Eftir að hafa verið einn hérna í Þrándheimi í viku var kominn tilhlökkun í mann að hitta Önnu og Kára aftur og einnig mömmu og pabba sem eru á leiðinni í heimsókn.
Ég átti von á þeim kl. 00:20 í nótt en það var seinkun á vélinni frá íslandi þannig að þau misstu af tengifluginu í Osló til Þrándheims. Þannig að nú þarf ég að bíða til klukkan ca. 12 á morgun með að hitta þau en þau munu gista á annars ágætu hóteli í Osló (Gardemoen) í nótt.
Fúlt...
30.3.07
På DVD
Myndirnar sem ég horfa á um þessar mundir eru aðeins öðruvísi en venjulega, það er nefnilega þannig að ég er að horfa á myndir sem ég annað hvort veit eða held að Anna vilji ekki sjá.
The Departed (2006)
Loksins fékk Scorsese Óskarinn og það fyrir löggumynd, ekki oft sem þess lags myndir fá Óskarinn fyrir besta myndin en hún á það fyllilega skilið. Margir töldu þetta bestu myndina árið 2006 ég held ég sé bara nokkuð sammála því, man ekki eftir neinni annari í augnablikinu.
Einkunn: The Departed fær 9
Johnny Dangerously (1984)
usss, tímalaus snilld. Las um þessa mynd á einhverju moggabloggi og mundi þá eftir henni, þetta var ein af uppáhalda bíómyndunum mínum þegar ég var patti. Veit samt ekki hvort hún er fyrir alla en hef þú sást hana í gamla daga er gaman að rifja hana upp.
"You shouldn't grab me, Johnny. My mother grabbed me once... ONCE! ". Snilld!!!
Einkunn: Johnny Dangerously fær 7
Underworld Evolution (2006)
Ég sá fyrri myndina í Norrænu á leiðinni til Noregs, því var um að gera að horfa á þessa í Noregi. Vampírur vs. Varúlfar, ég veit ekki hvort það er Kate Beckinsale en mér finnst þessar myndir bara nokkuð góðar.
Einkunn: Underworld: Evolution fær 7
Jarhead (2005)
Ekki þessi venjulega stríðsmynd, fjallar meira um tilfinninga og sálfræðilega baráttu við að helda geðheilsu í aðdraganda að stríði. Maður gæti alveg trúað að svona væri þetta nokkurn veginn enda er hún byggð á bók þar sem höfundurinn skrifar einhverskonar endurminningar um Gulf War.
Einkunn: Jarhead fær 6
Broken Flowers (2005)
Úff, algjör leiðindi, veit ekki hvort að það sé verið að reyna að herma eftir Lost in Translation en þessi mynd er alveg mjög svo leiðinleg og akkúrat ekkert gerist í henni, hún bara endar... Skil bara ekki hvernig í ósköpunum þessi mynd fær 7,3 í imdb.
Einkunn: Broken Flowers fær 2
Sammála eða ósammála?
The Departed (2006)
Loksins fékk Scorsese Óskarinn og það fyrir löggumynd, ekki oft sem þess lags myndir fá Óskarinn fyrir besta myndin en hún á það fyllilega skilið. Margir töldu þetta bestu myndina árið 2006 ég held ég sé bara nokkuð sammála því, man ekki eftir neinni annari í augnablikinu.
Einkunn: The Departed fær 9
Johnny Dangerously (1984)
usss, tímalaus snilld. Las um þessa mynd á einhverju moggabloggi og mundi þá eftir henni, þetta var ein af uppáhalda bíómyndunum mínum þegar ég var patti. Veit samt ekki hvort hún er fyrir alla en hef þú sást hana í gamla daga er gaman að rifja hana upp.
"You shouldn't grab me, Johnny. My mother grabbed me once... ONCE! ". Snilld!!!
Einkunn: Johnny Dangerously fær 7
Underworld Evolution (2006)
Ég sá fyrri myndina í Norrænu á leiðinni til Noregs, því var um að gera að horfa á þessa í Noregi. Vampírur vs. Varúlfar, ég veit ekki hvort það er Kate Beckinsale en mér finnst þessar myndir bara nokkuð góðar.
