigði, frá a til ö.

Í fyrsta lagi gekk mér ekki vel í prófinu, las kennarann vitlaust og hann spurði um efni sem ekki margir bjuggust við og algjörlega á skjön við fyrri próf. Aftur á móti virðist flesum hafa gengið illa þannig það er alltaf smá sárabót. Ég sagði við tvo samnemendur mína að deginum yrði bjargað þegar Liverool myndi vinna AC Milan en...

Í öðru lagi tapaði svo Liverpool fyrir AC Milan í meistaradeildinni eins og flestir vita. Einhvernvegin hélt ég að ég yrði meira vonsvikinn eftir leikin heldur en raun bar vitni. Mér finnst Liverpool hafa verið betri aðilinn í leiknum en þeir voru ekki nógu góðir í að klára færin og eins og margoft hefur verið sagt þá gengur fótbolti útá að skora mörk! Horfði svo á fögnuðinn hjá AC Milan og gat ekki annað en samglaðst smá með þeim útaf hvernig fór fyrir þeim í Istanbul. Þannig að ætli þetta hafi ekki verið sanngjart á einhvern hátt! Ég er sammála þessari grein.

Þannig að nú er fótboltinn búinn í bili og það er alveg á hreinu að mikið verður að gera hjá Liverpool í sumar. Fowler, Dudek, Zenden, Gonzales og örugglega Bellamy eru að fara frá Liverpool.

Ég vill sjá framherja sem kann að skora mörk og vinstri kantara koma í sumar!

Jæja meira steypa!

22.5.07

úff hrollur!

Stór dagur í dag (skrifað eftir kl. 12) og nei það er ekki útaf Betong 2 prófinu sem ég er að fara í!

The Road to Athens

Það ætti að sýna þetta myndband áður en menn fara útá völlinn, smá Hollywood en gott engu að síður!

Áfram Liverpool

Músika!

Hérna er kandídat í lag ársins, alla vega í mínum bókum. Það er eitthvað svo gaman að hlusta á hljómsveitina The Concretes þegar maður er að læra undur Steypuvirki :)


The Concretes - Kids [mp3]

Hérna er svo eitt aukalag með Spoon, er að fara að tékka á nýja diskinum með þeim. Og já þetta er ekki íslenska hljómsveitin Spoon.
Spoon - The Ghost Of You Lingers [mp3]

21.5.07

One down

One down, two to go!

Sól og sumar í Þrándheimi í dag, snjór á íslandi! Afhverju er þetta ekki alltaf svona :)

20.5.07

Alene i Norge

Já maður er nú ekki dauður, ég er bara í prófum.

Búinn að vera mikið niðri í skóla að læra undanfarnar vikur. Á morgun er fyrsta prófið og svo annað 23. maí eða 1,5 dögum seinna. Þannig að það er nóg að gera fram að því en svo er seinasta prófið 29. maí svo maður hefur smá tíma til að anda fyrir það próf.

Þannig að nú má maður varla vera að því pissa hvað þá skrifa blogg en kvöldið 23. maí ætla ég að frátaka fyrir Liverpool - AC Milan, ooo hvað ég er ánægður að vera ekki í prófi 24. maí.

Anna og Kári fóru svo í morgun heim til Íslands þar sem þau verða næstu tvo og hálfan mánuð, ég kem svo 31. maí. En á meðan er maður alene i Norge.

Vi snakkes
Ha det bra!

15.5.07

Kári yfirstubbur

Mikið stuð hjá Kára að horfa á Stubbana í sjónvarpinu.

Facebook

Einu sinni var það friendster, nú er það myspace og næst er það facebook.

Ég er búinn að stofna "prófíl" þarna. Held ég sé búinn að senda e-mail á einhverja til að skrá sig þarna inni.
Þetta er voða vinsælt hérna út í Norge og einnig í USA en virðist ekki vera komið til Íslands. Er það ekki bara tímaspursmál, tökum við ekki öll æðin upp?
Hvað er þetta? Tja svona svipað og myspace held ég nema gengur meira út á grúbbur og hópa, að ég held.
Væri flott að vera með matarklúbbshóp þarna?

