30.8.07

Meistaradeildin í Lerkandal

Það var dregið í riðlakeppni meistaradeildarinnar áðan og var mikil spenna á heimilu. Svona fyrir fram var ég nú að vonast eftir Liverpool myndi dragast með Rosenborg í riðli en svo varð því miður ekki.
Rosenborg lenti með Chelsea, Valencia og Schalke í riðli og getur maður nú verið nokkuð sáttur með það, sérstaklega að fá tvö stórlið í heimsókn.

Þannig að nú er bara að undirbúa miðakaupin svo maður fái nú miða á leikina.

Kamp 1: Chelsea - Rosenborg tirsdag 18. september
Kamp 2: Rosenborg - Schalke onsdag 3. oktober
Kamp 3: Rosenborg - Valencia onsdag 24. oktober
Kamp 4: Valencia - Rosenborg tirsdag 6. november
Kamp 5: Rosenborg - Chelsea onsdag 28. november
Kamp 6: Schalke - Rosenborg tirsdag 11. desember

Áfram Rosenborg

29.8.07

Steggjun Stebba og brúðkaup

Var að setja myndir frá steggjuninni hans Stebba inná netið. Settið þær inná Picasa síðuna mína.
http://picasaweb.google.com/orvars/SteggjunStebba

Var svo einnig að bæta við brúðkaupinu hjá Stebba og Sillu:
http://picasaweb.google.com/orvars/BrKaupStebbaOgSillu

Er að reyna að vera duglegri að setja myndir inná netið.

Hérna er svo lítið slide show með myndunum en mæli frekar á að fólk skoði þetta í slide show-i á picasa síðunni.

27.8.07

Åre

Við fjölskyldan skelltum okkur til útlanda um helgina, nánar tiltekið til Åre í Svíþjóð. Ekkert voða langt en samt 162 km (skv Google). Búin að ætla að fara þangað í nokkur tíma en einhvernvegin aldrei farið. En nú skelltum við okkur þar sem vikan var nú búin að vera mjög svo róleg. Fyrir þá sem ekki vita er Åre "þekktur" skíðastaður, búin að vera nokkur stórmót þar þó svo ég viti nú ekki alveg hvaða mót.

Ekki vorum við heppin með veður því þegar lagt var af stað var mikið rok hérna í Þrándheimi (sem er óvanalegt) og einnig þegar við komum til Åre. Leiðin sjálf var falleg á köflum þó svo að stór hluti leiðarinnar hafi maður verið að keyra í trjágöngum (ef þið fattið hvað ég meina).

Gaman að koma í þennan skíðabæ en gáfum okkur ekki mikin tíma í að skoða bæinn vegna veðurs. Maður er orðinn of góður vanur þegar maður er farinn að kvarta yfir smá roki.

En núna getum við loks kallað okkur alvöru Norðmenn. Búin að fara yfir til Svíþjóðar í innkaupaleiðangur. 3 kg af kjúklingabringum, 3 svínalundir, 1 nautalund, stór skinka, beikon, ostur og ekki má gleyma áfenginu, 6 léttvín og kassi af bjór. Ágætis árangur þó svo að gróðinn hafi fokið í burtu þegar ég fékk stöðumælasekt fyrir að leggja bílnum fyrir utan húsið allan nóttina, alveg glatað.

En nóg í bili

23.8.07

Í fréttum er þetta helst

Þá er skólinn hægt og rólega að fara af stað. Er búin að vera ákveða hvaða fög ég ætla að taka en það er ekki komið á hreint hvernig "verkefnis" fagið verður, fæ örugglega að vita meira með það í næstu viku. Þannig að þessi vika er mjög svo róleg í skólanum.