Einkunn: Underworld: Evolution fær 7
Jarhead (2005)
Ekki þessi venjulega stríðsmynd, fjallar meira um tilfinninga og sálfræðilega baráttu við að helda geðheilsu í aðdraganda að stríði. Maður gæti alveg trúað að svona væri þetta nokkurn veginn enda er hún byggð á bók þar sem höfundurinn skrifar einhverskonar endurminningar um Gulf War.
Einkunn: Jarhead fær 6
Broken Flowers (2005)
Úff, algjör leiðindi, veit ekki hvort að það sé verið að reyna að herma eftir Lost in Translation en þessi mynd er alveg mjög svo leiðinleg og akkúrat ekkert gerist í henni, hún bara endar... Skil bara ekki hvernig í ósköpunum þessi mynd fær 7,3 í imdb.
Einkunn: Broken Flowers fær 2
Sammála eða ósammála?
Merki:
Kvikmyndir
29.3.07
Grasekkill
Eins og hefur komið fram hér áður eru Anna og Kári á Íslandi og er ég því einn í kotinu. Það er ekki laust við að lífsvenjur mínar breytist örlítið við þessar aðstæður.
Fyrst er það kvöldmaturinn. Matseðill hjá mér síðustu vikuna er búið að vera: Pizza, Pizza, Pizza, Hamborgari, Burritos, Pylsur, Pylsur...og ég er að gera það upp við mig núna hvort ég eigi að fá mér hamborgara eða pizzu í kvöld. Það var svo þannig að mér var boðið í mat í Burritos'ið. Vonandi breytist ég ekki í pizzu með þessari leti.
Svo er það háttatíminn minn. Anna er nú yfirleitt nokkuð dugleg að reka mig í háttin en þegar hún er ekki til staðar þá vandast aðeins málið. Hugsunin "einn þáttur í viðbót" hefur flogið í gegnum hausinn nokkuð oft og yfirleitt er það svo "einn þáttur í viðbót".
En Anna og Kári koma ásamt mömmu og pabba á morgun þannig að nú eru betri tímar í vændum.

Svo er það háttatíminn minn. Anna er nú yfirleitt nokkuð dugleg að reka mig í háttin en þegar hún er ekki til staðar þá vandast aðeins málið. Hugsunin "einn þáttur í viðbót" hefur flogið í gegnum hausinn nokkuð oft og yfirleitt er það svo "einn þáttur í viðbót".
En Anna og Kári koma ásamt mömmu og pabba á morgun þannig að nú eru betri tímar í vændum.
Merki:
Daglegt
28.3.07
Vorið
Ég held að vorið sé komið hérna í Þrándheimi. Það er búið að vera alveg frábært veður alla vikuna eða alveg síðan Anna fór. Búið að vera heiðskýrt og sólin farinn að hita vel á daginn, þó svo að hitinn sé nú ekki mikið að fara yfir 10°C er vel heitt og maður gæti hæglega verið úti á stuttermabol. Vorið er greynilega góður árstími hérna í Noregi, ekki bara maí eins og heima.
Það er svo ekki að spyrja af því, um leið og við fáum gesti þá versnar veðurspáin. Veit ekki alveg hvað veðurguðirnir hérna í Norge hafa á móti íslenskum heimsóknum.
Er að horfa með öðru auganu á Tyrkland spila á móti Noregi. Noregur var komið í 2-0 en þá tók markmaðurinn Thomas Myhre til sinna ráða og er búinn að fá tvö mjög svo klaufaleg mörk á sig, "Ny forferdelig tabbe av Myhre! Helt utrolig!" svo ég vitni nú bara í Adress.no.
Hef í sjálfu sér ekki mikið annað að segja...
Það er svo ekki að spyrja af því, um leið og við fáum gesti þá versnar veðurspáin. Veit ekki alveg hvað veðurguðirnir hérna í Norge hafa á móti íslenskum heimsóknum.
