Svaka flott bursdagfest hjá Jóa í gær enda kallinn orðinn 30 ára. Grillað og drukkið bjór og rauðvín í fáránlegum hita. Þetta er eins og að búi á sólarströnd þessa dagana. Góður matur og góður félagsskapur. Svo var gengið heim með Kára steinsofandi í vagninum enda var hann ekkert á því að fara að sofa í partíinu.
Vildi koma á framfæri kærum þökkum fyrir okkur í Moholti 30.
Annars vildi koma eftirfarandi hamingju óskum á framfæri.
- Guðmundur Sverrisson, til hamingju með 29 ára afmælið, vonandi áttu til með að eiga góðan dag í dag. Þú færð hamingju óskir á undan litla bróður því, jú þú ert nú eldri en hann er það ekki.
- Kristinn Sverrisson, til hamingju með 29 ára afmælið, vonandi áttu til með að eiga góðan dag í dag.
- Arnar Harðarson, til hamingju með stúdentsprófið, leiðinlegt að missa af veislunni í kvöld en ég hefst ekkert um að við fáum veislu þegar við komum á klakann. Skemmtu þér vel í kvöld.
- Dóra frænka, til hamingju með 15 ára afmælið, ekkert smá hvað tíminn líður hratt, litla frænka orðin 15 ára.