Þessi vika búin að vera mjög skrítin. Kári er yfirleitt farinn á leikskólann um 8-8:30 og er alveg til 15:00, þannig að maður er hálf eirðarlaus þennan tíma. Maður var búinn að gleyma hvernig er að hanga heima hjá sér og gera ekki neitt, en maður er samt fljótur að rifja það upp. :)

Þá er Anna komin með vinnu í heimahjúkrun og fær að vita meira um það í næstu viku. Ætlaði að vera vinna á vökudeildinni á St. Olav spítala en það gekk því miður ekki upp. En samt frábært að hún sé kominn með vinnu og fer að vera fyrirvinnan á heimilinu.

Þannig að það fer allt að gerast í næstu viku, við bíðum spennt.

Fórum í smá göngutúr um bæinn í gær eftir að Kári var kominn heim af leikskólnum. Löppuðum af einum besta útsýnisstað Þrándheims í góða veðrinu. Myndirnar eru teknar við það tækifæri. Alltaf sól og blíða hérna í Þrándheimi.

20.8.07

Fótbolti

Þessi helgi hefði orðið fullkomin fótboltalega séð ef þetta fífl hefði ekki dæmt leikinn á með Liverpool. Aldrei vitað um annað eins bull. Chelsea er alveg nógu leiðinlegt lið, það þarf ekki að fá svona hjálp frá dómaranum.

Annars finnst mér þetta mark algjör snilld og vonandi er þetta það sem koma skal.

16.8.07

Áhorf sumarsins

Því miður hef ég ekki horft á margar góðar myndir í sumar. Hérna eru þær nýjustu sem ég hef séð.

The Last King of Scotland (2006)
Frábær mynd byggð á raunverulegum atburðum. Forest Whitaker er frábær sem Idi Amin. Mæli hiklaust með þessari.
Einkunn: The Last King of Scotland fær 8

Shooter (2007)
Horfði á þessa þegar Anna var á kvöldvakt. Flott AST (allt sprent í tætlur) mynd en ekki horfa á hana með frúnni.
Einkunn: Shooter fær 7

Hannibal Rising (2007)
Sæmileg mynd en kemst ekki nálægt fyrri myndunum um Hannibal.
Einkunn: Hannibal Rising fær 6

Spider-Man 3 (2007)
Kláruðum þessa í vikunni og varð fyrir nokkrum vonbrigðum þó svo að ég hafi verið varaður við. Þetta dans atriði út á götu er eitt það versta í kvikmyndsögunni (ásamt einu atriði í The Sweetest Thing). Þá var einnig sorglegt að sjá Spider stökkva og lenda fyrir framan 100 fm (fermetra) Bandarískan fána, úff hvað það var slæmt. Eigum við að fara eitthvað útí Tobey Maguire að reyna að vera cool eða vondur.
Hver var svo vondi kallinn í þessari mynd?
Ekki ánægður með hana þó svo að tæknibrellur og hasaratriðin hafi verið flott.
Einkunn: Spider-Man 3 fær 5

88 Minutes (2007)
Al Pacino ekki að gera góða hluti með að leika í þessari mynd. Allt gert til að þú "fattir" ekki plottið á kostnað myndarinnar. Var bara einhvernveginn ekki að virka.
Einkunn: 88 Minutes 5

Catch and Release (2006)
Ætlaði að vera góður við Önnu og horfa á eina rómantíska gamanmynd. Í stuttu máli var þessi hvorugt rómantísk né fyndin á neinn hátt, algjör leiðindi. Veit ekki hvað Kevin Smith er að spá stundum, og svei mér þá ef Jennifer Garner sé ekki farinn að fara jafn mikið í taugarnar á mér eins og Cameron Diaz.
Einkunn: Catch and Release 3

Þetta er allt í bili, lét svo vita hvað þið eigið að forðast þegar ég er búinn að horfa á eitthvað nýtt.

15.8.07

Lag dagsins

Mikið stuð hjá Calvin Harris í þessu lagi, góð blanda af LCD Soundsystem og Daft Punk. Hérna er lagið "The Girls". Var að uppgötva þennan í dag og búinn að hlusta á diskinn og er það bara fínasta hlustun.