Er að horfa með öðru auganu á Tyrkland spila á móti Noregi. Noregur var komið í 2-0 en þá tók markmaðurinn Thomas Myhre til sinna ráða og er búinn að fá tvö mjög svo klaufaleg mörk á sig, "Ny forferdelig tabbe av Myhre! Helt utrolig!" svo ég vitni nú bara í Adress.no.
Hef í sjálfu sér ekki mikið annað að segja...
Merki:
Daglegt
26.3.07
BloggGáttin

Þið getið bætt mér við í bookmarks með því að ýta á appelsínugula RSS hnappinn hægra megin á address barinu, svona ef þið viljið ekki nota BloggGáttina.
Merki:
Tækni
25.3.07
Vassfjellet
Þetta er bara búin að vera nokkuð góð helgi, svona fyrir utan það að ég er einn hérna í Noregi og sakna annarra meðlima í fjölskyldunni.
Ég er búinn að fara tvisvar á skíði um helgina. Fór fyrst á föstudags kvöldið með Damien sem er með mér í Experts in Team. Hittum tvö önnur sem eru með okkur í sama kúrs og vorum að skíða með þeim, mjög gott færi og gaman að komast aftur á skíði. Mjög fyndið að skipta alltaf úr ensku í norsku eftir því með hverjum maður var með í lyftu.
Í dag skelti ég mér svo einn á skíði í fyrsta skipti á ævinni (að ég held). Ætlaði að vera mættur upp í fjall kl. 10 og vera fyrstu í brekkuna. Var svo að dóla mér í tölvunni áður en ég fór af stað og sá þá að klukkan var klukkustund á undan minni klukku. Það er sem sagt kominn sumartími hérna í Norge. Þannig að við erum sem sagt 2 klst á undan íslandi núna.
En aftur af skíðunum. Ég fór sem sagt á skíði í dag og það var alveg frábært. Ekki ský á himni og alveg blanka logn, í lokin var reyndar færið orðið nokkuð þungt sökum snjóbráð en samt alveg frábær dagur á skíðum.
Setti myndir inná flickr.
Ég er búinn að fara tvisvar á skíði um helgina. Fór fyrst á föstudags kvöldið með Damien sem er með mér í Experts in Team. Hittum tvö önnur sem eru með okkur í sama kúrs og vorum að skíða með þeim, mjög gott færi og gaman að komast aftur á skíði. Mjög fyndið að skipta alltaf úr ensku í norsku eftir því með hverjum maður var með í lyftu.
Í dag skelti ég mér svo einn á skíði í fyrsta skipti á ævinni (að ég held). Ætlaði að vera mættur upp í fjall kl. 10 og vera fyrstu í brekkuna. Var svo að dóla mér í tölvunni áður en ég fór af stað og sá þá að klukkan var klukkustund á undan minni klukku. Það er sem sagt kominn sumartími hérna í Norge. Þannig að við erum sem sagt 2 klst á undan íslandi núna.
En aftur af skíðunum. Ég fór sem sagt á skíði í dag og það var alveg frábært. Ekki ský á himni og alveg blanka logn, í lokin var reyndar færið orðið nokkuð þungt sökum snjóbráð en samt alveg frábær dagur á skíðum.
Setti myndir inná flickr.
Merki:
Skíði
Fóstbræður
Þetta á nú ekki að vera youtube blogg en þetta atriði er bara of fyndið...
Merki:
Húmor
24.3.07
Hjem alene
Anna og Kári fóru í viku heimsókn til Íslands í gær. Ekki allir vissu af þessari heimsókn því um óvænt heimsókn var að ræða. Tengdó öll í þessu óvænta og eftir að hafa komið óvænt í heimsókn á afmælinu hennar Önnu í fyrra var ákveðið að Anna & Kári kæmu óvænt heim í afmælið hjá pabba sínum.