Annars vildi ég bara vera eins og allir hinir :)

12.5.07

Balkanvision

uss, þvílík vonbrigði. Hvorki Eiki né Guri komust áfram (þeas Ísland og Noregur). Held að þessi keppni verði tekin í gegn eftir 1 til 2 ár eins og hefur verið í umræðunni. Ekki mikill áhugi fyrir þessari keppni núna, enda sit ég hér á meðan keppnin er. Hef ekki heyrt mikið af lögum sem eru í aðalkeppninni en hann Damien félagi minn benti mér á franska lagið og persónulega finnst mér það bara nokkuð gott. Örvar heldur sem sagt með Frökkum í kvöld.


Kári er orðinn svaka stór strákur. Núna er það nýjasta að standa upp í rúminu sínu þegar hann á að fara sofa. Var í kvöld að týna niður Bangsímon skrautið af veggnum, svaka fjör.

9.5.07

Skólinn búinn

en ekki prófin...

Var í seinasta fyrirlestrinum mínum í dag og er auk þess búinn að skila öllum verkefnum. Þannig að núna næstu 3 vikurnar verður hrein gleði (lesis próflærdómur). Er núna mest allan daginn niður í skóla að læra og Anna því ein hjemma að snúllast með Kára.

Er að fara í þrjú próf, það fyrsta verður 21. maí, næsta 23. maí (áfram Liverpool) og seinasta prófið er svo 29. maí. Er fyrst að vinna aðeins upp í lestri og svo á morgun byrja ég á próflærdómi (eða það er allavega planið).

Er líka að glíma við það að ákveða hvernig næsta önn verður, þarf að gera það fyrir 15. maí. Það felst aðalega í því að reyna að ákveða hvaða "project oppgave" maður á að taka. Þetta er 1/4 af næstu önn og svo getur maður haldið áfram með það sem meistaraverkefni. Get einnig sleppt því og farið í auka fag í staðinn, what to do, what to do???

Nú kemur frestunaráráttan að góðum notum :)

7.5.07

Nýjustu tölur

Kári varð 9 mánaða í gær og í dag fór hann í skoðun. Nýjustu tölur eru:
Þyngd: 9800 gr.
Hæð: 73,5 cm.

Henn fer alveg að ná Jóni Hauki :)

6.5.07

På DVD #II

Kurt Wallander: Brannvegg (2006)
Búinn að lesa nokkrar bækur með Kurt og yfirleitt fundist þær góðar. Þetta er framhaldsmynd í tveimur hlutum sem er bara nokkuð góð. Er hægt að segja að "Kurt klikkar ekki"?
Einkunn: Brandvägg fær 6

The Devil Wears Prada (2006)
Það þekkja allir þessa formúlu, ljóta stelpan verður sæt og gleymir hver hún er í raunveruleikanum. Skil ekki afhverju Meryl Streep var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari mynd, geta ekki allir leikið "tæfu"?
Einkunn: The Devil Wears Prada fær 5

The Holiday (2006)
Fínn hlutinn með Jack Black og Kate Winslet en Cameron Diaz fer eitthvað í mig eftir að hún lék í The Sweetest Thing. Annars alveg ágætis rómantísk gamanmynd ef menn eru fyrir þannig tebolla.
Einkunn: The Holiday fær 6

Casino Royale (2006)
Besta James Bond myndin í langan tíma. Hefði samt verið fróðlegt ef Quentin Tarantino hefði fengið að leikstýra henni. Mjög ánægður með Daniel Craig sem Bond.
Einkunn: Casino Royale fær 8

Blood Diamond (2006)
Góður leikur og góð mynd, lítið um hana að segja.
Einkunn: Blood Diamond fær 8

Hollywoodland (2006)
Ekki vissi ég mikið um fyrsta Superman-inn en þetta er svona lala mynd. Ekki svo góð en ekki heldur slæm.
Einkunn: Hollywoodland fær 5

Little Miss Sunshine ( 2006)
Átti einhvern vegin ekki von á miklu og kom því þessi mynd mér nokkuð á óvart. Flottir leikarar og góður söguþráður.
Einkunn: Little Miss Sunshine fær 9