Hérna er svo eitt á mp3 formi í lokin, þetta er nýjasti "Single-inn".
Calvin Harris - Merrymaking At My Place

13.8.07

Leikskólastrákur

Það var stór dagur í lífi Kára í dag. Hann byrjaði nefnilega á leikskóla í dag, eins árs og eins vikna. Var bara tvo tíma í dag ásamt mömmu sinni en allt gekk mjög vel og hann fór strax að leika sér við börnin sem voru á leikskólanum. Ekki mikil hræðsla í mínum manni. Tíminn á leikskólanum verður síðan alltaf aukinn út vikuna og eftir hana ætti hann sem sagt að geta verið á leikskólanum frá 7:30 til 4:30, hvorki meira né minna.

Á myndinni er drengurinn orðinn óþreyjufullur í að komast á leikskólann, gengur ekki að vera ennþá að hanga inni kl. 10!

11.8.07

Enska deildin

Þá er loksins komið að því að enska deildin byrji. Sumarin eru alltaf nokkuð skrítin tími varðandi það að eyða ómældum tíma í að skoða slúður og annað ómerkilegt varðandi ensku liðin og af þeim sökum hlakkar manni til þegar deildin loksins byrjar.

Mikil umræða er búin að vera á Liverpool blogginu um Sýn2 og 365 yfir höfuð og ekkert nema gott um það að segja því ekki myndi ég borga 4390 á mánuði eða 52680 á ári fyrir að horfa á enska boltan. Ansi margt hægt að gera fyrir þann pening.
Bendi mönnum á tvær fínar síður:
www.myp2p.eu
www.live-footy.org
Ekki að ég muni nota þetta, neineinei, það er örugglega ólöglegt. Svo er TV3 alltaf með meistaradeildina og ég er með hana heima í Moholti.

Ég er ekkert að tapa mér í bjartsýni fyrir komandi tímabil en vona auðvitað að mínir menn í Liverpool byrji vel og geti því verið með í kapphlaupinu um titilinn. Á, því miður, reyndar von á því að skítaliðið Man utd vinni deildinina og Chelsea nái öðru sætinu og Liverpool í þriðja og eins og margir gæti ég alveg trúað að Tottenham nái loksins að "vinna" Arsenal og ná 4 sætinu.

Torres er auðvitað kominn í Liverpool en aftur á móti er Tevez kominn í Man utd og þar er leikmaður sem ég hefði viljað sjá í Liverpool. Ég vona bara að Torres komist í gang og eigi eftir að raða þeim inn fyrir Liverpool og Tevez þjáist af slæmri gyllinæð sem mun gera það að verkum að hann eigi jafn gott tímabil og Sheva í fyrra. Ekki má gleyma Chelsea því þeir voru að landa Alex frá PSV og svo hlýtur Sheva að detta í gang, trúi ekki öðru.

Þannig að mitt mat er að Man utd og Chelsea eru með betri mannskap en Liverpool en það er ekki að segja það að Liverpool geti verið með betra lið og klárað dæmið. Mitt mat er samt svona:

1. Man utd
2. Chelsea
3. Liverpool
4. Tottenham
5. Arsenal

Svo verða Everton, Blackburn og kannski Newcaslte í næstu sætum.

Spá dagsins er því Aston Villa 1 - Liverpool 1, því miður. Er með of mikla reynslu sem Liverpool maður til að tapa mér í bjartsýni...

Hvað finnst þér?

10.8.07

Tónlist dagsins

Það er ekkert smá sem er að koma út af góðri tónlist þessa daga, ég er líka að vinna upp takmarkanir á internetinu í sumar.

Held áfram að koma með tónlist frá Kanada, nú eru það The New Pornographers sem eru að fara gefa út Challengers núna í ágúst. Platan er reyndar ekkert stórkostleg en það eru góð lög inná milli. Hérna er eitt sem kemur til greina á topp 10 á árinu og er mjög hresst sumarlag. Gott í sólinni í Þrándheimi, veit reyndar ekki hvernig það fer í rigningunni á Íslandi.
The New Pornographers - My Rights Versus Yours

Gaman væri nú að vita ef einhver hefur gaman af þessu og ef svo er hvað þeim finnst nú um lögin, Uncle G hrósði nú mér fyrir Tegan & Sara!