Ég komst ekki með í þetta skiptið því maður þarf jú að hugsa um skólann og verður reynt að nota þessa viku í lærdóm því svo koma Mamma og Pabbi með Önnu og Kára hingað til Noregs og verða í 6 daga.
Anna var búinn að tala um að ég fengi nú að sofa út um helgina því ekki væri eitt stykki Kári til að vekja mann. En þar sem maður er nú nokkuð vanafastur ákvað ég að vakna um kl. 5 bara því þá er Kári vanur að vakna og svo aftur kl. 7 því þá er Kári vanur að vakna. Endaði svo með því að ég skrölti framúr um kl. 9 eftir að hafa dormað upp í rúmmi í ca. 2 tíma.
Er þetta svona þegar maður er orðinn gamall?
Ég komst ekki með í þetta skiptið því maður þarf jú að hugsa um skólann og verður reynt að nota þessa viku í lærdóm því svo koma Mamma og Pabbi með Önnu og Kára hingað til Noregs og verða í 6 daga.
Anna var búinn að tala um að ég fengi nú að sofa út um helgina því ekki væri eitt stykki Kári til að vekja mann. En þar sem maður er nú nokkuð vanafastur ákvað ég að vakna um kl. 5 bara því þá er Kári vanur að vakna og svo aftur kl. 7 því þá er Kári vanur að vakna. Endaði svo með því að ég skrölti framúr um kl. 9 eftir að hafa dormað upp í rúmmi í ca. 2 tíma.
Er þetta svona þegar maður er orðinn gamall?
22.3.07
Lost
Jæja þá var byrjað að horfa á Lost í gærkvöldi. Það var með ráðum gert að byrja svona seint að horfa á þessa seríu þar sem þetta eru svona óþolandi en samt áhugaverðir þættir, sérstaklega þar sem maður er búinn að eyða slatta af klukkutímum í fyrri seríur þá fer maður ekki að hætta núna!
Ágætt samt að þurfa ekkert að bíða neitt alltof mikið eftir þessu. Þættirnir fara rólega af stað og virðist þetta vera svipað og með hinar seríurnar með að teygja lopann endalaust.
Prison Break er á dagskrá í Moholti í kvöld, spennó...
Ágætt samt að þurfa ekkert að bíða neitt alltof mikið eftir þessu. Þættirnir fara rólega af stað og virðist þetta vera svipað og með hinar seríurnar með að teygja lopann endalaust.
Prison Break er á dagskrá í Moholti í kvöld, spennó...
Merki:
TV
21.3.07
Styrkur?
Það hefur borið á því að ýmis fólk sé ósátt við að hafa misst tölvuviðgerðamanninn sinn út úr landi. Mamma hefur t.d. verið að fá mann vinkonu sinnar og Gumma frænda til að reyna að hjálpa henni með eitthvað af þessum ótal tölvuvandræðum sem hún nær að koma sér í, og þau eru sko ekki fá skal ég segja ykkur. Held reyndar að mamma gæti ráðið mann í ca 50% vinnu við að hjálpa henni en það er annar handleggur. Þá virðist sem tölvurnar upp í Kambó sé andsettar því þær ná alltaf að hraka með ótrúlegum hraða. Þetta er bara það helsta!
Ég er að reyna að finna lausn á þessu máli og held ég sé kominn með ágæta hugmynd. Nú gefst fólki tækifæri á að leggja inná mig pening fyrir flugfari heim til íslands og þá skal ég leggja vinnu í það að laga tölvurnar þeirra! Er þetta ekki bara fín hugmynd!
Svo er líka spurning hvort að ég myndi svo fjármagna heimsókn Gísli til Noregs því það er hann sem ég leita til þegar allt er í volli hjá mér, spurning hver hann leitar til :)
Ég er að reyna að finna lausn á þessu máli og held ég sé kominn með ágæta hugmynd. Nú gefst fólki tækifæri á að leggja inná mig pening fyrir flugfari heim til íslands og þá skal ég leggja vinnu í það að laga tölvurnar þeirra! Er þetta ekki bara fín hugmynd!