Children of Men (2006)
Nokkuð furðuleg mynd, áhugaverð pæling en náði mér ekki alveg, bjóst við meiru.
Einkunn: Children of Men fær 6

Music and Lyrics (2007)
Hugh Grant hefur verið að koma sterkur inn, Anna er alltaf fljót að biðja mig um að ná í rómantískar gamanmyndir og er þetta alveg fín þannig mynd.
Einkunn: Music and Lyrics fær 7

The Pursuit of Happyness (2006)
Mjög góð mynd, átti von á einhverju þunglindi yfir þessari mynd en Will Smith er mjög góður og bara heilt yfir mjög góð mynd, kom mér á óvart.
Einkunn: The Pursuit of Happyness fær 8

Night at the Museum (2006)
Átti heldur ekki von á miklu. Hélt að þetta væri svona mynd sem ekkert myndi gana upp og færi því í taugarnar á mér. En alveg fín grín mynd en ekkert meira en það. Held það sé samt kominn tími á að Ben Stiller fari að finna sér eitthver önnur hlutverk, þó svo að hann og Owen Wilson séu alltaf góðir saman.
Einkunn: Night at the Museum fær 7

Babel (2006)
Úff, leiðindi. Hélt ég væri að fara horfa á "Drama/Thriller" en jesús hvað þetta var ekki þannig mynd. Nokkrar sögur fléttar saman svipað og í Crash nema hvað að þetta var bara of artí fyrir mig.
Einkunn: Babel fær 3

Er þetta ekki komið ágætt í bili!

4.5.07

Busy week!

Búið að vera nóg að gera í vikunni.

Fyrsta verkefnið var að "klára" að skrifa ritgerð í Bestandighet, vedlikehold og reparasjon av betongkonstruksjoner. Var að skrifa um rannsóknir á alkalivirkni í steypu, veit æði, ég skal senda ykkur þessa ritgerð ef þið viljið :). Var alla helgina + mánudag að því og ekki get ég sagt að mér hafa fundist það gaman. Á samt eftir að laga hana aðeins áður en ég skila henni inn.

Hópurinn að taka sporvagn heim frá Eivind (02.05.2007)
Næst var það kynning á verkefninu okkar í Experts in Team. Þetta er próflaus áfangi þar sem maður þarf að skila bæði verkefni og svo einskonar vinnumöppu. Gengur aðalega útá að kenna fólki að vinna í hópum. Fínt að læra það en verkefnið sem við fengum var mökk leiðinlegt. Þannig að það er ágætt að við séum að klára þetta.
Um kvöldið bauð prófessorinn öllum heim og var grillað og spjallað. Þó svo að áfanginn er búinn að vera leiðinlegur þá er ég búinn að kynnast fullt af fólki allsstaðar að úr heiminum, sem er mjög skemmtilegt.
Myndir frá EiT eru hér.

Ég og Anna úti að borða á Jonathan (03.05.2007)
Í gær var það svo hittingur hjá Íslendingafélaginu Kjartani hérna í Þrándheimi. Félagið bauð í mat á Jonathan veitingastaðnum og boðið uppá þriggja rétta máltið. Held þetta sé það flottast sem ég og Anna höfum fengið okkur hérna í Þrándheimi. Einhverskonar lax í forrétt, steinasteik í aðalrétt og ostakaka í eftirrétt. Mjög gaman að hitta alla, svona áður en allir fara að loka sig inni fyrir próflærdóminn.

1.5.07

Úff *Uppfært*

Maður skilur stundum ekki afhverju manni finnst gaman að horfa á fótbolta. Þegar liðið manns gengur vel og mikið er undir í leikjum er maður of stressaður til að geta notið þess að horfa á sjálfan leikinn.

En það er þess virði ef gengur vel en djöfulsins kvöl getur þetta verið ef það gengur illa. Ég hef nefnilega ekki góða tilfinningu fyrir leiknum sem er að fara byrja eftir 4 mínútur...en áfram Liverpool!

----------------uppfært-----------------------------
Já þetta var vel þess virði og það er eitthvað svo gaman að sjá Mourinho tapa eftir allt sem hann hefur verið að segja.