9.8.07

Altmuligman

Á mánudaginn fór fram mín fyrsta alvöru bílaviðgerð, ég þurfti nenfilega að skipta um bremsur á bílnum.
Ég tók mig til og fór niður í Toyota umboðið hérna í Þrándheimi og keypti bremsuklossa, var næstum því búinn að kaupa bremsudiska vegna smá tungumálaerfiðleika en það er önnur saga.
Var búinn að fá smá ráðgjöf um hvernig þetta ætti að fara þannig að maður henti sér bara út í djúpu lögina, búinn að púsla nokkrum tölvum saman þannig að ekki gat þetta verið mikið mál!

Hélt fyrst að þetta væri allt ryðgað í rassgat en svo náði ég með hjálp vina minna í WD-40 að losa þetta í sundur. Að setja þetta saman var svo aðeins meira mál! Eftir nokkur símtöl til Íslands og ferð út í Rema að kaupa þvingur þá hófst þetta allt saman þó svo með einni ferð úta bensínstöð að kaupa bremsuvökva. Þannig að tveimur tímum seinna var ég búinn að skipta um bremsuklossa á öðru dekkinu og orðið of dimmt til að skipta á hinu. En það skiptir ekki öll máli þar sem þetta var dekkið sem farið var að ískra í.

Ég verð nú að viðurkenna eftir þessa reynslu mína að púsla saman bíl er aðeins erfiðara fyrir mig en að púsla tölvum saman en þetta hefst allt ef maður bara reynir.

7.8.07

Stars : In Our Bedroom After the War

Stars eru komnir með nýja plötu sem hefur verið í spilun hjá mér og heitir In Our Bedroom After the War. Eins og Tegan and Sara koma þeir frá Kanada og ég byrjaði líka að hlusta á þá 2004 þegar þau gáfu út plötuna Set Yourself on Fire.

Hérna eru tvö lög eitt á Youtube og hitt í download-i, verði ykkur af góðu.
Stars - The Night Starts Here


6.8.07

Kári eins árs í dag!

Kári 06.08.06
Kári er eins árs í dag og vildi ég óska honum til hamingju með daginn og bjóða öðrum uppá að gera hið sama. Kári fær því miður enga afmælisveilsu hérna í Norge því hún var haldinn með pompi og prakt á Íslandi fyrr í vikunni (eða í seinustu viku).

Kári 05.08.07
Þetta ár hefur liðið alveg ótrúlega hratt og margt gerst síðan hann kom í heiminn. Þetta er kannski ekki alveg kjörinn afmælisdagur því Kári er veikur og hefur það því ekkert sérlega gott, hann lætur það samt eftir sér að vera hress inná milli. Með þessari færslu eru tvær myndir með ca. árs milli bili.

Svo er Anna aftur komin á skrið í myndunum á Barnalandi. Myndir úr afmælinu og margt fleira.

Sól ug sumar

Sól og sumar í Þrándheimi, 20 til 25°c stiga hiti út alla vikuna, fer aðeins eftir hvað þú skoðar. Ekki slæmt það, verst að Kári er veikur og ég að læra!

4.8.07

If You're Into It

Ég sett inn eitt myndband með þessum snillingum fyrir stuttu en ég bara get ekki hætt að hlusta á þá.

Þeir eru með sjónvarpsþátt á HBO sem ég hef ekki getað náð í en nú er maður kominn út og því ættu þeir bráðlega að verða komnir inná tölvuna hjá manni í boði internetsins.

Flight Of The Conchords - If You're Into It

2.8.07

Þá er ég farinn...

Seinasta bloggið frá Íslandi í bili. Fljúgum til Þrándheims í nótt og verðum mætt í Móholtið klukkan ca. 8 í fyrramálið (á íslenskum tíma).

Bless í bili!