Svo er líka spurning hvort að ég myndi svo fjármagna heimsókn Gísli til Noregs því það er hann sem ég leita til þegar allt er í volli hjá mér, spurning hver hann leitar til :)
Merki:
Daglegt
19.3.07
Í spilun
Það hefur komið út alveg ótrúlega mikið af góðri tónlist á þessu ári. Í sjálfu sér ekki mikið um ný bönd sem ég er að hlusta á heldur eru sveitir sem ég byrjaði að hlusta á frá árinu 2004-2006 að koma með nýjar plötur.
Þá góða við að fylgjast vel með hvað er að gerast í tónlistinni er að þá getur maður hlustað á miklu meira af nýrri góðri tónlist en maður myndi heyra í útvarpinu.
Hérna eru svo nokkrir diskar sem eru búnir að renna ansi mikið í gegnum itunes/ipod undanfarnar vikur. Þetta er svo mikið að ég ákvað að skipa þessu í A-plötur og B-plötur, þeas A eru mjög góðar og B eru aðeins lakari.
A-plötur:
The Arcade Fire - Neon Bible
Væntingarnar voru mjög miklar og kannski ekki alveg jafn góð og fyrirrennari hennar en ansi góð og verður betri með hverri hlustun.
The Arcade Fire - Ocean Of Noise
Modest Mouse
Ég uppgötvaði Modest Mouse 2004 þegar ég vann plötu með þeim á X-inu. Hef svo eftir það hlustað mikið á efni frá þeim, bæði nýtt og gamalt, þeir eru í 8 sæti á last.fm listanum mínum. Finnst reyndar að þeir mættu sleppa svona 4 lögum á hverri plötu og þá myndu þær verða algjört gull, en frábær tónlist engu að síður.
Modest Mouse - Missed the Boat
Bright Eyes - Four Winds [EP]
Bright Eyes er í toppsætinu hjá mér yfir mesta spilun á Last.fm listanum. Hann gaf út tvær plötur í byrjun árs 2005 og þá byrjað ég sem sagt að hlusta á hann. Hann hefur reyndar gefið út fáránlega mikið efni miðað við aldur. En þetta er sem sagt stutt skífa frá honum og svo er breiðskífa væntanlega seinna á árinu. Góður forsmekkur af því.
Bright Eyes - Reinvent The Wheel
Kings of Leon - Because of the Times
Svipað og með Modest Mouse þá hef ég aldrei hlustað mikið á alveg heilan disk með þeim. En mörg mjög góð lög frá þeim og með nútíma tækni sleppir maður því bara lélegri lögunum.
Kings of Leon - Knocked Up
Klaxons - Myths of the Near Future
Ný sveit sem hefur BBC spáði að myndi slá í gegn á árinu. Svipar nokkuð til Bloc Party og er bara helvíti góð. Svipað og með Bloc Party eru mörg "mix" af lögunum frá þeim á netinu og er það góð viðbót við plötuna. Það er reyndar þannig að ég er byrjaður að fá leið á sumum lögunum. Veit ekki hvað það segir eitthvað um gæðin þó.
Klaxons - Atlantis To Interzone (Metronomy Remix)
Hérna koma svo mjög góðar plötur sem ég nenni bara ekki að skrifa um, Kári er líka orðinn pirraður á pabba sínum.
B-plötur:
Bloc Party - A Weekend in the City
Of Montreal - Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
The Shins - Wincing the Night Away
Clap Your Hands Say Yeah - Some Loud Thunder
Kaiser Chiefs - Yours Truly, Angry Mob
Mika - Life In Cartoon Motion
Þó svo að ég viti að fólk er ekki brjálæðislega áhugasamt um að skrifa eitthvað í comment kerfinu væri gaman að heyra skoðanir fólks á þessum sveitum (þeas ef þær eru einhverjar).
Þá góða við að fylgjast vel með hvað er að gerast í tónlistinni er að þá getur maður hlustað á miklu meira af nýrri góðri tónlist en maður myndi heyra í útvarpinu.
Hérna eru svo nokkrir diskar sem eru búnir að renna ansi mikið í gegnum itunes/ipod undanfarnar vikur. Þetta er svo mikið að ég ákvað að skipa þessu í A-plötur og B-plötur, þeas A eru mjög góðar og B eru aðeins lakari.
A-plötur:
The Arcade Fire - Neon Bible
Væntingarnar voru mjög miklar og kannski ekki alveg jafn góð og fyrirrennari hennar en ansi góð og verður betri með hverri hlustun.
The Arcade Fire - Ocean Of Noise
Modest Mouse
Ég uppgötvaði Modest Mouse 2004 þegar ég vann plötu með þeim á X-inu. Hef svo eftir það hlustað mikið á efni frá þeim, bæði nýtt og gamalt, þeir eru í 8 sæti á last.fm listanum mínum. Finnst reyndar að þeir mættu sleppa svona 4 lögum á hverri plötu og þá myndu þær verða algjört gull, en frábær tónlist engu að síður.
Modest Mouse - Missed the Boat
Bright Eyes - Four Winds [EP]
Bright Eyes er í toppsætinu hjá mér yfir mesta spilun á Last.fm listanum. Hann gaf út tvær plötur í byrjun árs 2005 og þá byrjað ég sem sagt að hlusta á hann. Hann hefur reyndar gefið út fáránlega mikið efni miðað við aldur. En þetta er sem sagt stutt skífa frá honum og svo er breiðskífa væntanlega seinna á árinu. Góður forsmekkur af því.
Bright Eyes - Reinvent The Wheel
Kings of Leon - Because of the Times
Svipað og með Modest Mouse þá hef ég aldrei hlustað mikið á alveg heilan disk með þeim. En mörg mjög góð lög frá þeim og með nútíma tækni sleppir maður því bara lélegri lögunum.
Kings of Leon - Knocked Up
Klaxons - Myths of the Near Future
Ný sveit sem hefur BBC spáði að myndi slá í gegn á árinu. Svipar nokkuð til Bloc Party og er bara helvíti góð. Svipað og með Bloc Party eru mörg "mix" af lögunum frá þeim á netinu og er það góð viðbót við plötuna. Það er reyndar þannig að ég er byrjaður að fá leið á sumum lögunum. Veit ekki hvað það segir eitthvað um gæðin þó.
Klaxons - Atlantis To Interzone (Metronomy Remix)
Hérna koma svo mjög góðar plötur sem ég nenni bara ekki að skrifa um, Kári er líka orðinn pirraður á pabba sínum.
B-plötur:
Bloc Party - A Weekend in the City
Of Montreal - Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
The Shins - Wincing the Night Away
Clap Your Hands Say Yeah - Some Loud Thunder
Kaiser Chiefs - Yours Truly, Angry Mob
Mika - Life In Cartoon Motion
Þó svo að ég viti að fólk er ekki brjálæðislega áhugasamt um að skrifa eitthvað í comment kerfinu væri gaman að heyra skoðanir fólks á þessum sveitum (þeas ef þær eru einhverjar).
Merki:
Tónlist
18.3.07
Snjór
Stundum er tímanum manns betur varið í eitthvað annað en að horfa á fótbolta. Má ég fá þessa tvo tíma sem þetta tók aftur?
Helgin er búin að vera mjög fín, ekki gert neitt of mikið sem er bara flott inná milli. Búið að fara í nokkra göngutúra og svo var okkur boðið í mat í gær til Stebba og Hildar. Borðaður góður matur, drukkið rauðvín og spilað Trivial.
Í dag er svo ekki búið að hætta að snjó og er því allt komið á kaf. Í tilefni þess var farið í fjölskyldu ferð út á róló og fundum við snjóþotu niðri í geymslu sem við fengum lánaða. Kári var nú ekkert að kippa sér mikið upp við snjóþotu ferðalagið og skemmtu foreldrararnir sér mun betur (held ég).
Aldrei að vita nema að maður skelli sér svo á skíði í vikunni. Læt einnig fylgja eina mynd frá gærdeginum (svona til að sjá mun á milli daga).
Helgin er búin að vera mjög fín, ekki gert neitt of mikið sem er bara flott inná milli. Búið að fara í nokkra göngutúra og svo var okkur boðið í mat í gær til Stebba og Hildar. Borðaður góður matur, drukkið rauðvín og spilað Trivial.
Í dag er svo ekki búið að hætta að snjó og er því allt komið á kaf. Í tilefni þess var farið í fjölskyldu ferð út á róló og fundum við snjóþotu niðri í geymslu sem við fengum lánaða. Kári var nú ekkert að kippa sér mikið upp við snjóþotu ferðalagið og skemmtu foreldrararnir sér mun betur (held ég).
Aldrei að vita nema að maður skelli sér svo á skíði í vikunni. Læt einnig fylgja eina mynd frá gærdeginum (svona til að sjá mun á milli daga).
15.3.07
iRak
Þar sem maður hefur nú ekki frá neinu að segja þá er alveg eins gott að setja eitt skemmtilegt myndband hérna inn. Smá grín af Steve Job (Apple) og George Bush. Sá þetta í Experts in Teams í gær og skemmti mér vel yfir þessu.
12.3.07
Veðurfréttir og Stubbarnir
Veðrið þessa dagana er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Búið að vera hláka í ca. 2 vikur og var komin þétt klaka brynja yfir flesta göngustíga en núna er búið að rigna í nokkra daga og mesti klakkinn farinn. Ekki oft sem maður fagnar rigningu en fyrst það var ekki að snjó þá er bara ágætt að það rigni svo þessi blessaði klaki fari að fara.
Það kom reyndar einn dagur í seinustu viku þar sem veðrir var eins og komið væri vor veður, gaf manni smá forsmekk af vorinu.
Maður hefur komist svo mikið á skíði undanfarið að það liggur við að maður sé mettaður fyrir veturinn. Vonandi kemur samt páskahret svo maður komist í nýjan snjó í góða veðrinu um páskana. Mér fannst alltaf einna skemmtilegast í gamla daga þegar maður gat verið á skíðum um páskanam, liðin tíð (allavega í Bláfjöllum).
Það sem er það að frétta af fjölskyldunni er að Kári er orðinn veikur og ekki er hann stór strákur þá, þarf að sinna honum mun meir en venjulega. Alltaf vinsælt þegar maður vill halda honum rólegum er að setja Stubbana á. Held að minn uppáhalds Stubber sé Dipsy, grænn og eini karlkyns stubburinn sem er ekki samkynhneigður. Slúðrið um Stubbana segir allavega að Tinky Winky sé hommi, sel það ekki dýrara en ég keypti það...
En vonandi nær Kári sér fljótlega af þessum veikindum, þá þarf maður ekki að horfa á eins mikið af stubbunum.
Það kom reyndar einn dagur í seinustu viku þar sem veðrir var eins og komið væri vor veður, gaf manni smá forsmekk af vorinu.
Maður hefur komist svo mikið á skíði undanfarið að það liggur við að maður sé mettaður fyrir veturinn. Vonandi kemur samt páskahret svo maður komist í nýjan snjó í góða veðrinu um páskana. Mér fannst alltaf einna skemmtilegast í gamla daga þegar maður gat verið á skíðum um páskanam, liðin tíð (allavega í Bláfjöllum).
Það sem er það að frétta af fjölskyldunni er að Kári er orðinn veikur og ekki er hann stór strákur þá, þarf að sinna honum mun meir en venjulega. Alltaf vinsælt þegar maður vill halda honum rólegum er að setja Stubbana á. Held að minn uppáhalds Stubber sé Dipsy, grænn og eini karlkyns stubburinn sem er ekki samkynhneigður. Slúðrið um Stubbana segir allavega að Tinky Winky sé hommi, sel það ekki dýrara en ég keypti það...
En vonandi nær Kári sér fljótlega af þessum veikindum, þá þarf maður ekki að horfa á eins mikið af stubbunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)